Erlent Nieto náði kjöri sem forseti Mexíkó Fyrstu tölur benda til þess að Enrique Pena Nieto hafi sigraði í forsetakosningunum í Mexíkó sem haldnar voru um helgina. Erlent 2.7.2012 06:47 Um 1.000 manns flýja heimili sín undan skógareldum á Spáni Um 1.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín undan skógareldum í Valencia héraði á Spáni yfir helgina. Um 2.000 slökkviliðsmenn berjast við skógareldana og hafa m.a. 40 þyrlur til þess. Erlent 2.7.2012 06:44 Berbrjósta mótmæli á undan Evrópuleiknum Hópur berbrjósta kvenna vopnaður gúmmíkylfum réðist á lögregluna í Kænugarði í gærdag í undanfara úrslitaleiksins í Evrópumótinu í fótbolta. Erlent 2.7.2012 06:34 Hægt að skilja börn eftir í kassa Nokkur Evrópuríki hafa sett upp box á víðavangi ætluð þeim sem vilja losa sig við hvítvoðunga. Þessi box ganga jafnan undir nafninu barnavöggur. Erlent 2.7.2012 06:00 Sonur MJ handtekinn Marcus Jordan, sonur körfuboltasnillingsins Michael Jordan, var handtekinn í dag fyrir utan hotel í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Þegar lögreglumenn komu að hótelinu sáu þeir að öryggisverðir voru að reyna að yfirbuga Marcus. Hann hafði áður átt í útistöðum við tvær konur við innkeyrsluna að hótelinu. Marcus mun hafa látið mjög ófriðlega og verið mjög drukkinn. Fjölmarga lögreglumenn þurfti til að handjárna hann. Hann var kærður og því næst var hann látinn laus. Erlent 2.7.2012 00:57 Risakrókódíll kemst í heimsmetabókina Heimsmetabók Guinnes hefur staðfest að krókódíll sem var veiddur í suðurhluta Filippeyja sé sannarlega stærsti krókódíll veraldar. Risavaxna skriðdýrið var veitt af hugrökkum veiðimönnum í smábænum Bunawan. Bærinn hefur notið góðs af þessu tröllaukna skrímsli enda sjaldnar meira að gera í ferðamannaiðnaðinum í bænum. Erlent 1.7.2012 21:00 Ræsa fyrsta kjarnorkuverið í Japan eftir Fukushima-slysið Hundruð manns mótmæltu endurræsingu á kjarnorkuveri í bænum Ohi í Japan í dag, en það verður fyrsta kjarnorkuverið í Japan sem verður endurræst eftir að slökkt var á öllum kjarnorkuverum í landinu eftir jarðskjálftann í Japan. Þá er skemmst að minnast þess að jarðskjálftinn, og flóðbylgja sem kom í kjölfarið, varð til þess að kjarnorkuverið í Fukushima bræddi úr sér. Það slys er talið alvarlegasta kjarnorkuslys sem hefur orðið í heiminum síðan í Tsjernobil árið 1986. Erlent 1.7.2012 17:43 Halda því fram að 800 manns hafi verið drepnir í síðustu viku Stjórnarandstaðan í Sýrlandi heldur því fram að átta hundruð manns hafi verið drepnir í átökum víða um landið í síðustu viku. Fáist það staðfest er um að ræða mestu blóðsúthellingar sem þjóðin hefur þurft að horfa upp á síðan uppreisnin gegn Bashar Assad hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan. Erlent 1.7.2012 16:12 Forsetakosningar í Mexíkó Það eru fleiri en Íslendingar sem kjósa sér forseta þessa helgi því forsetakosningar fara nú fram í Mexíkó í dag. Kosningarnar eru haldnar í skugga blóðugs fíkniefnastríðs sem geisar í landinu og bágs efnahagsástands. Erlent 1.7.2012 15:17 Borðuðu síðast saman á Sushi Samba - Tom tekur til varna Tom Cruise og Katie Holmes sáust síðast saman á íslenska veitingastaðnum Sushi Samba í miðborg Reykjavíkur þann 16. júní síðastliðinn. Þá voru þau með dóttur sína, Suri, með