Erlent

Símhringingar Breiviks opinberaðar - myndband

Símhringingar hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik til lögreglunnar í Noregi hafa verið gerðar opinberar. Breivik hefur játað að hafa myrt 77 manns í sprengjuárás í Osló og skotárás í Útey skömmu síðar.

Erlent

Verndaði vörur með piparúða

Talið er að um 20 viðskiptavinir Walmart verslunar í Los Angeles hafi hlotið minniháttar meiðsli eftir að kona sprautaði piparúða yfir þau. Konan vildi vernda varning sinn frá öðrum viðskiptavinum.

Erlent

Flóð í suðurhluta Tælands

Mikil flóð hafa verið í Tælandi síðastliðnar vikur og hefur nú suðurhluti landsins fundið fyrir áhrifum þeirra. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Songkhla-héraði eftir að stúlkubarn lést í flóðunum.

Erlent

Stjornvöld í Sýrlandi að falla á tíma

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa aðeins nokkra klukkutíma til að bregðast við úrslitakostum Arababandalagsins um að stöðva drápin á almenningi í landinu og hleypa 500 eftirlitsmönnum frá bandalaginu inn í Sýrland.

Erlent

Fjölmenn mótmæli boðuð í Egyptlandi í dag

Egyptar búa sig undir fjölmenn mótmæli í dag þar sem þess verður krafist að herforingjaráð landsins láti af völdum. Þar að auki vilja mótmælendurnir að þingkosningum sem áttu að fara fram á mánudag verði frestað.

Erlent

Fleiri mótmælendur drepnir

Mótmælin í Jemen hættu ekki þótt Ali Abdullah Saleh forseti hafi samþykkt að segja af sér. Ekkert lát er heldur á ofbeldi af hálfu stjórnarinnar. Öryggissveitir urðu fimm mótmælendum að bana í gær í höfuðborginni Sana.

Erlent

Ungi morðinginn talinn vera veill á geði

Ungi maðurinn sem myrti vin sinn og særði annan lífshættulega með hnífi eftir gleðskap í Ósló í síðasta mánuði var undir áhrifum eiturlyfja og mögulega veill á geði er hann framdi ódæðið. Hann hefur nú verið fluttur á öryggisdeild þar sem hann mun gangast undir geðrannsókn.

Erlent

Þvottagrind reyndist 18 ára stúlku ofjarl

Slökkviliðsmenn þurftu að skera átján ára stúlku í Bretlandi lausa eftir að hún festi höfuðið í þvottagrind. Hún sagði þetta vera það vandræðalegasta sem nokkurn tíma hefði komið fyrir hana.

Erlent

48 konum nauðgað á hverri klukkustund

Að meðaltali eru 48 konum nauðgað á hverri klukkustund í Afríkuríkinu Kongó. Margot Wallström, útsendari Sameinuðu þjóðanna vegna kynferðisbrotamála, kallar Kongó höfuðstað kynferðisofbeldis í heiminum.

Erlent

Ævi Steve Jobs verður kvikmynduð

Handritshöfundurinn og óskarsverðlaunahafinn Aaron Sorkin segist hafa mikinn áhuga á að skrifa kvikmyndahandrit byggt á ævi frumkvöðulsins Steve Jobs. Sorkin segist hafa verið í sambandið við framleiðendur myndarinnar og íhugi nú tilboð þeirra.

Erlent

Kolkrabbi skríður á land - myndband

Ótrúlegar myndir náðust af kolkrabba sem skreið á land. Vísindamaður segir hegðunina vera algenga meðal kolkrabba en hún hafi þó afar sjaldan náðst á myndband.

Erlent

Æsifréttamaður elti dóttur Rowling uppi

Æsifréttamaður elti einu sinni dóttur metsölurithöfundarins JK Rowling uppi og setti skilaboð í skólatöskuna hennar til þess að reyna að ná tali af rithöfundnum. Rowling hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarinn áratug, eða allt frá því að fyrsta bókin hennar um Harry Potter kom út. Í dag kom hún fram fyrir fjölmiðlasiðanefnd og lýsti samskiptum sínum við æsifréttamennina. Hún sagði að hún gæti ekki sett ósýnilegan skjöld í kringum börnin sín til þess að vernda þau.

Erlent

Flugslys í Phoenix

Lítil flugvél hrapaði í Phoenix í Bandaríkjunum í dag. Litlar líkur eru á að einhver finnist á lífi. Þrjú börn voru í vélinni.

Erlent

Eyddu röngu tvíburafóstri

Rannsókn er hafin á hörmulegi atviki sem átti sé stað á spítala í Ástralíu. Læknar framkvæmdu fóstureyðingu á röngu tvíburafóstri.

Erlent

Sautján lík finnast í Mexíkó

Mexíkóskir lögreglumenn fundu 17 sviðin lík í bænum Culiacan. Yfirvöld í bænum telja líkin vera tengd mannráni sem átti sér stað á mánudaginn.

Erlent