Erlent Google biðst afsökunar á klúðri Síðasta vika var fremur illa heppnuð hjá tæknirisanum Google. Á miðvikudaginn var birtu þeir ofangreinda tilkynningu á twittersíðu sinni. Ástæðan var póstforritið gmail, sem Google höfðu hannað fyrir stýrikerfi Apple og sent frá sér í vikunni. Og ekki nóg með það, heldur sendi Google einnig frá sér uppfærða útgáfu af Google Reader í vikunni. Því var beinlínis lýst sem "hörmungum". Erlent 6.11.2011 18:07 Stærsti jarðskjálfti í sögu Oklahoma Stærsti jarðskjálfti í sögu Oklahoma skók ríkið í gær. Jarðskjálftinn var 5,6 á richter og varð í um 70 km fjarlægð frá Oklahoma borg. Tilkynnt hefur verið um nokkuð eignartjón, en ekkert mannfall varð svo vitað sé. Þó voru nokkrir sendir á sjúkrahús með minniháttar áverka. Skjálftinn er sá öflugasti í sögu ríkisins Oklahoma, samkvæmt frétt The Daily mail. Hann varð síðastliðna nótt og varði í rúmar 30 sekúndur. „Þetta var temmilega góður hnykkur. Við erum ekki vön þessu. Við erum bara vön því að fjúka upp í stormi," sagði JL Gilbert, sem býr aðeins fáeinum kílómetrum frá upptökum skjálftans. Erlent 6.11.2011 17:26 150 látnir í Nígeríu - fleiri árásum lofað 150 manns hið minnsta létu lífið í sprengjuárásum í Nígeríu í gær samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. Róttækir múslimar, sem ganga undir nafninu Boko Haram, hafa gengist við ábyrgð á verkunum. Talsmaður Rauða Krossins sagðist í dag búast við því að enn fleiri hefðu látist en nú er talið. Erlent 6.11.2011 14:22 Hlýnun jarðar hamlar framförum Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna.Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina. Erlent 6.11.2011 13:37 Hetjudáðir drýgðar við björgunarstörf Justine Greening, samgöngumálaráðherra Bretlands, segir slökkviliðið og lögregluna í Somerset-sýslu hafa drýgt hetjudáð í gær þegar eldar voru slökktir og fólki bjargað úr brennandi bílflökum eftir að þrjátíu og fjórir bílar lentu saman í árekstri. Sjö eru látnir og fimmtíu og einn var færður til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Lögreglan hefur nú staðfest að ólíklegt sé að tala látinna kunni að hækka en búið að er fjarlægja flest bílflökin af veginum. M5 hraðbrautin verður hins vegar ekki opnuð fyrir umferð í dag. Ráðherrann segir að nú verði að grípa til aðgerða til að minnka líkurnar á svona slys verði aftur. Erlent 6.11.2011 13:30 Friðaráætlun Sýrlands vanvirt með morðum Öryggissveitir í Sýrlandi hafa drepið sex manns hið minnsta í dag. Árásirnar komu á fyrsta degi fórnarhátíðar múslima Eid al-Adha og voru í borgunum Horns og Hama. Einnig var skotið að mótmælendum nærri höfuðborginni Damaskus. Árásirnar gera vonir mótmælenda að engu um að forseti landsins Bashar al-Assad myndi standa við friðaráætlun Arababandalagsins. Í síðustu viku samþykkti ríkisstjórn Sýrlands friðaráætlun Arababandalagsins. Samkvæmt áætluninni átti stjórnin að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum, sleppa öllum pólitískum föngum, kalla vopnuð ökutæki af götum landsins og hefja viðræður við mótmælendur. Í gær mótmæltu aðgerðarsinnar friðsamlega til að reyna á hvort stjórnvöld stæðu við samkomulagið. Mótmælendum heilsaði mikil skothríð og með árásum dagsins í dag er nokkuð ljóst að Bashar al-Assad virðir samkomulagið ekki, í það minnsta ekki í öllum atriðum. Erlent 6.11.2011 12:13 Jarðskjálftar verstir heilsu fólks Jarðskjálftar hafa skaðlegri áhrif á heilsu manna en aðrar náttúruhamfarir eins og flóð og fellibylir, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Meira en milljón jarðskjálftar, af mismunandi stærðum og gerðum , verða víðs vegar um heiminn á ári hverju, en frá þessu er greint á vef BBC. Auk dauðsfalla þá valda jarðskjálftar ýmsum kvillum og meiðslum sem ekki er hægt að meðhöndla vegna skemmda sem skjálftarnir valda grunngerð samfélagsins. Margar af helstu stórborgum heims eru á jarðskjálftasvæðum, svo sem Los Angeles, Tokíó, New York, Delí og Sjanghæ, sem þýðir að milljónir manna eru í stöðugri hættu um að lenda í skjálfta. Erlent 6.11.2011 12:00 Stærstu flokkar Grikklands færast nær samkomulagi „Stjórnmálaflokkar í Grikklandi verða að ná samkomulagi fyrir morgundaginn um hver leiðir hina fyrirhuguðu samsteypustjórn," sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar í dag og bætti við að stærstu flokkar landsins virðist vera að ná ákveðnum samhljómi í viðræðunum. Sósíalistaflokkur Papandreou og Nýtt lýðræði virðast vera að sættast á ákveðinn sameiginlegan grundvöll í viðræðunum. Og þó nokkrir dagar geti vel liðið áður en fyrir liggur hverjir taki ráðherrastól er mikilvægt að ákveða hver leiðir stjórnina fyrir á morgun, í síðasta lagi. Þetta kom fram í viðtali við Elias Mossialos, talsmann grísku ríkisstjórnarinnar á vefmiðli ríkissjónvarpsstöðvar Grikklands í dag. Þessar yfirlýsingar koma í kjölfar einnar sviptingasömustu viku í manna minnum í Grikklandi. Á föstudag stóð Papandreou forsætisráðherra naumlega af sér atkvæðagreiðslu vantrauststillögu á gríska þinginu. Hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að víkja sæti og leyfa samsteypustjórn að taka völdin með nýjum forsætisráðherra. Erlent 6.11.2011 11:45 Milljónir manna grýta djöfulinn Nú stendur yfir pílagrímsför milljóna múslima, fimm daga ferð þar sem múslimar feta í fótspor Múhameðs spámanns og ganga til Mekku, höfuðborgar Saudi-Arabíu. Í dag er annar dagur pílagrímsfararinnar og tóku milljónir múslima þátt í táknrænni athöfn þar sem djöfullinn sjálfur var grýttur. Með athöfninni minnast múslimar þess þegar Abraham grýtti djöfulinn, sem er sagður hafa birst honum þrisvar sinnum til að freista hans. Athöfnin fer þannig fram að fólksfjöldinn gengur kringum þrjár steinsúlur og kastar steinvölum í átt að þeirri stærstu. Þar sem fjöldi pílagrímanna er gífurlegur er athöfnin ein sú hættulegasta í pílagrímsförinni, þar sem troðningurinn skapar hættu á því að fólk troðist undir. Til dæmis er talið að minnst 360 manns hafi látist í athöfninni árið 2005. Dagurinn í dag markar einnig upphaf hátíðarinnar Eid al-Adha, en með henni minnast múslimar undirgefni Abrahams við guð, þegar hann samþykkti að fórna sínum eigin syni til að hlýðnast boðum hans. Í Rússlandi söfnuðust yfir 80 þúsund manns saman í nístandi frosti á götum Moskvu af þessu tilefni. Fólkið hafði ekki í neinn samastað að leita, enda var aðal moska borgarinnar rifin í september og enn hefur önnur ekki risið í hennar stað. Því safnaðist fólkið saman á götum úti til að biðja. Erlent 6.11.2011 11:25 Ritstjóri fékk 300 milljónir við starfslok Rebekah Brooks, fyrrverandi ritstjóri götublaðsins sáluga News of the World , sem sagði af sér sem framkvæmdastjóri News International í kjölfar símhlerunarhneyklisins fyrr á þessu ári, fékk 1,7 milljónir punda, jafnvirði 300 milljóna króna í starfslokagreiðslu frá Rupert Murdoch þegar hún lét af störfum. Þá var skrifstofuaðstaða og limósína með einkabílstjóra hluti af starfslokagreiðslum hennar, en frá þessu er greint í breska dagblaðinu Guardian. Brooks hætti í júlí eftir að undirmenn hennar og blaðamenn News of the World urðu uppvísir af símhlerunum. Hún var meðal annars handtekin og sleppt gegn tryggingu vegna gruns um að hafa vitað af símhlerunum og borið á þeim ábyrgð en hún hefur hins vegar ekki verið ákærð. Erlent 6.11.2011 11:00 Ekki spenntur fyrir samsteypustjórn Antonis Samaras, formaður Nýs lýðræðis, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á gríska þinginu, mun fljótlega funda með forseta landsins vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í grískum stjórnmálum. Samaras hefur ekki viljað taka þátt í samsteypustjórn allra flokka sem núverandi forsætisráðherra George Papandreou, hefur lagt til. Samaras hefur sagt að Papandreou sé hættulegur Grikklandi og hefur kallað eftir kosningum strax. Papandreou hefur hins vegar lagt til samsteypustjórn sem muni starfa í nokkra mánuði og að boðað verði til kosninga þegar björgunarpakki frá Evrópusambandinu er í höfn. Erlent 6.11.2011 11:00 Yfir þrjár milljónir fyrir tönn úr Lennon Kanadískur tannlæknir keypti tönn úr John Lennon heitnum fyrir 19,500 pund, jafnvirði þriggja og hálfri milljón króna, á uppboði í Stockport í Bretlandi. Michael Zuk, frá Alberta, tók þátt í uppboðinu símleiðis til að tryggja tönnina sem Lennon gaf húshjálp sinni, Dot Jarlett, á sjöunda áratug síðustu aldar. Tönnin var hluti af safni minjagripa tengdum rokkheiminum sem var í eigu Alan McGee, fyrrverandi umboðsmanns bresku hljómsveitarinnar Oasis. Aðrir gripir sem boðnir voru upp voru olíumálverk eftir John Squire úr Stone Roses og gjafir frá stjórnmálamönnum. Erlent 6.11.2011 10:21 Sprengjuárás í mosku Að minnsta kosti sex létust í sjálfsmorðssprengjuárás í mosku í Afganistan í morgun. Sprengjan sprakk þegar gestir moskunnar voru á leið út eftir að hafa tekið þátt í bænum en í dag hefst Eid-al adha hátíð múslíma sem markar lok ramöddunnar. