Erlent

Mannfall í Peking

Að minnsta kosti tíu hafa látist í Peking og rúmlega 50 þúsund hafa þurft að flýja heimili sín í kjölfar mikilla rigninga og flóða í dag. Er þetta mesta vatnsveður á svæðinu í rúmlega 60 ár.

Erlent

Obama heimsækir Aurora

Búið er að aftengja sprengugildrur á heimili mannsins sem myrti 12 á forsýningu nýjustu Batman-kvikmyndarinnar í Bandaríkjunum á fimmtudag. Obama Bandaríkjaforseti mun ferðast til Colorado í dag til að votta aðstandendum fórnarlambanna samúð sína.

Erlent

Nöfn fórnarlamba birt

Lögreglunni í Denver í Colorado hefur tekist að aftengja allar þrjár sprengjur á heimili James Holmes sem grunaður er um að hafa drepið 12 manns í skotárás í kvikmyndahúsi á forsýningu nýjustu Batman myndarinnar á föstudag.

Erlent

Norsk gildi sigruðu Breivik

Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242.

Erlent

Af sjónarhóli Alþjóðlegu geimstöðvarinnar

Bandarískur ljósmyndir birti í gær ótrúlegt myndband sem sýnir Jörðina og stjarnfræðilega nágranna okkar í áður óséðu ljósi. Myndbandið var unnið í samstarfi við Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, en allar myndirnar voru teknar úr alþjóðlegu geimstöðinni sem æðir umhverfis jörðina á 30 þúsund kílómetra hraða.

Erlent

Pussy Riot í sex mánaða varðhald

Dómstóll í Moskvu hefur ákveðið að þrjár konur úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot skuli sæta gæsluvarðhaldi í sex mánuði. Konurnar eiga yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar óspektir.

Erlent

Sprengjusérfræðingar ríða á vaðið

Talið er að sprengjusérfræðingar í Aurora í Colorado verði að störfum langt fram eftir degi en þeir reyna nú að aftengja sprengjur sem fjöldamorðinginn James Holmes skildi eftir sig.

Erlent

Reyna á ný að fara inn á heimili ódæðismannsins

Lögreglan í Aurora í Colorado mun reyna á ný að fara inn á heimili mannsins sem myrti kvikmyndahúsagesti í bænum í gær. Ljóst er að maðurinn, James Holmes, hafði komið fyrir fjölda sprengjugildra í húsinu. Lögreglustjórinn í Aurora segir að gríðarlegt magn sprengiefna sé í íbúðinni.

Erlent

Geita-maður í felum

Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum óttast um öryggis manns sem talin er halda til í fjöllunum í norðurhluta ríkisins. Göngufólk tók eftir manninum fyrr í vikunni en þá var hann klæddur í geita-búning og virtist vera að reyna að ganga í raðir fjallageita á svæðinu.

Erlent

Boðað til mótmælafundar vegna ástandsins í Sýrlandi

"Sýnum almenningi í Sýrlandi samstöðu, krefjum alþjóðasamfélagið til aðgerða til að stöðva morð á börnum, konum og körlum.“ Þetta segir einn stofnanda og fyrrverandi framkvæmdastjóri Hinsegin daga sem boðað hefur til samstöðu og mótmælafundar á Austurvelli á miðvikudaginn.

Erlent

Vottar íbúum Aurora samúð sína

Christopher Nolan, leikstjóri nýjustu kvikmyndarinnar um Leðurblökumanninn, The Dark Knight Rises, hefur vottað aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Aurora samúð sína.

Erlent

Sjálfsmorðsárás í Pakistan

Að minnsta kosti 9 létust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðvestur Pakistan í dag, þarf af þrjú börn. Atvikið átti sér stað við bækistöð Mullah Nabi, yfirmanns í pakistanska hernum, en hann hefur stjórnað aðgerðum við að stemma stigum við ágangi Talibana í

Erlent

Fimm hundruð látnir á tveimur sólarhringum

Hátt í fimm hundruð manns hafa látist í átökunum í Sýrlandi síðustu tvo sólarhringa. Stjórnarherinn í landinu hefur í nótt gert árás á vígi uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus en uppreisnarmenn náðu í gær völdum á landamærastöðvum við Írak og Tyrkland.

