Erlent Stjórnarmyndun gengur illa Alexis Tsipras, leiðtogi bandalags vinstriflokka á Grikklandi, gafst í gær upp á því að mynda ríkisstjórn. Keflið fer nú til Evangelos Venizelos, leiðtoga sósíalistaflokksins Pasok. Erlent 10.5.2012 00:00 Söguleg yfirlýsing Obama: Styður hjónabönd samkynhneigðra Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum í kvöld að hann myndi styðja hjónabönd samkynhneigðra. Yfirlýsing hans er söguleg því hann er fyrsti forsetinn í sögu landsins sem opinberar þessa skoðun á málinu. Erlent 9.5.2012 21:46 Furðulegt hvarf farþegaflugvélar Um 200 björgunarsveitarmenn leituðu í dag að rússneskri farþegaþotu sem hvarf af ratsjá suður af Jakarta, höfuðborg Indónesíu, snemma í morgun. Um 50 manns eru um borð í vélinni. Þotan er glæný og er af gerðinni Superjet 100, framleidd af Sukhoi í Rússlandi. Framleiðendur hennar voru að kynna hana fyrir indónesískum flugmálayfirvöldum en þau hafa pantað um 40 flugvélar sem átti að afhenda á þessu ári. Leitinni hefur verið hætt í bili þar sem afar slæmar veðuraðstæður eru á svæðinu. Óttast er að vélin hafi brotlent en leit verður haldið áfram á morgun. Erlent 9.5.2012 21:45 Breivik stundi af gleði í miðjum hildarleiknum Réttarhöld í máli norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breiviks hófust að nýju í Osló í dag. Fyrir réttinn komu nokkrir þeirra sem komust lífs af í hildarleiknum í Útey síðasta sumar. Erlent 9.5.2012 13:31 Ráðist á bílalest SÞ Sprengjuárás var í dag gerð á bílalest á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi í dag. Aðeins fáeinum sekúndum áður en sprengjan sprakk ók yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna eftir veginum. Hann slapp þó ómeiddur en að minnsta kosti þrír sýrlenskir hermenn eru sagðir hafa særst. Sendinefndin er í landinu til að fylgja eftir vopnahléi sem samið var um í síðasta mánuði en afar illa hefur gengið að framfylgja því. Árásin átti sér stað í borginni Deraa. Erlent 9.5.2012 13:30 Annar nuddari kærir Travolta Vandræði stórleikarans John Travolta aukast enn því annar karlmaður hefur nú stigið fram og ásakað hann um kynferðislega áreitni. Í gær komu fram ásakanir sama eðlis frá nuddara á hóteli í Atlanta sem staðhæfir að Travolta hafi áreitt sig í janúar á síðasta ári. Erlent 9.5.2012 13:27 Sautján fórust í eldsvoða á Filippseyjum Sautján fórust í gær á Filippseyjum þegar fataverslun brann til grunna. Verslunin var á þremur hæðum en hinir látnu, sem flestar voru konur sem störfuðu í versluninni, bjuggu á efstu hæð hússins og áttu sér ekki undankomu auðið. Aðeins þrír starfsmenn komust lífs af úr brunanum en algengt er á Filippseyjum að starfsmenn verslana búi einnig í þeim. Erlent 9.5.2012 10:32 Átak til að fækka dauðsföllum á lestarteinum Hátt í fimmtíu manns fórust í Bretlandi á síðasta ári við að stytta sér leið yfir lestarteina. Aukning er á þessum slysum og því hefur verið blásið til herferðar þar sem breski meistarinn í 400 metra grindahlaupi , Dai Greene, er í forgrunni. Erlent 9.5.2012 10:30 Norður-Karólína: Hjónaband samkynhneigðra brot gegn stjórnarskrá Kjósendur í Norður-Karólínu samþykktu í gær að banna hjónaband samkynhneigðra. Um breytingu á stjórnarskrá ríkisins var að ræða sem í raun bannar með öllu hjónabönd eða staðfesta sambúð fólks af sama kyni. Erlent 9.5.2012 10:12 Freista þess að mynda stjórn með gömlu flokkunum Leiðtogi kosningabandalags vinstrimanna á Grikklandi hefur heitið því að reyna að mynda ríkisstjórn sem hafi það fremst í stefnuskrá sinni að rifta öllum samningum um fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Samningarnir hafa þýtt mikinn niðurskurð í landinu og kjósendur svöruðu þeim um síðustu helgi með því að refsa ráðandi öflum harkalega. Erlent 9.5.2012 08:11 Metverð fyrir nútímalistaverk Málverkið "Appelsínugulur, rauður, gulur" eftir Mark Rothko er nú orðið dýrasta nútímalistaverk sögunnar, það er þegar litið er til verka