sér, en skömmu síðar átti Holmes eftir að sækja um skilnað, nokkuð sem virðist hafa komið stórleikaranum verulega á óvart. Erlent 1.7.2012 13:46 Stal málverki eftir Dali - skilaði því viku síðar með pósti Málverki eftir spænska súrrealistann Salvador Dali var stolið fyrir vikur síðan úr galleríi í New York. Samkvæmt fréttavef BBC þá var teikningunni skilað og það með pósti. Það var í síðustu viku sem verkinu Cartel des Don Juan Tenorio var stolið úr gallerínu. Erlent 30.6.2012 13:48 Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands sver embættiseið Mohamed Mursi mun sverja embættiseið sinn í dag og þar með verða fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands. Erlent 30.6.2012 10:02 Konur oftast þolendurnir Þolendur kynferðisbrota presta um allan heim eru í 95 prósentum tilvika konur. Þetta kemur fram í bókinni When Priests and Pastors Prey sem Heimsráð kirkjunnar og kristileg alþjóðasamtök stúdenta gefa út. Erlent 30.6.2012 06:00 Náðu stjórn á ómannaðri vél Bandarískum tölvunarfræðingum tókst að hakka sig inn í stjórnkerfi ómannaðrar flugvélar af sömu gerð og bandaríska leyniþjónustan notar til loftárása og ná þannig stjórn á flugvélinni. Erlent 30.6.2012 05:00 Byggja nýtt og rífa eftir tíu ár Í Buskerud í Noregi hafa umræður um hvar byggja skuli nýtt sjúkrahús staðið yfir í 20 ár. Nú hafa forstöðumenn sjúkrahússins í Drammen ákveðið að grípa til þeirrar bráðabirgðalausnar að láta reisa tveggja hæða hótel með 24 stofum fyrir sjúklinga, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins. Erlent 30.6.2012 04:30 Níu ára með loftbyssu stal rafmagnsbíl Níu ára dreng tókst að stela rafmagnsbíl í eigu Gautaborgar í Svíþjóð með því að kalla að byssa sem hann bar væri hlaðin. Stráksi settist undir stýri og ók á 30 til 35 km hraða á undan ökumönnum á öðrum rafmagnsbíl og fleiri sem veittu honum eftirför. Erlent 30.6.2012 04:00 Einn hefur týnt lífi í eldinum Gróðureldar í Colorado Springs í Coloradofylki í Bandaríkjunum hafa kostað að minnsta kosti eitt mannslíf síðan þeir kviknuðu þann 23. júní. Innan við tíu er saknað vegna eldanna, sem hafa eyðilagt 346 heimili í úthverfum Colorado Springs. Erlent 30.6.2012 03:30 Sprengjuregn í Damascus Hersveitir Assads Sýrlandsforseta létu sprengjum rigna yfir uppreisnarmenn í úthverfum höfuðborgarinnar Damascus í gær. Tólf eru sagðir hafa fallið í sprengjuregninu. Erlent 30.6.2012 03:00 Flóttamenn í felum fái hjálp Flokkarnir í sænsku ríkisstjórninni hafa komist að samkomulagi um að flóttamenn sem eru í felum fái niðurgreidda læknishjálp eins og þá sem hælisleitendur hafa rétt á. Þetta tilkynnti félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Göran Hägglund, í gær. Erlent 30.6.2012 02:30 Uppþvotturinn veitir hamingju Karlar sem þvo upp og sinna öðrum almennum heimilisstörfum eru hamingjusamari en aðrir karlar. Þetta er niðurstaða könnunar sem starfsmenn við Cambridge-háskólann í Englandi gerði á viðhorfum karla. Erlent 30.6.2012 02:00 Fæðingarkirkjan viðurkennd Mennta-, vísinda- og menningarsamtök Sameinuðu þjóðanna gáfu út yfirlýsingu í dag og viðurkenndu Fæðingarkrikjuna í Betlehem. Erlent 29.6.2012 17:11 Obama talinn hæfari að verjast geimverum Samkvæmt nýrri rannsókn er Bandaríkjaforseti Obama talinn líklegri til