Erlent

Þjóðarsorg í Póllandi

Bronislav Komorowski, forseti Póllands, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag og á morgun vegna lestarslyssins um helgina þar sem 16 manns létu lífið og fjöldi manna slasaðist.

Flaggað verður í hálfa stöng um allt Pólland. Öllum opinberum viðburðum sem og lista- og íþróttaviðburðum hefur verið aflýst þessa daga. Nú stendur yfir rannsókn á tildrögum slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×