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum særðust að minnsta kosti tólf í sprengingunni en lögreglumaður er meðal þeirra sem féllu í valinn. Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir annan hryðjuverkamann hafa verið handtekinn áður en honum tókst að sprengja sína sprengju. Erlent 6.11.2011 10:04 Sekt fyrir að vera of gamall til að dansa 43 ára faðir var á dögunum sektaður í Ástralíu fyrir að vera of gamall til að dansa. Richard Fuller var á tónleikum með rokkhljómsveitinni Cold Chisel með dóttur sinni í síðasta mánuði. Hann stóð uppá stól sínum í rokna stuði þegar dyravörður greip hann niður og vísaði honum út með þeim orðum að hann væri of gamall til að dansa. „Fólk er komið til að sjá hljómsveitina, ekki einhvern gamlan gaur." Erlent 5.11.2011 18:27 Skrítnustu hlutir sem lenda í endurvinnslu Kynlífsleikföng og uppblásnar dúkkur tróna á toppi nýs lista yfir hluti sem fólk reynir ranglega að endurvinna. Almenningur hefur á síðustu misserum sífellt verið hvattur meira til endurvinnslu. En sumir ganga of langt í viðleitni sinni. Í London var á dögunum birtur listi yfir hluti sem fólk reynir ranglega að endurvinna. Á listanum voru undarlegustu hlutir, svo sem dauð gæludýr, fiskabúr, krukka full af ösku (jarðneskar leifar látins manns) og svo framvegis. Starfsmaður sem vann að listanum segir málið ekkert grín. „Ef einn hlutur er settur í endurvinnslu og starfsmenn okkar taka ekki eftir honum verður að grafa alla sendinguna með almennu rusli. Hver sending er 10 tonn.," segir hann, en kostnaðurinn sem af þessu hlýst hleypur á hundruðum þúsunda. Því er mikilvægt að fólk missi ekki gersamlega stjórn á sér við endurvinnslu og haldi í ákveðna gagnrýni þegar það flokkar í tunnurnar. Erlent 5.11.2011 18:12 Smæsti dreki heims afhjúpaður Smæsta drekastytta heims var afhjúpuð í dag í Taiwan. Styttan var gerð af því tilefni að árið 2012 verður ár drekans, samkvæmt kínverska tímatalinu. Drekinn er aðeins tælega einn og hálfur sentimetri á lengd. Því er stækkunargler nauðsynlegt til að njóta þessa listaverks. Segir myndlistarmaðurinn að smíði verksins hafi verið þrautinni þyngri. Erlent 5.11.2011 16:18 Vinnur að myndun þjóðstjórnar Gríska þingið lýsti yfir trausti á ríkisstjórn George Papandreou með naumum meirihluta í gærkvöldi. Papandreou vinnur nú að myndun þjóðstjórnar og hefur fallið frá tillögu um að björgunarpakki til handa Grikkjum fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Papandreous fékk stuðning þingsins með 153 atkvæðum af 300 á gríska þinginu. Papandreou fundaði með Karolos Papoulias, forseta Grikklands, klukkan tíu að íslenskum tíma til að greina honum frá áformum um myndun þjóðstjórnar. Forsvarsmenn helsta stjórnarandstöðuflokksins, Nýs lýðræðis, hafa þó lýst því yfir að þeir muni ekki taka þátt í myndun slíkrar stjórnar með Papandreou, en hann hefur lýst því yfir að hann muni sjálfur biðjast lausnar við myndun nýrrar samsteypustjórnar. Erlent 5.11.2011 15:29 Facebook virkar ennþá Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir er samskiptamiðillinn facebook enn uppi þrátt fyrir að tölvuhakkargengið Anonymous hafi hótað að loka síðunni í dag. Fram kom fyrr í dag að árásin ætti að hefjast klukkan eitt í að íslenskum tíma. Enn hafa þessar umræddu árásir því engan árangur borið. Erlent 5.11.2011 14:17 Hefja pílagrímsför til Mekku Um tvær og hálf milljón múslima hefja í dag árvissa pílagrímsför til heilögu borgarinnar Mekku. Pílagrímsförin er í hugum múslima tákn einingar og auðmýktar gagnvart Guði, og er trúarleg skylda sem sannir múslimar verða að framkvæma minnst einu sinni á lífstíð sinni. Í dag hóf fjöldi hvítklæddra pílagrímsfara þessa fimm daga för sína með því að klífa fjallið Mercy at Arafat, sem er 19 kílómetra frá Mekku. Pílagrímsförina ber í ár upp á tímum sem miklar hræringar hafa verið í hinum arabíska heimi. Meðal annars má nefna blóðug mótmæli í Sýrlandi. Eining og friður er því pílagrímsförum sérlega hugleikin í ár og segjast margir biðja fyrir "því að þjóð þeirra geti staðið sameinuð öxl við öxl í framtíðinni". Múslimar hvaðanæva að í heiminum bíða alla ævi sína eftir möguleikanum á að leggja í þessa heilögu för og feta þar með í fótspor spámannsins Múhammeðs. Erlent 5.11.2011 12:01 Andy Rooney látinn Andy Rooney lést í dag, 92 ára að aldri. Hann var einn vinsælasti og umtalaðasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna, helst þekktur fyrir vikulegan pistil sinn „Nokkrar mínútur með Andy Rooney“ sem var hluti af fréttaþættinum 60 Minutes. Erlent 5.11.2011 11:43 Mannskæðar sprengjuárásir í Nígeríu 60 manns hið minnsta létu lífið í sprengjuárásum og skotbardaga í Norður-Nígeríu í gærkvöldi, að sögn vitna. Fjórar lögreglustöðvar og nokkrar kirkjur voru sprengdar og sprengjunum fylgdi skotbardagi árásaraðilanna og öryggissveita. Erlent 5.11.2011 11:23 Stórfelldur árekstur í Bretlandi Að minnsta kosti 27 bílar rákust á í einum stærsta árekstri í manna minnum í Bretlandi á hraðbrautinni M5. Þessi stórfelldi árekstur varð í gærkvöldi með þeim hætti að minnst 27 bílar rákust saman af miklum krafti. Í árekstrinum urðu nokkrar öflugar sprengingar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu sátu einhverjir fastir í brennandi bílum sínum í lengri tíma. Lögreglumenn unnu í alla nótt að því að losa fólk. Erlent 5.11.2011 10:32 Vinnur að myndun þjóðstjórnar George Papandreou, forsætisráðherra Grikkja vinnur nú að myndun þjóðstjórnar í landinu, en ríkisstjórn hans stóðst vantrauststillögu á gríska þinginu í gær og hélt þar með velli. Forsvarsmenn helsta stjórnarandstöðuflokksins, Nýs lýðræðis, hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni ekki taka þátt í myndun þjóðstjórnar með Papandreou, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Papandreou mun hitta Karolos Papoulias, forseta Grikklands, núna klukkan tíu að íslenskum tíma, til að greina honum frá áformum um myndun þjóðstjórnar. Papandreou kom heimsbyggðinni á óvart, en þó sérstaklega leiðtogum ríkja á evrusvæðinu, þegar hann tilkynnti á mánudag að björgunarpakki til handa Grikklandi færí í þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu. Dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur ekki verið ákveðin. Erlent 5.11.2011 10:30 Anonymous til atlögu Árás tölvuþrjótana Anonymous á Facebook á að hefjast klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. Samkvæmt heimildum helstu tölvuvefsíða bandaríkjana gengur hópnum vel að skipulegga árásina en sumir meðlimir hafa sagt að árásin sé nú þegar hafa hafin. Facebook er hins vegar opið eins og er en margir draga það í efa að árásin hafi einhver eiginleg áhrif á samskiptarisann. Anonymous tilkynntu árás sína fyrir nokkrum mánuðu síðan sem hefur gefið stjórnendum facebook góðan tíma til að undirbúa sig. Erlent 5.11.2011 10:06 Enn flækjast málin hjá meintri barnsmóður Biebers Vandræðin virðast ekki ætla að hætta fyrir Mariah Yeater, 19 ára stúlku frá San Diego. Fyrr í vikunni greindi hún frá ástarfundi hennar og stórstjörnunnar Justin Bieber. Hún sagði Bieber vera barnsföður sinn. Erlent 4.11.2011 23:07 Ríkisstjórn Grikklands hélt velli George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, stóð af sér vantrauststillögu sem kosið var um í gríska þinginu nú í kvöld. Þrjúhundruð sæti eru á þinginu. Þar af studdu 153 Paoandreou og ríkisstjórnina en 144 vildu ríkisstjórnina burt. Erlent 4.11.2011 23:02 Enn eitt námuslysið í Kína Tugir námumanna sitja nú fastir í kolanámu í Kína eftir grjóthrun átti sér stað í gær. Fjórar létust og er talið að um 50 námumenn séu fastir í námunni. Slysið átti sér stað Henan héraði í Kína. Erlent 4.11.2011 22:27 Stjörnustríðsaðdáandi myrti eiginkonu sína Rickie La Touche var fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína eftir að hún eyðilagði Stjörnustríðsleikföng hans. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið. Erlent 4.11.2011 21:40 Örlagastund nálgast í gríska þinginu Kosið verður í kvöld um vantrauststillögu á grísku ríkisstjórnina. Laust eftir klukkan níu í kvöld hóf George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, lokaræðu í þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Á fréttavef Sky kemur fram að PASOK, flokkur Papandreous, hefur 152 sæti á þinginu af 300. Þar af hafi einn þingmaður úr meirihlutanum sagt að hann myndi ekki greiða ríkisstjórninni atkvæði. Það þýðir að stuðningur við ríkisstjórnina hangir á einum manni. Erlent 4.11.2011 21:26 Aðgerðarsinnar teknir höndum við Gasaströndina Sjóher Ísraels stöðvaði tvö skip sem reyndu brjótast í gegnum herkvína við Gasaströndinni í dag. Sjóliðar gengu um borð í skipin sem voru á leið frá Tyrklandi. 27 aðgerðarsinnar voru um borð í bátunum en þeir voru að ferja vistir til Gasa-svæðisins. Erlent 4.11.2011 21:02 « ‹ ›
