Erlent

Örlagastund nálgast í gríska þinginu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, flytur gríska þinginu boðskap sinn.
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, flytur gríska þinginu boðskap sinn. mynd/ afp.
Kosið verður í kvöld um vantrauststillögu á grísku ríkisstjórnina. Laust eftir klukkan níu í kvöld hóf George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, lokaræðu í þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna. Á fréttavef Sky kemur fram að PASOK, flokkur Papandreous, hefur 152 sæti á þinginu af 300. Þar af hafi einn þingmaður úr meirihlutanum sagt að hann myndi ekki greiða ríkisstjórninni atkvæði. Það þýðir að stuðningur við ríkisstjórnina hangir á einum manni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×