Erlent

Saka Apple um samkeppnisbrot

Bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa höfðað mál á hendur tæknirisanum Apple fyrir meint samkeppnisbrot við verðlagningu á rafbókum í vefverslun fyrirtækisins.

Erlent

Hringdi í lögregluna eftir að konan vildi meira kynlíf

Örvæntingafullur Þjóðverji þurfti að grípa til þess ráðs að hringja í lögregluna eftir að hafa farið heim með konu af bar kvöldið áður. Ástæðan var sú að konan vildi meira kynlíf þrátt fyrir að þau höfðu stundað kynlíf nokkrum sinnum yfir nóttina.

Erlent

Vopnahléið í Sýrlandi heldur enn

Vopnahléið í Sýrlandi heldur enn, þrátt fyrir áframhaldandi átök stjórnarhermanna og andspyrnumanna. Að minnsta kosti fimm létust í dag þegar öryggissveitir skutu á hóp mótmælenda.

Erlent

Stolið málverk metið á milljarða kom í leitirnar

Afar verðmætt málverk eftir franska málarann Cezanne fannst í Serbíu á dögunum. Málverkinu, sem heitir drengurinn í rauða vestinu, var stolið af safni í svissnesku borginni Zurich árið 2008. Verkið er metið á 109 milljónir dollara eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna.

Erlent

Cameron heimsækir Búrma

David Cameron forsætisráðherra Bretlands er nú í opinberri heimsókn í Búrma en þangað hefur breskur forsætisráðherra ekki komið í sextíu ár. Hann hitti forseta landsins í dag og að því loknu fundaði hann með baráttukonunni Aung San Suu Kyi í höfuðborginni Rangoon.

Erlent

Norður-Kórea undirbýr kjarnorkusprengingu

Umdeilt eldflaugaskot Norður-Kóreumanna fór út um þúfur í nótt en nú berast fregnir af því að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að sprengja kjarnorkusprengju neðanjarðar í vor.

Erlent

Réttað yfir hryðjuverkamönnum í Danmörku

Fjórir menn sem sakaðir eru um að leggja á ráðin um að ráðast á skrifstofur Jótlandspóstsins eru fyrir rétti í Danmörku í dag. Mennirnir sem allir voru búsettir í Svíþjóð vildu hefna fyrir birtingu blaðsins á 12 skopteikningum sem áttu að sýna spámanninn Múhameð árið 2005.

Erlent

Enn barist í Sýrlandi

Átök brutust út í morgun á milli sýrlenskra stjórnarhermanna og uppreisnarmanna nálægt landamærum Tyrklands. Vopnahlé var lýst yfir í landinu í gær en margir efast um heilindi stjórnvalda og hersveitir þeirra hafa enn ekki hörfað frá mörgum borgum og bæjum.

Erlent

Eldflaugaskotið klúðraðist

Yfirvöld í Norður Kóreu staðfesta að eldflaugaskot þeirra í gærkvöldi hafi farið út um þúfur. Miklar deilur hafa verið um eldflaugaskotið síðustu daga en flauginni var skotið á loft í gærkvöldi.

Erlent

Mel Gibson aftur sakaður um gyðingahatur

Stórstjarnan Mel Gibson er kominn enn og aftur í vandræði og hefur hann enn á ný verið sakaður um gyðingahatur. Bandarískt kvikmyndatímarit hefur birt bréf sem handritshöfundurinn Joe Eztherhas sendi Gibson þar sem hann sakar hann um að hafa hætt við að framleiða mynd um hetjuna Judah Maccabee, vegna þess að hann hati gyðinga.

Erlent

Þörungar lykill að framtíðinni

Margar tegundir kóralrifja ættu að geta aðlagast hlýrri sjó og þar með þrifist áfram hvað sem gróðurhúsaáhrifum líður, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Erlent

Norður-Kórea skaut upp eldflaug fyrir stundu

Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í kvöld upp eldflaug, sem þeir segja að eigi að koma veður-gervihnetti á sporbaug um jörðu. Eldflauginni var skotið upp fyrir um klukkutíma síðan, að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu.

Erlent

Með sömu greindarvísitölu og Albert Einstein

Fjögurra ára gömul stúlka í Bretlandi hefur fengið inngöngu í Mensa en það er alþjóðlegur hópur fólks með háa greind. Stúlkan er með álíka háa greindarvísitölu og Albert Einstein og Stephen Hawking.

Erlent

J.K. Rowling kynnir nýja skáldsögu

Breski rithöfundurinn J.K. Rowling, sem gerði garðinn frægan með Harry Potter bókaröðinni, hefur lokið við nýjustu skáldsögu sína. Hún ber heitið "The Casual Vacancy" og fer í almenna sölu 27. september næstkomandi.

Erlent

Níu bjargað úr námu

Níu mönnum var bjargað úr námu í Perú í gær, eftir að hafa verið fastir þar í tæpa viku. Mennirnir eru sagðir við góða heilsu. Einn þeirra átti erfitt með gang og var með súrefnisgrímu þegar hann kom upp úr námunni.

Erlent

Adele er ríkasti ungi tónlistarmaður Bretlands

Söngspíran Adele sem slegið hefur rækilega í gegn síðustu misserin hefur uppskorið samkvæmt því en hún er talin ríkasti tónlistarmaður Breta af yngri kynslóðinni, eða undir þrítugu, samkvæmt lista yfir ríkustu Bretana sem Sunday Times birtir árlega.

Erlent

Kim Jong-un fær æ fleiri titla

Hinn ungi leiðtogi Norður Kóreu, Kim Jong-un hefur fengið nokkrar nýjar fjaðrir í hatt sinn. Hann hefur verið útnefndur formaður miðstjórnar hersins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins.

Erlent