Google biðst afsökunar á klúðri Síðasta vika var fremur illa heppnuð hjá tæknirisanum Google. Á miðvikudaginn var birtu þeir ofangreinda tilkynningu á twittersíðu sinni. Ástæðan var póstforritið gmail, sem Google höfðu hannað fyrir stýrikerfi Apple og sent frá sér í vikunni. Og ekki nóg með það, heldur sendi Google einnig frá sér uppfærða útgáfu af Google Reader í vikunni. Því var beinlínis lýst sem "hörmungum". Erlent 6.11.2011 18:07
Stærsti jarðskjálfti í sögu Oklahoma Stærsti jarðskjálfti í sögu Oklahoma skók ríkið í gær. Jarðskjálftinn var 5,6 á richter og varð í um 70 km fjarlægð frá Oklahoma borg. Tilkynnt hefur verið um nokkuð eignartjón, en ekkert mannfall varð svo vitað sé. Þó voru nokkrir sendir á sjúkrahús með minniháttar áverka. Skjálftinn er sá öflugasti í sögu ríkisins Oklahoma, samkvæmt frétt The Daily mail. Hann varð síðastliðna nótt og varði í rúmar 30 sekúndur. „Þetta var temmilega góður hnykkur. Við erum ekki vön þessu. Við erum bara vön því að fjúka upp í stormi," sagði JL Gilbert, sem býr aðeins fáeinum kílómetrum frá upptökum skjálftans. Erlent 6.11.2011 17:26
150 látnir í Nígeríu - fleiri árásum lofað 150 manns hið minnsta létu lífið í sprengjuárásum í Nígeríu í gær samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. Róttækir múslimar, sem ganga undir nafninu Boko Haram, hafa gengist við ábyrgð á verkunum. Talsmaður Rauða Krossins sagðist í dag búast við því að enn fleiri hefðu látist en nú er talið. Erlent 6.11.2011 14:22
Hlýnun jarðar hamlar framförum Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna.Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina. Erlent 6.11.2011 13:37
Hetjudáðir drýgðar við björgunarstörf Justine Greening, samgöngumálaráðherra Bretlands, segir slökkviliðið og lögregluna í Somerset-sýslu hafa drýgt hetjudáð í gær þegar eldar voru slökktir og fólki bjargað úr brennandi bílflökum eftir að þrjátíu og fjórir bílar lentu saman í árekstri. Sjö eru látnir og fimmtíu og einn var færður til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Lögreglan hefur nú staðfest að ólíklegt sé að tala látinna kunni að hækka en búið að er fjarlægja flest bílflökin af veginum. M5 hraðbrautin verður hins vegar ekki opnuð fyrir umferð í dag. Ráðherrann segir að nú verði að grípa til aðgerða til að minnka líkurnar á svona slys verði aftur. Erlent 6.11.2011 13:30
Friðaráætlun Sýrlands vanvirt með morðum Öryggissveitir í Sýrlandi hafa drepið sex manns hið minnsta í dag. Árásirnar komu á fyrsta degi fórnarhátíðar múslima Eid al-Adha og voru í borgunum Horns og Hama. Einnig var skotið að mótmælendum nærri höfuðborginni Damaskus. Árásirnar gera vonir mótmælenda að engu um að forseti landsins Bashar al-Assad myndi standa við friðaráætlun Arababandalagsins. Í síðustu viku samþykkti ríkisstjórn Sýrlands friðaráætlun Arababandalagsins. Samkvæmt áætluninni átti stjórnin að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum, sleppa öllum pólitískum föngum, kalla vopnuð ökutæki af götum landsins og hefja viðræður við mótmælendur. Í gær mótmæltu aðgerðarsinnar friðsamlega til að reyna á hvort stjórnvöld stæðu við samkomulagið. Mótmælendum heilsaði mikil skothríð og með árásum dagsins í dag er nokkuð ljóst að Bashar al-Assad virðir samkomulagið ekki, í það minnsta ekki í öllum atriðum. Erlent 6.11.2011 12:13
Jarðskjálftar verstir heilsu fólks Jarðskjálftar hafa skaðlegri áhrif á heilsu manna en aðrar náttúruhamfarir eins og flóð og fellibylir, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Meira en milljón jarðskjálftar, af mismunandi stærðum og gerðum , verða víðs vegar um heiminn á ári hverju, en frá þessu er greint á vef BBC. Auk dauðsfalla þá valda jarðskjálftar ýmsum kvillum og meiðslum sem ekki er hægt að meðhöndla vegna skemmda sem skjálftarnir valda grunngerð samfélagsins. Margar af helstu stórborgum heims eru á jarðskjálftasvæðum, svo sem Los Angeles, Tokíó, New York, Delí og Sjanghæ, sem þýðir að milljónir manna eru í stöðugri hættu um að lenda í skjálfta. Erlent 6.11.2011 12:00