sem máluð eru eftir seinna stríð.. Verkið seldist á uppboði í New York í gær á 86,9 milljónir dollara eða um tíu milljarða íslenskra króna. Erlent 9.5.2012 08:08 Sprengjumaðurinn vann fyrir CIA Svo virðist vera, sem hryðjuverkamaðurinn sem handtekinn var á dögunum grunaður um að ætla að sprengja flugvél í loft upp með sprengiefni sem átti að fela í nærbuxum hans, hafi verið gagnnjósnari á vegum Sádí Araba og CIA. Erlent 9.5.2012 08:03 Ætlar að kynna hagvaxtarleið Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, hefur boðað leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á óformlegan fund með sér þann 23. maí, þar sem hann ætlar að kynna þeim hugmyndir sínar um það hvernig koma eigi hagvexti í gang í Evrópu. Erlent 9.5.2012 06:45 Segist hætt við hungurverkfall Júlía Timosjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, er hætt í hungurverkfalli. Í dag verður hún flutt úr fangelsi á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að henni. Erlent 9.5.2012 05:30 Netanjahú styrkir óvænt stöðu sína Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að samkomulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. Erlent 9.5.2012 03:15 Lofar að afturkalla niðurskurð „Þetta er söguleg stund fyrir vinstri menn og hreyfingu almennings og mikil ábyrgð lögð á mínar herðar,“ segir Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, bandalags róttækra vinstri flokka í Grikklandi. Erlent 9.5.2012 00:00 Náðu að forða sér út sekúndum fyrir árekstur Það hlýtur að vera ógnvekjandi að vera fastur í stórum vöruflutningabíl á lestarteinum. Hvað þá þegar þú sérð að lest er að koma inn í hliðina á þér á ógnarhraða. Erlent 8.5.2012 21:59 Myndir af Maddie notaðar til að auglýsa sumarfrí Hjónin Kate og Gerry McCann upplifðu hrylling þegar þau áttuðu sig á því að síðasta myndin sem tekin var af Madeleine, dóttur þeirra, hafði verið notuð til að auglýsa sumarfrí í Portúgal. Það var ferðaskrifstofan lowcostholidays.com sem auglýsti ferðirnar á vefsíðunni VoucherDigg. Erlent 8.5.2012 15:30 Bandaríkjamenn sinna loftrýmisgæslu Sveit frá bandaríska flughernum mun sinna loftrýmisgæslu NATO á Íslandi næsta mánuðinn. Það er stefna NATO að aðildarríki NATO sjái um loftrýmisgæslu á Íslandi til þess að tryggja loftrými aðildarríkjanna. Erlent 8.5.2012 14:19 Ráðist á forsætisráðuneytið í Líbíu Byssumenn hafa ráðist á höfuðstöðvar forsætisráðherrans í Líbíu en samkvæmt frétt BBC er talið að þarna séu á ferð fyrrverandi uppreisnarmenn sem krefjast borgunar fyrir að hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Muammar Gaddaffi. Erlent 8.5.2012 13:57 Santorum lýsir stuðningi við Romney Rick Santorum, repúplikaninn sem atti kappi við Mitt Romney um að hljóta útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum, hefur nú formlega lýst stuðningi við keppinaut sinn. Erlent 8.5.2012 11:57 Google prófar sjálfstýrða bíla Tölvurisinn Google hefur í fyrsta sinn fengið leyfi til þess að prófa sjálfstýrðan bíl í almennri umferð í Bandaríkjunum. Bíllinn, sem er af Toyota Prius gerð, notast við GPS og radartækni til þess fara á milli staða og án þess að bílstjóri komi nokkuð nærri. Erlent 8.5.2012 11:54 Fréttakona Al-Jazeera rekin frá Kína Arabíska fréttastöðin Al-Jazeera segist hafa neyðst til að loka útibúi sínu í Kína eftir að fréttakona á þeirra vegum var rekin úr landinu. Fréttakonunni Melissu Chan var vísað úr landi og blaðamannapassi hennar ógiltur en þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem Kínverjar grípa til svo harkalegra aðgerða gegn erlendum blaðamanni. Erlent 8.5.2012 11:50 Karlmaður sakar Travolta um kynferðislega áreitni Stórleikarinn John Travolta er sakaður um kynferðislega áreitni. Nuddari sem ber Travolta sökunum hefur stefnt honum og krefst þess að fá greiddar tvær milljónir bandaríkjadala, eða um 250 milljónir króna, fyrir að hafa áreitt sig þegar Travolta var í nuddi á hóteli í Beverly Hills