Fjöldi manns í mótmælum 6. mars 2012 03:00 Þúsundir manna komu saman í höfuðborg Rússlands í gær til að mótmæla Vladimír Pútín og kosningaúrslitunum. nordicphotos/AFP Alvarlegir ágallar á framkvæmd forsetakosninganna í Rússlandi færa andstæðingum Vladimírs Pútín vopn í hendur. Opinber talning segir hann hafa fengið nærri 64 prósent atkvæða. Mótmælendur fjölmenntu á Púskin-torgi í Moskvu síðdegis í gær og kröfðust afsagnar Vladimírs Pútín, daginn eftir að hann vann sigur í forsetakosningum. Mótmælendur sökuðu stjórnvöld um víðtækt kosningasvindl og vilja að efnt verði til nýrra kosninga hið fyrsta. Um 12 þúsund lögreglumenn voru komnir á vettvang á undan mótmælendum, búnir undir átök ef til þeirra kæmi. „Þeir óttast okkur,“ hrópaði einn mótmælenda. „Ef þetta voru frjálsar kosningar, hvers vegna hafa þeir þá fyllt borgina af hermönnum?“ Alvarlegir vankantar voru á framkvæmd forsetakosninganna í Rússlandi á sunnudag, samkvæmt yfirlýsingu alþjóðlegra kosningaeftirlitsmanna. Kosningaeftirlit á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að framkvæmd kosninganna hafi að vísu verið að mestu leyti í samræmi við reglur, en dæmi séu samt um að kjósendur hafi greitt atkvæði oftar en einu sinni, greitt atkvæði fyrir aðra eða greitt atkvæði saman í hópum. Jafnvel sáust dæmi þess að kjósendum hafi verið ekið á milli kjörstaða í hópum til að greiða atkvæði á mörgum stöðum. Auk þess var talningu atkvæða ábótavant að einhverju leyti á nærri þriðjungi þeirra kjörstaða sem fylgst var með. Samkvæmt opinberri talningu fékk Pútín nærri 64 prósent atkvæða. Golog, sem er óháð rússnesk kosningaeftirlitsstofnun, fullyrðir að raunveruleg úrslit hafi verið mun óhagstæðari fyrir Pútín: Hann hafi ekki fengið nema rétt rúmlega 50 prósent, sem reyndar hefði rétt dugað honum til að sleppa við seinni umferð kosninganna, þar sem hann hefði keppt við þann frambjóðanda sem næstflest atkvæði hefði fengið. Eftirlitsmennirnir frá ÖSE segja að það hafi samt ekki bara verið framkvæmdin á kjördag, sem var meingölluð, heldur hafi aðdragandi kosninganna verið öðrum frambjóðendum en Pútín í óhag: „Það var aldrei nein alvöru samkeppni, og misnotkun opinberra stofnana tryggði að aldrei lék vafi á því hver yrði á endanum sigurvegari kosninganna,“ sagði Tonino Picula, yfirmaður kosningaeftirlitsnefndar ÖSE. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Alvarlegir ágallar á framkvæmd forsetakosninganna í Rússlandi færa andstæðingum Vladimírs Pútín vopn í hendur. Opinber talning segir hann hafa fengið nærri 64 prósent atkvæða. Mótmælendur fjölmenntu á Púskin-torgi í Moskvu síðdegis í gær og kröfðust afsagnar Vladimírs Pútín, daginn eftir að hann vann sigur í forsetakosningum. Mótmælendur sökuðu stjórnvöld um víðtækt kosningasvindl og vilja að efnt verði til nýrra kosninga hið fyrsta. Um 12 þúsund lögreglumenn voru komnir á vettvang á undan mótmælendum, búnir undir átök ef til þeirra kæmi. „Þeir óttast okkur,“ hrópaði einn mótmælenda. „Ef þetta voru frjálsar kosningar, hvers vegna hafa þeir þá fyllt borgina af hermönnum?“ Alvarlegir vankantar voru á framkvæmd forsetakosninganna í Rússlandi á sunnudag, samkvæmt yfirlýsingu alþjóðlegra kosningaeftirlitsmanna. Kosningaeftirlit á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að framkvæmd kosninganna hafi að vísu verið að mestu leyti í samræmi við reglur, en dæmi séu samt um að kjósendur hafi greitt atkvæði oftar en einu sinni, greitt atkvæði fyrir aðra eða greitt atkvæði saman í hópum. Jafnvel sáust dæmi þess að kjósendum hafi verið ekið á milli kjörstaða í hópum til að greiða atkvæði á mörgum stöðum. Auk þess var talningu atkvæða ábótavant að einhverju leyti á nærri þriðjungi þeirra kjörstaða sem fylgst var með. Samkvæmt opinberri talningu fékk Pútín nærri 64 prósent atkvæða. Golog, sem er óháð rússnesk kosningaeftirlitsstofnun, fullyrðir að raunveruleg úrslit hafi verið mun óhagstæðari fyrir Pútín: Hann hafi ekki fengið nema rétt rúmlega 50 prósent, sem reyndar hefði rétt dugað honum til að sleppa við seinni umferð kosninganna, þar sem hann hefði keppt við þann frambjóðanda sem næstflest atkvæði hefði fengið. Eftirlitsmennirnir frá ÖSE segja að það hafi samt ekki bara verið framkvæmdin á kjördag, sem var meingölluð, heldur hafi aðdragandi kosninganna verið öðrum frambjóðendum en Pútín í óhag: „Það var aldrei nein alvöru samkeppni, og misnotkun opinberra stofnana tryggði að aldrei lék vafi á því hver yrði á endanum sigurvegari kosninganna,“ sagði Tonino Picula, yfirmaður kosningaeftirlitsnefndar ÖSE. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent