Erlent

Hriktir í stoðum kenningar Albert Einstein

Franskir og ítalskir eðlisfræðingar birtu í dag niðurstöður rannsóknar sem hófst þegar vísindamenn við Stóra sterkeindahraðalinn uppgötvuðu fiseindir sem ferðuðust hraðar en ljós.

Erlent

Wagner beið klukkustundum saman áður en kallað var á hjálp

Hollywoodleikarinn Robert Wagner beið klukkustundum saman áður en kallað var eftir aðstoð frá bandarísku strandgæslunni þegar eiginkona hans, Natalie Wood, hvarf af snekkju þeirra árið 1981. Þetta sagði Dennis Davern, skipstjóri á snekkjunni, í dag. Skömmu eftir að ljóst varð að Wood var horfin fannst hún látin. Talið er að hún hafi drukknað.

Erlent

Kínverjar gagnrýna Asíuáform Obama

Heimsókn Baracks Obama Bandaríkjaforseta setur svip sinn á leiðtogafund tíu Suðaustur-Asíuríkja sem hófst á eyjunni Balí í Indónesíu í gær. Obama hefur kynnt margvísleg áform um sterkari ítök Bandaríkjanna á Kyrrahafinu og allt til Asíu. Þau áform hafa mætt gagnrýni, ekki síst frá Kínverjum, sem virðast telja þessi auknu umsvif beinast gegn sér.

Erlent

Kaupa gull í gríð og erg

Seðlabankar víða um heim hafa keypt gull í stórum skömmtum undanfarið. Á þriðja fjórðungi ársins keyptu þeir samtals nærri 150 tonn af gulli, sem er mesta magn sem þeir hafa keypt áratugum saman.

Erlent

Gert að greiða fyrir eldsneytið

Farþegar austurríska flugfélagsins Comtel, sem biðu á flugvelli í Amritsar á Indlandi eftir fari til Bretlands, urðu harla undrandi þegar starfsfólk flugfélagsins krafðist þess að þeir reiddu fram fé svo hægt væri að kaupa eldsneyti til flugsins. Annars væri ekki hægt að fljúga.

Erlent

Betri ending og hlaðast hraðar

Ný tegund rafhlaðna með tífalt betri endingu en þær rafhlöður sem notaðar eru í raftækjum á borð við farsíma og fartölvur mun koma á markað innan fimm ára að sögn vísindamanna við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum.

Erlent

Berlusconi gefur út hljómplötu

Nú styttist í að Silvio Berlusconi gefi út sína nýjustu hljómplötu. Berlusconi, sem nýlega yfirgaf embætti forsætisráðherra Ítalíu, samdi lögin sjálfur með hjálp frá góðkunningja sínum. Á plötunni má finna mörg af ástarljóðum Berlusconis.

Erlent

Sýrland rekið úr Arababandalaginu

„Það sem hefur gerst í Sýrlandi er mjög sorglegt fyrir okkur öll. Við getum ekki sætt okkur við að fólk sé drepið eins og nú er verið að gera. Við erum að grípa til ráðstafana til að stöðva þetta blóðbað,“ sagði Hamad bin Jassim, utanríkisráðherra Katar, á fundi Arababandalagsins í Marokkó í gær. „Sýrlenska stjórnin verður að fallast á áætlun Arababandalagsins.“

Erlent

Sérfræðingastjórn tekur við

Hagfræðingurinn Mario Monti kynnti í gær ríkisstjórn sína, sem ekki er skipuð neinum atvinnustjórnmálamanni. Sjálfur ætlar hann að vera bæði forsætisráðhera og efnahagsráðherra, en aðrir ráðherrar koma úr röðum bankamanna, háskólamanna, stjórnarerindreka og framkvæmdastjóra stórfyrirtækja.

Erlent

Papademos fær stuðning þings

Gríska þjóðþingið samþykkti í gær traustsyfirlýsingu til nýju samsteypustjórnarinnar, sem tók við af stjórn Georgs Papandreú í síðustu viku.

Erlent

Fórnarlömb ofbeldis í fangelsi

Heimildarmynd sem Evrópusambandið lét gera um konur í fangelsum í Afganistan verður ekki sýnd – að sögn af ótta við að sýningin gæti stefnt öryggi kvennanna í hættu.

Erlent