Erlent

48 konum nauðgað á hverri klukkustund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Konur í Kongó eru farnar að telja nauðganir vera óumflýjanlegar.
Konur í Kongó eru farnar að telja nauðganir vera óumflýjanlegar. mynd/ afp.
Að meðaltali eru 48 konum nauðgað á hverri klukkustund í Afríkuríkinu Kongó. Margot Wallström, útsendari Sameinuðu þjóðanna vegna kynferðisbrotamála, kallar Kongó höfuðstað kynferðisofbeldis í heiminum.

Breska heimildarmyndakonan Fiona Lloyd-Davis segir að þegar hún fór til Kongó árin 2001, 2003 og 2005 hafi hún skynjað að konum væri nauðgað á hverjum degi. Þegar hún fór þangað árið 2009 upplifði hún nýmæli.

„Konur sögðu mér að þeir byggjust hreinlega við því að þeim yrði nauðgað. Ekki bara einu sinni heldur mörgum sinnum. Konur sem ég talaði við sögðu mér frá nauðgurum í hópi sem nauðguðu hverri konu þrisvar til fjórum sinnum," segir Lloyd-Davis í samtali við CNN. Í sumum tilfellum væru nauðgararnir bara tveir en í öðrum tilfellum 10 til 20 saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×