Stærstu flokkar Grikklands færast nær samkomulagi „Stjórnmálaflokkar í Grikklandi verða að ná samkomulagi fyrir morgundaginn um hver leiðir hina fyrirhuguðu samsteypustjórn," sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar í dag og bætti við að stærstu flokkar landsins virðist vera að ná ákveðnum samhljómi í viðræðunum. Sósíalistaflokkur Papandreou og Nýtt lýðræði virðast vera að sættast á ákveðinn sameiginlegan grundvöll í viðræðunum. Og þó nokkrir dagar geti vel liðið áður en fyrir liggur hverjir taki ráðherrastól er mikilvægt að ákveða hver leiðir stjórnina fyrir á morgun, í síðasta lagi. Þetta kom fram í viðtali við Elias Mossialos, talsmann grísku ríkisstjórnarinnar á vefmiðli ríkissjónvarpsstöðvar Grikklands í dag. Þessar yfirlýsingar koma í kjölfar einnar sviptingasömustu viku í manna minnum í Grikklandi. Á föstudag stóð Papandreou forsætisráðherra naumlega af sér atkvæðagreiðslu vantrauststillögu á gríska þinginu. Hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að víkja sæti og leyfa samsteypustjórn að taka völdin með nýjum forsætisráðherra. Erlent 6.11.2011 11:45
Milljónir manna grýta djöfulinn Nú stendur yfir pílagrímsför milljóna múslima, fimm daga ferð þar sem múslimar feta í fótspor Múhameðs spámanns og ganga til Mekku, höfuðborgar Saudi-Arabíu. Í dag er annar dagur pílagrímsfararinnar og tóku milljónir múslima þátt í táknrænni athöfn þar sem djöfullinn sjálfur var grýttur. Með athöfninni minnast múslimar þess þegar Abraham grýtti djöfulinn, sem er sagður hafa birst honum þrisvar sinnum til að freista hans. Athöfnin fer þannig fram að fólksfjöldinn gengur kringum þrjár steinsúlur og kastar steinvölum í átt að þeirri stærstu. Þar sem fjöldi pílagrímanna er gífurlegur er athöfnin ein sú hættulegasta í pílagrímsförinni, þar sem troðningurinn skapar hættu á því að fólk troðist undir. Til dæmis er talið að minnst 360 manns hafi látist í athöfninni árið 2005. Dagurinn í dag markar einnig upphaf hátíðarinnar Eid al-Adha, en með henni minnast múslimar undirgefni Abrahams við guð, þegar hann samþykkti að fórna sínum eigin syni til að hlýðnast boðum hans. Í Rússlandi söfnuðust yfir 80 þúsund manns saman í nístandi frosti á götum Moskvu af þessu tilefni. Fólkið hafði ekki í neinn samastað að leita, enda var aðal moska borgarinnar rifin í september og enn hefur önnur ekki risið í hennar stað. Því safnaðist fólkið saman á götum úti til að biðja. Erlent 6.11.2011 11:25
Ritstjóri fékk 300 milljónir við starfslok Rebekah Brooks, fyrrverandi ritstjóri götublaðsins sáluga News of the World , sem sagði af sér sem framkvæmdastjóri News International í kjölfar símhlerunarhneyklisins fyrr á þessu ári, fékk 1,7 milljónir punda, jafnvirði 300 milljóna króna í starfslokagreiðslu frá Rupert Murdoch þegar hún lét af störfum. Þá var skrifstofuaðstaða og limósína með einkabílstjóra hluti af starfslokagreiðslum hennar, en frá þessu er greint í breska dagblaðinu Guardian. Brooks hætti í júlí eftir að undirmenn hennar og blaðamenn News of the World urðu uppvísir af símhlerunum. Hún var meðal annars handtekin og sleppt gegn tryggingu vegna gruns um að hafa vitað af símhlerunum og borið á þeim ábyrgð en hún hefur hins vegar ekki verið ákærð. Erlent 6.11.2011 11:00
Ekki spenntur fyrir samsteypustjórn Antonis Samaras, formaður Nýs lýðræðis, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á gríska þinginu, mun fljótlega funda með forseta landsins vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í grískum stjórnmálum. Samaras hefur ekki viljað taka þátt í samsteypustjórn allra flokka sem núverandi forsætisráðherra George Papandreou, hefur lagt til. Samaras hefur sagt að Papandreou sé hættulegur Grikklandi og hefur kallað eftir kosningum strax. Papandreou hefur hins vegar lagt til samsteypustjórn sem muni starfa í nokkra mánuði og að boðað verði til kosninga þegar björgunarpakki frá Evrópusambandinu er í höfn. Erlent 6.11.2011 11:00
Yfir þrjár milljónir fyrir tönn úr Lennon Kanadískur tannlæknir keypti tönn úr John Lennon heitnum fyrir 19,500 pund, jafnvirði þriggja og hálfri milljón króna, á uppboði í Stockport í Bretlandi. Michael Zuk, frá Alberta, tók þátt í uppboðinu símleiðis til að tryggja tönnina sem Lennon gaf húshjálp sinni, Dot Jarlett, á sjöunda áratug síðustu aldar. Tönnin var hluti af safni minjagripa tengdum rokkheiminum sem var í eigu Alan McGee, fyrrverandi umboðsmanns bresku hljómsveitarinnar Oasis. Aðrir gripir sem boðnir voru upp voru olíumálverk eftir John Squire úr Stone Roses og gjafir frá stjórnmálamönnum. Erlent 6.11.2011 10:21
