Erlent

Obama söng um baráttumál sín

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, steig á stokk með þáttastjórnandanum Jimmy Fallon í gær. Félagarnir sungu saman undirspili hljómsveitarinnar The Roots.

Erlent

Gingrich mun draga sig í hlé

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum fullyrða að Newt Gingrich, sem nú sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar þar í landi, ætli að draga sig út úr kosningabaráttunni.

Erlent

Mein Kampf endurútgefin

Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi undirbúa nú endurútgáfu ritverksins Mein Kampf sem Adolf Hitler skrifaði árið 1924.

Erlent

Líkur á að Maddie sé á lífi

Lundúnalögreglan, Scotland Yard, segir að enn sé möguleiki á að Madeleine McCann sé á lífi. Tæknideild lögreglunnar opinbera ljósmynd í dag sem sýnir hvernig Maddie litle myndi líta út í dag, fimm árum eftir að hún hvarf í Portúgal.

Erlent

Kúariða fannst í Kaliforníu

Kúariða fannst í kúabúi í Kaliforníu í vikunni en þetta er í fjórða sinn síðan árið 2003 sem kúariða finnst í Bandaríkjunum.

Erlent

Júlía Tymoshenko komin í hungurverkfall

Júlía Tymoshenko fyrrum forsætisráðherra Úkraníu er komin í hungurverkfall í fangelsinu þar sem hún afplánar sjö ára fangelsisdóm fyrir að hafa misbeitt valdi sínu þegar hún var ráðherra.

Erlent

Hjálpuðu særðum hermönnum

Harry Bretaprins hefur hlotið verðlaun Atlantshafsráðsins fyrir leiðandi mannúðarstarf í sjálfboðaliðastarfi til aðstoðar særðum hermönnum.

Erlent

Skelfileg aðkoma eftir árásina

Norski öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen segir að ástandið í miðborg Óslóar hafi einna helst líkst stríðsvettvangi eftir að Anders Behring Breivik hafði sprengt 950 kílógramma sprengju fyrir utan stjórnsýslubygginguna, þar sem forsætisráðherrann hafði aðsetur.

Erlent

Barist hart um olíu og landamæri

„Nágrannar okkar í Khartoum hafa lýst yfir stríði gegn lýðveldinu Suður-Súdan,“ sagði Salva Kiir, forseti Suður-Súdans, í Kína í gær á fundi sínum með Hu Jintao, forseta Kína.

Erlent

Segir engan vafa leika á sök ákærða

Enginn vafi er á að maður sem er ákærður fyrir að hafa myrt miðaldra hjón í nágrenni Óðinsvéa fyrir rúmu ári sé sekur. Þetta segir saksóknarinn í málinu, sem hefur vakið mikla athygli í Danmörku.

Erlent

Tóbaksrisi í mál vegna bannsins

Tóbaksrisinn Philip Morris mætir norsku lýðheilsustofnuninni fyrir rétti í júní. Fulltrúar Philip Morris telja að bann við að hafa tóbak sýnilegt í verslunum í Noregi brjóti í bága við reglur EES um frjálst vöruflæði. Bannið tók gildi í janúar 2010.

Erlent

Heiladauð kona eignaðist tvíbura

Þunguð kona í Bandaríkjunum sem hneig niður eftir að hafa fengið slagæðargúlp í heila eignaðist tvíbura fyrr nokkrum vikum - tæpum mánuði eftir að hún var úrskurðuð heiladauð.

Erlent

Mæður heiðraðar í aðdraganda Ólympíuleikanna

Ólympíuleikarnir verða settir í Lundúnum 27. júlí næstkomandi og íþróttamenn um allan heim leggja nú lokahönd á undirbúning sinn. Helsti styrktaraðili leikanna, Procter & Gamble, birti fyrir stuttu myndskeið þar sem hinar sönnu hetjur leikanna eru heiðraðar - mömmurnar.

Erlent

Jörðin gleypti hana

Skólastúlka átti sér einskis ills von þar sem hún var á göngu í Norður Kína á dögunum en eins og meðfylgjandi myndband sýnir er eins og jörðin hafi gleypt hana. Gangstéttin brotnaði undan henni og hún féll niður í sex metra djúpa holu.

Erlent

Erfitt að spá fyrir um niðurstöðu í maí - fréttaskýring

Í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag gerðist það í fyrsta sinn að sitjandi forseti varð undir í atkvæðagreiðslunni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var með næstflest atkvæði í kosningunni, og 27 prósenta fylgi. Í fyrsta sætinu var François Hollande, með 28,44 prósenta fylgi. Í frönskum fjölmiðlum er því haldið fram að staða Hollande sé sterkari en forsetans fyrir kosningarnar 6. maí þegar kosið verður á milli þeirra, enda hafi hann haft betur í fyrstu umferðinni.

Erlent

Norður-Kórea hótar árásum

Yfirmenn hersins í Norður-Kóreu hótuðu í gær að eyða stjórnvöldum í Suður-Kóreu á örskotsstundu, ef ekki yrði lát á meintum ögrunum þaðan.

Erlent

Segist fórnarlamb kynþáttamisréttis

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik segir umræðu um geðheilsu sína einkennast af kynþáttamisrétti. Þetta sagði hann fyrir dómi í gær, en þar með lauk vitnisburði hans í málinu.

Erlent