í janúar síðastliðnum. Samkvæmt málskjölum virðist nuddarinn vera karlmaður en hann hefur ekki verið nafngreindur, eftir því sem fram kemur á fréttavef Daily Telegraph. Travolta er sakaður um að hafa nuddað fótlegg hans, snert kynfæri hans og reynt að fá hann til kynmaka. Erlent 8.5.2012 09:52 Svissneskir höfrungar á heróíni Rannsókn er nú lokið á dularfullum dauðdaga tveggja höfrunga sem drápust í laug sinni í dýragarði í Sviss fyrir nokkrum mánuðum. Dýrin drápust stuttu eftir að fjölmenn danstónlistarhátíð hafði farið fram í garðinum. Erlent 8.5.2012 09:02 Sprengja í nærbuxum: Ætlaði að granda flugvél Bandarískum leyniþjónustumönnum tókst nýverið að koma í veg fyrir að meðlimi hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída í Yemen tækist að sprengja sig í loft upp um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Erlent 8.5.2012 09:00 Hættir við boðaðar kosningar Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hefur dregið til baka ákvörðun sína um að blása óvænt til kosninga en í gær samþykkti hann að mynda stjórn með helsta stjórnarandstöðuflokki landsins. Erlent 8.5.2012 08:55 Vinstrimenn reyna stjórnarmyndun í Grikklandi Kosningabandalag vinstrimanna reynir nú að mynda ríkisstjórn á Grikklandi. Kosningabandalagið, sem kallast Syriza, hefur barist gegn niðurskurðaráformum stjórnarinnar í Grikklandi og uppskar eftir því í kosningunum sem fram fóru um helgina. Erlent 8.5.2012 07:26 Mistókst að mynda stjórn „Við reyndum allt mögulegt,“ sagði Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsflokksins Nýs lýðræðis í Grikklandi í gær, eftir að hann gaf frá sér stjórnarmyndunarviðræður í landinu. Erlent 8.5.2012 05:00 Ekki leið til að stilla til friðar Þingkosningar fóru fram í Sýrlandi í gær. Bashar Assad forseti segir kosningarnar mikilvægar til að koma á umbótum í landinu en uppreisnarmenn segja þær marklausan blekkingarleik sem ekki muni koma á friði í landinu. Erlent 8.5.2012 03:30 « ‹ ›
Stjórnarmyndun gengur illa Alexis Tsipras, leiðtogi bandalags vinstriflokka á Grikklandi, gafst í gær upp á því að mynda ríkisstjórn. Keflið fer nú til Evangelos Venizelos, leiðtoga sósíalistaflokksins Pasok. Erlent 10.5.2012 00:00
Söguleg yfirlýsing Obama: Styður hjónabönd samkynhneigðra Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum í kvöld að hann myndi styðja hjónabönd samkynhneigðra. Yfirlýsing hans er söguleg því hann er fyrsti forsetinn í sögu landsins sem opinberar þessa skoðun á málinu. Erlent 9.5.2012 21:46
Furðulegt hvarf farþegaflugvélar Um 200 björgunarsveitarmenn leituðu í dag að rússneskri farþegaþotu sem hvarf af ratsjá suður af Jakarta, höfuðborg Indónesíu, snemma í morgun. Um 50 manns eru um borð í vélinni. Þotan er glæný og er af gerðinni Superjet 100, framleidd af Sukhoi í Rússlandi. Framleiðendur hennar voru að kynna hana fyrir indónesískum flugmálayfirvöldum en þau hafa pantað um 40 flugvélar sem átti að afhenda á þessu ári. Leitinni hefur verið hætt í bili þar sem afar slæmar veðuraðstæður eru á svæðinu. Óttast er að vélin hafi brotlent en leit verður haldið áfram á morgun. Erlent 9.5.2012 21:45
Breivik stundi af gleði í miðjum hildarleiknum Réttarhöld í máli norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breiviks hófust að nýju í Osló í dag. Fyrir réttinn komu nokkrir þeirra sem komust lífs af í hildarleiknum í Útey síðasta sumar. Erlent 9.5.2012 13:31
Ráðist á bílalest SÞ Sprengjuárás var í dag gerð á bílalest á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi í dag. Aðeins fáeinum sekúndum áður en sprengjan sprakk ók yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna eftir veginum. Hann slapp þó ómeiddur en að minnsta kosti þrír sýrlenskir hermenn eru sagðir hafa særst. Sendinefndin er í landinu til að fylgja eftir vopnahléi sem samið var um í síðasta mánuði en afar illa hefur gengið að framfylgja því. Árásin átti sér stað í borginni Deraa. Erlent 9.5.2012 13:30
