Erlent

Allir fá netfang hjá Facebook

Allir notendur Facebook hafa nýlega fengið netfang @facebook.com. Þetta er nýjung sem Facebook teymið tók upp á og vakti athygli í dag.

Erlent

Hægt að breyta athugasemdum á Facebook

Facebook hefur nú tekið upp nýjan fídus sem gerir notendum kleift að breyta athugasemdum sem þeir hafa sett inn. Ekki þarf því lengur að ergja sig svo yfir innsláttar- eða stafsetningarvillum að heilu athugasemdunum sé eytt út, þó enn sé boðið upp á þann möguleika.

Erlent

78% Þjóðverja vilja Grikkland af evrusvæðinu

Wolfang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, tjáði sig um stöðu Grikklands innan Evrópusambandsins í samtali við dagblaðið Bild am Sonntag í gær. Í viðtalinu ráðlagði Schäuble Grikkjum og sagði að þeir þyrftu að hætta að biðja um meiri aðstoð og snúa sér frekar að því að framkvæma gefin loforð.

Erlent

Uppgötvuðu undarlegt sólkerfi

Stjörnufræðingar hafa uppgötvað afar sérkennilegt sólkerfi í um 1.200 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Þar má finna tvær gerólíkar reikistjörnur, gasrisa og berghnött, á óvenju nálægum sporbrautum sem snúast á ógnarhraða um stjörnuna Kepler-36.

Erlent

Þrekvirki kínverskra geimfara

Blað var brotið í sögu kínverskra geimferða þegar Shenzhou-9 geimflaugin lagði að Tiangong-1 rannsóknarstöðinni. Geimfararnir notuðust ekki við sjálfvirkan búnað líkt og venja er, þess í stað var handstýring ferjunnar notuð.

Erlent

Úrslitin kynnt á morgun

Úrslit forsetakosninganna í Egyptalandi verða kunngjörð á morgun. Þetta tilkynnti kjörstjórn Egyptalands í dag.

Erlent

Mugly er ljótastur

Hvuttinn Mugly hefur verið valinn ljótasti hundur veraldar. Hann sigraði 28 forljóta hunda í Norður-Karólínu í gær og fékk að launum þúsund dollara sem og ársbirgðir af hundasnakki.

Erlent

Hitað upp fyrir alþjóðlega lúftgítarmótið

Aristóteles bar sigur úr býtum í lúftgítarkeppninni í New York á dögunum. Gítarhetjan mætir ellefu rokkurum í Colorado í næsta mánuði en þeir munu berjast um sæti á alþjóðlega lúftgítarmótinu í Finnlandi.

Erlent

Þorparinn í 2 Guns opinberaður

Sjónvarpsleikarinn Edward James Olmos hefur gengið til liðs við Baltasar Kormák og kemur til með að leika þorparann í næstu kvikmynd hans, 2 Guns.

Erlent