að verjast innrás geimvera heldur en keppinautur hans Mitt Romney. Erlent 29.6.2012 16:28 Kate Middleton sefur á götunni Kate Middleton ætlar ásamt leikkonu og aðgerðasinnanum Lisu Maxwell að verja nótt á götum London til að styðja herferðina "Sofa úti". Herferðin er til þess að vekja athygli almennings á stöðu heimilislausra. Erlent 29.6.2012 15:18 Hræðist skattahækkanir Nikki Haley ríkisstjóri Suður- Karólínu í Bandaríkjunum sagði í gær að niðurstaða hæstaréttar um að framfylgja nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu landsins, býður upp á miklar skattahækkanir. Erlent 29.6.2012 14:50 Frú Helför opinberuð í Ísrael Fjórtán konur á aldrinum 74 til 97 tóku þátt í umdeildri fegurðarsamkeppni í Ísrael í gær. Erlent 29.6.2012 14:44 Flugræningjar yfirbugaðir Flugfarþegar hjálpuðu til við að afstýra tilraun flugráns yfir Xinjiang í vesturhluta Kína í dag. Erlent 29.6.2012 13:58 Mikið mannfall í Sýrlandi Mikið mannfall var í gær þegar 190 manns voru drepnir á einum mannskæðasta degi uppreisnarinnar í Sýrlandi. Erlent 29.6.2012 13:12 A Clockwork Orange nú í söngleikjaformi Söngleikjaútgáfa skáldsögunnar A Clockwork Orange eftir Anthony Burgess var frumsýnd í Bretlandi í gær. Burgess samdi lögin sjálfur en það gerði hann fyrir rúmlega 26 árum. Erlent 29.6.2012 12:53 Kínversku geimfararnir komnir heim Þrír kínverskir geimfarar lentu heilu og höldnu í Mongólíu í nótt eftir að hafa dvalið í 13 daga í geimnum. Erlent 29.6.2012 12:11 Hryðjuverk á Ólympíuleikunum Tveir menn hafa verið handteknir fyrir grun um að skipuleggja hryðjuverkaárás á leikvang Ólympíuleikanna. Erlent 29.6.2012 11:21 « ‹ ›
Nieto náði kjöri sem forseti Mexíkó Fyrstu tölur benda til þess að Enrique Pena Nieto hafi sigraði í forsetakosningunum í Mexíkó sem haldnar voru um helgina. Erlent 2.7.2012 06:47
Um 1.000 manns flýja heimili sín undan skógareldum á Spáni Um 1.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín undan skógareldum í Valencia héraði á Spáni yfir helgina. Um 2.000 slökkviliðsmenn berjast við skógareldana og hafa m.a. 40 þyrlur til þess. Erlent 2.7.2012 06:44
Berbrjósta mótmæli á undan Evrópuleiknum Hópur berbrjósta kvenna vopnaður gúmmíkylfum réðist á lögregluna í Kænugarði í gærdag í undanfara úrslitaleiksins í Evrópumótinu í fótbolta. Erlent 2.7.2012 06:34
Hægt að skilja börn eftir í kassa Nokkur Evrópuríki hafa sett upp box á víðavangi ætluð þeim sem vilja losa sig við hvítvoðunga. Þessi box ganga jafnan undir nafninu barnavöggur. Erlent 2.7.2012 06:00
Sonur MJ handtekinn Marcus Jordan, sonur körfuboltasnillingsins Michael Jordan, var handtekinn í dag fyrir utan hotel í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Þegar lögreglumenn komu að hótelinu sáu þeir að öryggisverðir voru að reyna að yfirbuga Marcus. Hann hafði áður átt í útistöðum við tvær konur við innkeyrsluna að hótelinu. Marcus mun hafa látið mjög ófriðlega og verið mjög drukkinn. Fjölmarga lögreglumenn þurfti til að handjárna hann. Hann var kærður og því næst var hann látinn laus. Erlent 2.7.2012 00:57
Risakrókódíll kemst í heimsmetabókina Heimsmetabók Guinnes hefur staðfest að krókódíll sem var veiddur í suðurhluta Filippeyja sé sannarlega stærsti krókódíll veraldar. Risavaxna skriðdýrið var veitt af hugrökkum veiðimönnum í smábænum Bunawan. Bærinn hefur notið góðs af þessu tröllaukna skrímsli enda sjaldnar meira að gera í ferðamannaiðnaðinum í bænum. Erlent 1.7.2012 21:00