Annar nuddari kærir Travolta Vandræði stórleikarans John Travolta aukast enn því annar karlmaður hefur nú stigið fram og ásakað hann um kynferðislega áreitni. Í gær komu fram ásakanir sama eðlis frá nuddara á hóteli í Atlanta sem staðhæfir að Travolta hafi áreitt sig í janúar á síðasta ári. Erlent 9.5.2012 13:27
Sautján fórust í eldsvoða á Filippseyjum Sautján fórust í gær á Filippseyjum þegar fataverslun brann til grunna. Verslunin var á þremur hæðum en hinir látnu, sem flestar voru konur sem störfuðu í versluninni, bjuggu á efstu hæð hússins og áttu sér ekki undankomu auðið. Aðeins þrír starfsmenn komust lífs af úr brunanum en algengt er á Filippseyjum að starfsmenn verslana búi einnig í þeim. Erlent 9.5.2012 10:32
Átak til að fækka dauðsföllum á lestarteinum Hátt í fimmtíu manns fórust í Bretlandi á síðasta ári við að stytta sér leið yfir lestarteina. Aukning er á þessum slysum og því hefur verið blásið til herferðar þar sem breski meistarinn í 400 metra grindahlaupi , Dai Greene, er í forgrunni. Erlent 9.5.2012 10:30
Norður-Karólína: Hjónaband samkynhneigðra brot gegn stjórnarskrá Kjósendur í Norður-Karólínu samþykktu í gær að banna hjónaband samkynhneigðra. Um breytingu á stjórnarskrá ríkisins var að ræða sem í raun bannar með öllu hjónabönd eða staðfesta sambúð fólks af sama kyni. Erlent 9.5.2012 10:12
Freista þess að mynda stjórn með gömlu flokkunum Leiðtogi kosningabandalags vinstrimanna á Grikklandi hefur heitið því að reyna að mynda ríkisstjórn sem hafi það fremst í stefnuskrá sinni að rifta öllum samningum um fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Samningarnir hafa þýtt mikinn niðurskurð í landinu og kjósendur svöruðu þeim um síðustu helgi með því að refsa ráðandi öflum harkalega. Erlent 9.5.2012 08:11
Metverð fyrir nútímalistaverk Málverkið "Appelsínugulur, rauður, gulur" eftir Mark Rothko er nú orðið dýrasta nútímalistaverk sögunnar, það er þegar litið er til verka sem máluð eru eftir seinna stríð.. Verkið seldist á uppboði í New York í gær á 86,9 milljónir dollara eða um tíu milljarða íslenskra króna. Erlent 9.5.2012 08:08
Sprengjumaðurinn vann fyrir CIA Svo virðist vera, sem hryðjuverkamaðurinn sem handtekinn var á dögunum grunaður um að ætla að sprengja flugvél í loft upp með sprengiefni sem átti að fela í nærbuxum hans, hafi verið gagnnjósnari á vegum Sádí Araba og CIA. Erlent 9.5.2012 08:03
Ætlar að kynna hagvaxtarleið Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, hefur boðað leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á óformlegan fund með sér þann 23. maí, þar sem hann ætlar að kynna þeim hugmyndir sínar um það hvernig koma eigi hagvexti í gang í Evrópu. Erlent 9.5.2012 06:45
Segist hætt við hungurverkfall Júlía Timosjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, er hætt í hungurverkfalli. Í dag verður hún flutt úr fangelsi á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að henni. Erlent 9.5.2012 05:30
Netanjahú styrkir óvænt stöðu sína Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að samkomulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. Erlent 9.5.2012 03:15
Lofar að afturkalla niðurskurð „Þetta er söguleg stund fyrir vinstri menn og hreyfingu almennings og mikil ábyrgð lögð á mínar herðar,“ segir Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, bandalags róttækra vinstri flokka í Grikklandi. Erlent 9.5.2012 00:00
Náðu að forða sér út sekúndum fyrir árekstur Það hlýtur að vera ógnvekjandi að vera fastur í stórum vöruflutningabíl á lestarteinum. Hvað þá þegar þú sérð að lest er að koma inn í hliðina á þér á ógnarhraða. Erlent 8.5.2012 21:59
Myndir af Maddie notaðar til að auglýsa sumarfrí Hjónin Kate og Gerry McCann upplifðu hrylling þegar þau áttuðu sig á því að síðasta myndin sem tekin var af Madeleine, dóttur þeirra, hafði verið notuð til að auglýsa sumarfrí í Portúgal. Það var ferðaskrifstofan lowcostholidays.com sem auglýsti ferðirnar á vefsíðunni VoucherDigg. Erlent 8.5.2012 15:30
