Erlent

Skrítnustu hlutir sem lenda í endurvinnslu

Hvers kyns kynlífsleikföng lenda gjarna í endurvinnslu í London.
Hvers kyns kynlífsleikföng lenda gjarna í endurvinnslu í London. Mynd/Getty images
Kynlífsleikföng og uppblásnar dúkkur tróna á toppi nýs lista yfir hluti sem fólk reynir ranglega að endurvinna.

Almenningur hefur á síðustu misserum sífellt verið hvattur meira til endurvinnslu. En sumir ganga of langt í viðleitni sinni. Í London var á dögunum birtur listi yfir hluti sem fólk reynir ranglega að endurvinna.

Á listanum voru undarlegustu hlutir, svo sem dauð gæludýr, fiskabúr, krukka full af ösku (jarðneskar leifar látins manns) og svo framvegis.

Starfsmaður sem vann að listanum segir málið ekkert grín. „Ef einn hlutur er settur í endurvinnslu og starfsmenn okkar taka ekki eftir honum verður að grafa alla sendinguna með almennu rusli. Hver sending er 10 tonn.," segir hann, en kostnaðurinn sem af þessu hlýst hleypur á hundruðum þúsunda.

Því er mikilvægt að fólk missi ekki gersamlega stjórn á sér við endurvinnslu og haldi í ákveðna gagnrýni þegar það flokkar í tunnurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×