Erlent

Ævi Steve Jobs verður kvikmynduð

Aaron Sorkin er virtur handritshöfundur og fékk óskarsverðlaunin fyrir kvikmyndina The Social Network.
Aaron Sorkin er virtur handritshöfundur og fékk óskarsverðlaunin fyrir kvikmyndina The Social Network. mynd/AFP
Handritshöfundurinn og óskarsverðlaunahafinn Aaron Sorkin segist hafa mikinn áhuga á að skrifa kvikmyndahandrit byggt á ævi frumkvöðulsins Steve Jobs. Sorkin segist hafa verið í sambandið við framleiðendur myndarinnar og íhugi nú tilboð þeirra.

Sorkin er virtur handritshöfundur og er eflaust þekktastur fyrir skrifa sjónvarpsþáttaraðirnar The West Wing. Hann fékk síðan óskarsverðlaun fyrir handrit sitt að kvikmyndinni The Social Network en sú kvikmynd fjallar um Marck Zuckerberg, stofnanda Facebook.

Kvikmyndin verður byggð á ævisögu Steve Jobs en hún var rituð af Walter Isaacson. Tökur á myndinni munu hefjast á næsta ári.

Sorkin segist vera að lesa ævisöguna á meðan hann íhugar tilboðið.

Ekki er búið að ráða leikara fyrir aðalhlutverkið en talið er að valið standi á milli George Clooney og Noah Wyle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×