Sprengjuárás í mosku Að minnsta kosti sex létust í sjálfsmorðssprengjuárás í mosku í Afganistan í morgun. Sprengjan sprakk þegar gestir moskunnar voru á leið út eftir að hafa tekið þátt í bænum en í dag hefst Eid-al adha hátíð múslíma sem markar lok ramöddunnar. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum særðust að minnsta kosti tólf í sprengingunni en lögreglumaður er meðal þeirra sem féllu í valinn. Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir annan hryðjuverkamann hafa verið handtekinn áður en honum tókst að sprengja sína sprengju. Erlent 6.11.2011 10:04
Sekt fyrir að vera of gamall til að dansa 43 ára faðir var á dögunum sektaður í Ástralíu fyrir að vera of gamall til að dansa. Richard Fuller var á tónleikum með rokkhljómsveitinni Cold Chisel með dóttur sinni í síðasta mánuði. Hann stóð uppá stól sínum í rokna stuði þegar dyravörður greip hann niður og vísaði honum út með þeim orðum að hann væri of gamall til að dansa. „Fólk er komið til að sjá hljómsveitina, ekki einhvern gamlan gaur." Erlent 5.11.2011 18:27
Skrítnustu hlutir sem lenda í endurvinnslu Kynlífsleikföng og uppblásnar dúkkur tróna á toppi nýs lista yfir hluti sem fólk reynir ranglega að endurvinna. Almenningur hefur á síðustu misserum sífellt verið hvattur meira til endurvinnslu. En sumir ganga of langt í viðleitni sinni. Í London var á dögunum birtur listi yfir hluti sem fólk reynir ranglega að endurvinna. Á listanum voru undarlegustu hlutir, svo sem dauð gæludýr, fiskabúr, krukka full af ösku (jarðneskar leifar látins manns) og svo framvegis. Starfsmaður sem vann að listanum segir málið ekkert grín. „Ef einn hlutur er settur í endurvinnslu og starfsmenn okkar taka ekki eftir honum verður að grafa alla sendinguna með almennu rusli. Hver sending er 10 tonn.," segir hann, en kostnaðurinn sem af þessu hlýst hleypur á hundruðum þúsunda. Því er mikilvægt að fólk missi ekki gersamlega stjórn á sér við endurvinnslu og haldi í ákveðna gagnrýni þegar það flokkar í tunnurnar. Erlent 5.11.2011 18:12
Smæsti dreki heims afhjúpaður Smæsta drekastytta heims var afhjúpuð í dag í Taiwan. Styttan var gerð af því tilefni að árið 2012 verður ár drekans, samkvæmt kínverska tímatalinu. Drekinn er aðeins tælega einn og hálfur sentimetri á lengd. Því er stækkunargler nauðsynlegt til að njóta þessa listaverks. Segir myndlistarmaðurinn að smíði verksins hafi verið þrautinni þyngri. Erlent 5.11.2011 16:18
Vinnur að myndun þjóðstjórnar Gríska þingið lýsti yfir trausti á ríkisstjórn George Papandreou með naumum meirihluta í gærkvöldi. Papandreou vinnur nú að myndun þjóðstjórnar og hefur fallið frá tillögu um að björgunarpakki til handa Grikkjum fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Papandreous fékk stuðning þingsins með 153 atkvæðum af 300 á gríska þinginu. Papandreou fundaði með Karolos Papoulias, forseta Grikklands, klukkan tíu að íslenskum tíma til að greina honum frá áformum um myndun þjóðstjórnar. Forsvarsmenn helsta stjórnarandstöðuflokksins, Nýs lýðræðis, hafa þó lýst því yfir að þeir muni ekki taka þátt í myndun slíkrar stjórnar með Papandreou, en hann hefur lýst því yfir að hann muni sjálfur biðjast lausnar við myndun nýrrar samsteypustjórnar. Erlent 5.11.2011 15:29
Facebook virkar ennþá Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir er samskiptamiðillinn facebook enn uppi þrátt fyrir að tölvuhakkargengið Anonymous hafi hótað að loka síðunni í dag. Fram kom fyrr í dag að árásin ætti að hefjast klukkan eitt í að íslenskum tíma. Enn hafa þessar umræddu árásir því engan árangur borið. Erlent 5.11.2011 14:17
Hefja pílagrímsför til Mekku Um tvær og hálf milljón múslima hefja í dag árvissa pílagrímsför til heilögu borgarinnar Mekku. Pílagrímsförin er í hugum múslima tákn einingar og auðmýktar gagnvart Guði, og er trúarleg skylda sem sannir múslimar verða að framkvæma minnst einu sinni á lífstíð sinni. Í dag hóf fjöldi hvítklæddra pílagrímsfara þessa fimm daga för sína með því að klífa fjallið Mercy at Arafat, sem er 19 kílómetra frá Mekku. Pílagrímsförina ber í ár upp á tímum sem miklar hræringar hafa verið í hinum arabíska heimi. Meðal annars má nefna blóðug mótmæli í Sýrlandi. Eining og friður er því pílagrímsförum sérlega hugleikin í ár og segjast margir biðja fyrir "því að þjóð þeirra geti staðið sameinuð öxl við öxl í framtíðinni". Múslimar hvaðanæva að í heiminum bíða alla ævi sína eftir möguleikanum á að leggja í þessa heilögu för og feta þar með í fótspor spámannsins Múhammeðs. Erlent 5.11.2011 12:01