Erlent

Fórnarlamba minnst

Fórnarlamba skotárásarinnar í Aurora í Colorado var minnst í nótt. Um 200 manns söfnuðust saman fyrir utan kvikmyndahúsið.

Erlent

Áfram barist í höfuðborginni

Bardagar héldu áfram í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að framlengja umboð friðargæslusveita um einn mánuð. Stjórnarherinn fagnaði ákaft eftir að hafa náð á vald sitt einu hverfi sem uppreisnarmenn höfðu haft á valdi sínu.

Erlent

Árásarmaðurinn er 24 ára gamall

Maðurinn sem skaut 12 manns til bana í úthverfi Denver í morgun heitir James Eagan Holmes og er 24 ára gamall. CBS fréttastofan hefur þetta eftir talsmönnum lögreglunnar í Denver. Skotárásin varð í kvikmyndahúsi þegar verið var að sýna nýju Batman myndina, The Dark Knight Rises. Lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki. Tugir manna særðust í skotárásinni.

Erlent

Starfsmenn á Heathrow ætla í verkfall

Starfsfólk á Heathrow flugvelli ætlar í 24 klukkustunda verkfall daginn áður en Ólympíuleikarnir hefjast í London. Áætlanir sýna að dagurinn eigi að vera sá stærsti í sögu flugvallarins segir í frétt The Financial Times.

Erlent

Missa sinn helsta bandamann

Andstæðingar Hezbollah-samtakanna í Líbanon hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarið, enda telja þeir skammt í að stjórn Bashers al Assad Sýrlandsforseta falli. Assad hefur verið helsti stuðningsmaður Hezbollah-samtakanna og ítök þeirra í Líbanon virðast að nokkru háð áframhaldandi stuðningi hans.

Erlent

Bætir við sig marskálkstitli

Kim Jong Un, hinn ungi leiðtogi Norður-Kóreu, hefur tekið sér titilinn marskálkur, til viðbótar við titla sem hann ber fyrir: Formaður Verkamannaflokksins, formaður varnarmálanefndar ríkisins, formaður hermálanefndar flokksins og æðsti yfirmaður hersins auk þess sem hann á sæti í forsætisnefnd framkvæmdaráðs flokksins.

Erlent

Ísraelar telja Írana ábyrga

Ísraelsk stjórnvöld telja að maður á vegum Hezbollah-samtakanna í Líbanon, sem njóta stuðnings Írans, hafi gert sjálfsvígsárás á rútu í Búlgaríu á miðvikudag.

Erlent

Versti dagur byltingarinnar til þessa

Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi hafa hertekið allar helstu eftirlitsstöðvar landsins við landamæri Írak. Á meðan harðna bardagar í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, þar sem stjórnarhermenn og uppreisnarmenn takast á í kjölfar sjálfsmorðsárásar sem kostaði þrjá háttsetta meðlimi sýrlensku ríkisstjórnarinnar lífið.

Erlent

Hótelstjóri og prestur rífast um 50 Shades of Grey

Hörð orðaskipti hótelstjóra og sóknarprests í Bretlandi hafa vakið mikla athygli síðustu daga. Málið hófst þegar hótelstjórinn fjarlægði allar Biblíur úr hótelherbergjum sínum og setti í stað þeirra erótísku metsölubókina 50 Shades of Grey.

Erlent

Karlmennskan að hverfa í hinum stafræna nútíma

Bandarískur fræðimaður heldur því fram að tölvuleikir, veraldarvefurinn og önnur stafræn tækni raski verulega þroska karlmanna. Þannig sé stór hluti þeirra karlmanna sem nú vex úr grasi ekki í stakk búinn til að takast á við þær kröfur sem nútíma samfélag leggur á þá.

Erlent