Ræsa fyrsta kjarnorkuverið í Japan eftir Fukushima-slysið Hundruð manns mótmæltu endurræsingu á kjarnorkuveri í bænum Ohi í Japan í dag, en það verður fyrsta kjarnorkuverið í Japan sem verður endurræst eftir að slökkt var á öllum kjarnorkuverum í landinu eftir jarðskjálftann í Japan. Þá er skemmst að minnast þess að jarðskjálftinn, og flóðbylgja sem kom í kjölfarið, varð til þess að kjarnorkuverið í Fukushima bræddi úr sér. Það slys er talið alvarlegasta kjarnorkuslys sem hefur orðið í heiminum síðan í Tsjernobil árið 1986. Erlent 1.7.2012 17:43
Halda því fram að 800 manns hafi verið drepnir í síðustu viku Stjórnarandstaðan í Sýrlandi heldur því fram að átta hundruð manns hafi verið drepnir í átökum víða um landið í síðustu viku. Fáist það staðfest er um að ræða mestu blóðsúthellingar sem þjóðin hefur þurft að horfa upp á síðan uppreisnin gegn Bashar Assad hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan. Erlent 1.7.2012 16:12
Forsetakosningar í Mexíkó Það eru fleiri en Íslendingar sem kjósa sér forseta þessa helgi því forsetakosningar fara nú fram í Mexíkó í dag. Kosningarnar eru haldnar í skugga blóðugs fíkniefnastríðs sem geisar í landinu og bágs efnahagsástands. Erlent 1.7.2012 15:17
Borðuðu síðast saman á Sushi Samba - Tom tekur til varna Tom Cruise og Katie Holmes sáust síðast saman á íslenska veitingastaðnum Sushi Samba í miðborg Reykjavíkur þann 16. júní síðastliðinn. Þá voru þau með dóttur sína, Suri, með sér, en skömmu síðar átti Holmes eftir að sækja um skilnað, nokkuð sem virðist hafa komið stórleikaranum verulega á óvart. Erlent 1.7.2012 13:46
Stal málverki eftir Dali - skilaði því viku síðar með pósti Málverki eftir spænska súrrealistann Salvador Dali var stolið fyrir vikur síðan úr galleríi í New York. Samkvæmt fréttavef BBC þá var teikningunni skilað og það með pósti. Það var í síðustu viku sem verkinu Cartel des Don Juan Tenorio var stolið úr gallerínu. Erlent 30.6.2012 13:48
Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands sver embættiseið Mohamed Mursi mun sverja embættiseið sinn í dag og þar með verða fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands. Erlent 30.6.2012 10:02
Konur oftast þolendurnir Þolendur kynferðisbrota presta um allan heim eru í 95 prósentum tilvika konur. Þetta kemur fram í bókinni When Priests and Pastors Prey sem Heimsráð kirkjunnar og kristileg alþjóðasamtök stúdenta gefa út. Erlent 30.6.2012 06:00
Náðu stjórn á ómannaðri vél Bandarískum tölvunarfræðingum tókst að hakka sig inn í stjórnkerfi ómannaðrar flugvélar af sömu gerð og bandaríska leyniþjónustan notar til loftárása og ná þannig stjórn á flugvélinni. Erlent 30.6.2012 05:00
Byggja nýtt og rífa eftir tíu ár Í Buskerud í Noregi hafa umræður um hvar byggja skuli nýtt sjúkrahús staðið yfir í 20 ár. Nú hafa forstöðumenn sjúkrahússins í Drammen ákveðið að grípa til þeirrar bráðabirgðalausnar að láta reisa tveggja hæða hótel með 24 stofum fyrir sjúklinga, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins. Erlent 30.6.2012 04:30