Andy Rooney látinn Andy Rooney lést í dag, 92 ára að aldri. Hann var einn vinsælasti og umtalaðasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna, helst þekktur fyrir vikulegan pistil sinn „Nokkrar mínútur með Andy Rooney“ sem var hluti af fréttaþættinum 60 Minutes. Erlent 5.11.2011 11:43
Mannskæðar sprengjuárásir í Nígeríu 60 manns hið minnsta létu lífið í sprengjuárásum og skotbardaga í Norður-Nígeríu í gærkvöldi, að sögn vitna. Fjórar lögreglustöðvar og nokkrar kirkjur voru sprengdar og sprengjunum fylgdi skotbardagi árásaraðilanna og öryggissveita. Erlent 5.11.2011 11:23
Stórfelldur árekstur í Bretlandi Að minnsta kosti 27 bílar rákust á í einum stærsta árekstri í manna minnum í Bretlandi á hraðbrautinni M5. Þessi stórfelldi árekstur varð í gærkvöldi með þeim hætti að minnst 27 bílar rákust saman af miklum krafti. Í árekstrinum urðu nokkrar öflugar sprengingar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu sátu einhverjir fastir í brennandi bílum sínum í lengri tíma. Lögreglumenn unnu í alla nótt að því að losa fólk. Erlent 5.11.2011 10:32
Vinnur að myndun þjóðstjórnar George Papandreou, forsætisráðherra Grikkja vinnur nú að myndun þjóðstjórnar í landinu, en ríkisstjórn hans stóðst vantrauststillögu á gríska þinginu í gær og hélt þar með velli. Forsvarsmenn helsta stjórnarandstöðuflokksins, Nýs lýðræðis, hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni ekki taka þátt í myndun þjóðstjórnar með Papandreou, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Papandreou mun hitta Karolos Papoulias, forseta Grikklands, núna klukkan tíu að íslenskum tíma, til að greina honum frá áformum um myndun þjóðstjórnar. Papandreou kom heimsbyggðinni á óvart, en þó sérstaklega leiðtogum ríkja á evrusvæðinu, þegar hann tilkynnti á mánudag að björgunarpakki til handa Grikklandi færí í þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu. Dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur ekki verið ákveðin. Erlent 5.11.2011 10:30
Anonymous til atlögu Árás tölvuþrjótana Anonymous á Facebook á að hefjast klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. Samkvæmt heimildum helstu tölvuvefsíða bandaríkjana gengur hópnum vel að skipulegga árásina en sumir meðlimir hafa sagt að árásin sé nú þegar hafa hafin. Facebook er hins vegar opið eins og er en margir draga það í efa að árásin hafi einhver eiginleg áhrif á samskiptarisann. Anonymous tilkynntu árás sína fyrir nokkrum mánuðu síðan sem hefur gefið stjórnendum facebook góðan tíma til að undirbúa sig. Erlent 5.11.2011 10:06
Enn flækjast málin hjá meintri barnsmóður Biebers Vandræðin virðast ekki ætla að hætta fyrir Mariah Yeater, 19 ára stúlku frá San Diego. Fyrr í vikunni greindi hún frá ástarfundi hennar og stórstjörnunnar Justin Bieber. Hún sagði Bieber vera barnsföður sinn. Erlent 4.11.2011 23:07
Ríkisstjórn Grikklands hélt velli George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, stóð af sér vantrauststillögu sem kosið var um í gríska þinginu nú í kvöld. Þrjúhundruð sæti eru á þinginu. Þar af studdu 153 Paoandreou og ríkisstjórnina en 144 vildu ríkisstjórnina burt. Erlent 4.11.2011 23:02
Enn eitt námuslysið í Kína Tugir námumanna sitja nú fastir í kolanámu í Kína eftir grjóthrun átti sér stað í gær. Fjórar létust og er talið að um 50 námumenn séu fastir í námunni. Slysið átti sér stað Henan héraði í Kína. Erlent 4.11.2011 22:27
Stjörnustríðsaðdáandi myrti eiginkonu sína Rickie La Touche var fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína eftir að hún eyðilagði Stjörnustríðsleikföng hans. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið. Erlent 4.11.2011 21:40
Örlagastund nálgast í gríska þinginu Kosið verður í kvöld um vantrauststillögu á grísku ríkisstjórnina. Laust eftir klukkan níu í kvöld hóf George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, lokaræðu í þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Á fréttavef Sky kemur fram að PASOK, flokkur Papandreous, hefur 152 sæti á þinginu af 300. Þar af hafi einn þingmaður úr meirihlutanum sagt að hann myndi ekki greiða ríkisstjórninni atkvæði. Það þýðir að stuðningur við ríkisstjórnina hangir á einum manni. Erlent 4.11.2011 21:26
Aðgerðarsinnar teknir höndum við Gasaströndina Sjóher Ísraels stöðvaði tvö skip sem reyndu brjótast í gegnum herkvína við Gasaströndinni í dag. Sjóliðar gengu um borð í skipin sem voru á leið frá Tyrklandi. 27 aðgerðarsinnar voru um borð í bátunum en þeir voru að ferja vistir til Gasa-svæðisins. Erlent 4.11.2011 21:02