Bandaríkjamenn sinna loftrýmisgæslu Sveit frá bandaríska flughernum mun sinna loftrýmisgæslu NATO á Íslandi næsta mánuðinn. Það er stefna NATO að aðildarríki NATO sjái um loftrýmisgæslu á Íslandi til þess að tryggja loftrými aðildarríkjanna. Erlent 8.5.2012 14:19
Ráðist á forsætisráðuneytið í Líbíu Byssumenn hafa ráðist á höfuðstöðvar forsætisráðherrans í Líbíu en samkvæmt frétt BBC er talið að þarna séu á ferð fyrrverandi uppreisnarmenn sem krefjast borgunar fyrir að hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Muammar Gaddaffi. Erlent 8.5.2012 13:57
Santorum lýsir stuðningi við Romney Rick Santorum, repúplikaninn sem atti kappi við Mitt Romney um að hljóta útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum, hefur nú formlega lýst stuðningi við keppinaut sinn. Erlent 8.5.2012 11:57
Google prófar sjálfstýrða bíla Tölvurisinn Google hefur í fyrsta sinn fengið leyfi til þess að prófa sjálfstýrðan bíl í almennri umferð í Bandaríkjunum. Bíllinn, sem er af Toyota Prius gerð, notast við GPS og radartækni til þess fara á milli staða og án þess að bílstjóri komi nokkuð nærri. Erlent 8.5.2012 11:54
Fréttakona Al-Jazeera rekin frá Kína Arabíska fréttastöðin Al-Jazeera segist hafa neyðst til að loka útibúi sínu í Kína eftir að fréttakona á þeirra vegum var rekin úr landinu. Fréttakonunni Melissu Chan var vísað úr landi og blaðamannapassi hennar ógiltur en þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem Kínverjar grípa til svo harkalegra aðgerða gegn erlendum blaðamanni. Erlent 8.5.2012 11:50
Karlmaður sakar Travolta um kynferðislega áreitni Stórleikarinn John Travolta er sakaður um kynferðislega áreitni. Nuddari sem ber Travolta sökunum hefur stefnt honum og krefst þess að fá greiddar tvær milljónir bandaríkjadala, eða um 250 milljónir króna, fyrir að hafa áreitt sig þegar Travolta var í nuddi á hóteli í Beverly Hills í janúar síðastliðnum. Samkvæmt málskjölum virðist nuddarinn vera karlmaður en hann hefur ekki verið nafngreindur, eftir því sem fram kemur á fréttavef Daily Telegraph. Travolta er sakaður um að hafa nuddað fótlegg hans, snert kynfæri hans og reynt að fá hann til kynmaka. Erlent 8.5.2012 09:52
Svissneskir höfrungar á heróíni Rannsókn er nú lokið á dularfullum dauðdaga tveggja höfrunga sem drápust í laug sinni í dýragarði í Sviss fyrir nokkrum mánuðum. Dýrin drápust stuttu eftir að fjölmenn danstónlistarhátíð hafði farið fram í garðinum. Erlent 8.5.2012 09:02
Sprengja í nærbuxum: Ætlaði að granda flugvél Bandarískum leyniþjónustumönnum tókst nýverið að koma í veg fyrir að meðlimi hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída í Yemen tækist að sprengja sig í loft upp um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Erlent 8.5.2012 09:00
Hættir við boðaðar kosningar Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hefur dregið til baka ákvörðun sína um að blása óvænt til kosninga en í gær samþykkti hann að mynda stjórn með helsta stjórnarandstöðuflokki landsins. Erlent 8.5.2012 08:55
Vinstrimenn reyna stjórnarmyndun í Grikklandi Kosningabandalag vinstrimanna reynir nú að mynda ríkisstjórn á Grikklandi. Kosningabandalagið, sem kallast Syriza, hefur barist gegn niðurskurðaráformum stjórnarinnar í Grikklandi og uppskar eftir því í kosningunum sem fram fóru um helgina. Erlent 8.5.2012 07:26
Mistókst að mynda stjórn „Við reyndum allt mögulegt,“ sagði Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsflokksins Nýs lýðræðis í Grikklandi í gær, eftir að hann gaf frá sér stjórnarmyndunarviðræður í landinu. Erlent 8.5.2012 05:00
Ekki leið til að stilla til friðar Þingkosningar fóru fram í Sýrlandi í gær. Bashar Assad forseti segir kosningarnar mikilvægar til að koma á umbótum í landinu en uppreisnarmenn segja þær marklausan blekkingarleik sem ekki muni koma á friði í landinu. Erlent 8.5.2012 03:30