Níu ára með loftbyssu stal rafmagnsbíl Níu ára dreng tókst að stela rafmagnsbíl í eigu Gautaborgar í Svíþjóð með því að kalla að byssa sem hann bar væri hlaðin. Stráksi settist undir stýri og ók á 30 til 35 km hraða á undan ökumönnum á öðrum rafmagnsbíl og fleiri sem veittu honum eftirför. Erlent 30.6.2012 04:00
Einn hefur týnt lífi í eldinum Gróðureldar í Colorado Springs í Coloradofylki í Bandaríkjunum hafa kostað að minnsta kosti eitt mannslíf síðan þeir kviknuðu þann 23. júní. Innan við tíu er saknað vegna eldanna, sem hafa eyðilagt 346 heimili í úthverfum Colorado Springs. Erlent 30.6.2012 03:30
Sprengjuregn í Damascus Hersveitir Assads Sýrlandsforseta létu sprengjum rigna yfir uppreisnarmenn í úthverfum höfuðborgarinnar Damascus í gær. Tólf eru sagðir hafa fallið í sprengjuregninu. Erlent 30.6.2012 03:00
Flóttamenn í felum fái hjálp Flokkarnir í sænsku ríkisstjórninni hafa komist að samkomulagi um að flóttamenn sem eru í felum fái niðurgreidda læknishjálp eins og þá sem hælisleitendur hafa rétt á. Þetta tilkynnti félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Göran Hägglund, í gær. Erlent 30.6.2012 02:30
Uppþvotturinn veitir hamingju Karlar sem þvo upp og sinna öðrum almennum heimilisstörfum eru hamingjusamari en aðrir karlar. Þetta er niðurstaða könnunar sem starfsmenn við Cambridge-háskólann í Englandi gerði á viðhorfum karla. Erlent 30.6.2012 02:00
Fæðingarkirkjan viðurkennd Mennta-, vísinda- og menningarsamtök Sameinuðu þjóðanna gáfu út yfirlýsingu í dag og viðurkenndu Fæðingarkrikjuna í Betlehem. Erlent 29.6.2012 17:11
Obama talinn hæfari að verjast geimverum Samkvæmt nýrri rannsókn er Bandaríkjaforseti Obama talinn líklegri til að verjast innrás geimvera heldur en keppinautur hans Mitt Romney. Erlent 29.6.2012 16:28
Kate Middleton sefur á götunni Kate Middleton ætlar ásamt leikkonu og aðgerðasinnanum Lisu Maxwell að verja nótt á götum London til að styðja herferðina "Sofa úti". Herferðin er til þess að vekja athygli almennings á stöðu heimilislausra. Erlent 29.6.2012 15:18
Hræðist skattahækkanir Nikki Haley ríkisstjóri Suður- Karólínu í Bandaríkjunum sagði í gær að niðurstaða hæstaréttar um að framfylgja nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu landsins, býður upp á miklar skattahækkanir. Erlent 29.6.2012 14:50
Frú Helför opinberuð í Ísrael Fjórtán konur á aldrinum 74 til 97 tóku þátt í umdeildri fegurðarsamkeppni í Ísrael í gær. Erlent 29.6.2012 14:44
Flugræningjar yfirbugaðir Flugfarþegar hjálpuðu til við að afstýra tilraun flugráns yfir Xinjiang í vesturhluta Kína í dag. Erlent 29.6.2012 13:58
Mikið mannfall í Sýrlandi Mikið mannfall var í gær þegar 190 manns voru drepnir á einum mannskæðasta degi uppreisnarinnar í Sýrlandi. Erlent 29.6.2012 13:12
A Clockwork Orange nú í söngleikjaformi Söngleikjaútgáfa skáldsögunnar A Clockwork Orange eftir Anthony Burgess var frumsýnd í Bretlandi í gær. Burgess samdi lögin sjálfur en það gerði hann fyrir rúmlega 26 árum. Erlent 29.6.2012 12:53
Kínversku geimfararnir komnir heim Þrír kínverskir geimfarar lentu heilu og höldnu í Mongólíu í nótt eftir að hafa dvalið í 13 daga í geimnum. Erlent 29.6.2012 12:11
Hryðjuverk á Ólympíuleikunum Tveir menn hafa verið handteknir fyrir grun um að skipuleggja hryðjuverkaárás á leikvang Ólympíuleikanna. Erlent 29.6.2012 11:21