Erlent

Bardagar geisa áfram í Sýrlandi

Miklir bardagar geisa nú í borginni Deraa í Sýrlandi milli uppreisnarmanna þar og stjórnarhersins.

Í gærdag gerði stjórnarherinn einnig árás á bæinn Rastan og þar þurftu uppreisnarmenn að láta undan síga. Þeir segjast raunar hafa yfirgefið bæinn af taktískum ástæðum.

Talið er að yfir 60 manns hafi látið lífið í átökunum í gærdag, þar af 17 í borginni Homs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×