Erlent

Setningarathöfn ÓL stytt um hálftíma

Setningarathöfn Ólympíuleikanna í London hefur verið stytt um hálftíma til að öruggt sé að gestir geti haldið heim á leið áður en almenningsfarartæki hætta að ganga.

Erlent

Björguðu kynlífsdúkku úr á

Lögreglan í Shandong-héraðinu í Kína bjargaði kynlífsdúkku upp úr á þar sem þeir héldu að um væri að ræða konu sem hefði drukknað. Dúkkan var fljótandi um 50 metrum frá árbakkanum þegar lögreglumenn komu á staðinn. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum var kallaður út auka mannskapur og tóku 18 lögreglumenn þátt í björgunaraðgerðum þegar mest lét. Það tók lögregluna 40 mínútur að koma dúkkunni á land en það var ekki fyrr en einn lögreglumaðurinn náði taki á henni að hann áttaði sig á því að um dúkka var að ræða - en ekki lík konu. Atvikið átti sér stað fyrir tveimur vikum síðan og yfir 1000 manns horfðu á björgunaraðgerðirnar.

Erlent

Ákærur gefnar út í símahlerunarmálinu

Saksóknari í Bretlandi tilkynnti í dag hverjir verða ákærðir í hinu svonefna símahlerunarmáli. Meða þeirra eru Andy Coulson, sem var ritstjóri News of the World blaðsins áður en hann gerðist fjölmiðlafulltrúi David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Rebekah Brooks, sem einnig var ritstjóri.

Erlent

Big Ben hringir inn Ólympíuleikana

Eitt af helstu kennileitum Lundúnarborgar, Big Ben, fær nýtt hlutverk þegar Ólympíuleikarnir verða settir þar í borg á föstudaginn. Klukkan mun hringja inn Ólympíuleikana og mun hringja í samtals 3 mínútur.

Erlent

248 fóstur fundust í skógi

Íbúar í sunnanverðum hlíðum Úralfjallanna í Rússlandi hafa rambað á andstyggilegan fund - fjórar tunnur sem innihéldu 248 mannleg fóstur yfirgefnar í frumskógi.

Erlent

Breivik fluttur í annað fangelsi

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var fluttur úr Ila fangelsinu í Skien fangelsið í gær. Þetta staðfesti Geir Lippestad, verjandi Breiviks, í samtali við norska ríkisútvarpið. Lippestad segir að hann hafi verið í sambandi við fangelsismálayfirvöld bæði fyrir og eftir flutningana og hafi fengið þær fréttir að flutningarnir hafi gengið vel.

Erlent

Offeit börn í hættu á að fá hjartasjúkdóma

Ný hollensk rannsókn sýnir að börn sem þjást af verulegri offitu séu í hættu á að fá hjartasjúkdóma þegar í grunnskóla eða fyrir 12 ára aldurinn. Hjartsjúkdómar hafa hingað til nær eingöngu verið bundnir við miðaldra fólk.

Erlent

Vandi Spánar illviðráðanlegur

Slæmar fréttir af efnahagslífi Spánar síðustu daga þykja hafa aukið mjög líkurnar á því að stjórn landsins þurfi að leita á náðir björgunarsjóðs evruríkjanna. Mikill titringur var á verðbréfamörkuðum í Evrópu vegna ástandsins og gengi evrunnar lækkaði.

Erlent

Feðgin stukku niður af kletti

Gróðureldarnir á norðaustanverðum Spáni síðustu daga hafa kostað fjóra lífið. Fimm manna fjölskylda komst í sjálfheldu og féll af kletti við ströndina með þeim afleiðingum að sextugur faðir og fimmtán ára dóttir hans fórust.

Erlent

Aðeins beitt gegn útlendingum

Sýrlandsstjórn segir að efnavopn, sem hún hefur í fórum sínum, yrðu eingöngu notuð gegn innrásarliði. Þeim yrði aldrei beitt gegn eigin landsmönnum.

Erlent

Skotmaðurinn verður ekki látinn laus

Hinn 24 ára gamli James Holmes, sem grunaður er um að hafa skotið tólf manns til bana í Aurora í Colorado á föstudagsmorgun, var í fyrsta sinn leiddur fyrir dómara í dag. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að Holmes mun sitja í gæsluvarðhaldi og á ekki möguleika á því að verða látinn laus gegn tryggingu. Samkvæmt frásögn BBC fréttastöðvarinnar eru níu alvarlega særðir eftir árásina en alls særðust 58.

Erlent

Cameron og Romney funda

David Cameron, forsætisráðherra Breta, mun hitta Mitt Romney, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, á fimmtudaginn. Talskona Camerons staðfesti þetta í samtali við breska blaðið Daily Telegraph. Blaðið segir að þessi fundur verði mögulega erfiður fyrir Cameron þar sem forsætisráðherra á samkvæmt venju ekki að hitta fólk sem er í framboði til æðstu embætta í öðrum ríkjum.

Erlent

Ísraelar með sérstaka gæslu á Ólympíuleikunum

Ísraelskir leyniþjónustumenn verða með sérstaka gæslu á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Ástæðan er sú að nú í ár eru 40 ár liðin frá því að Palestínumenn gerðu mikla árás á íþróttamenn á Ólympíuleikum í München í Þýskalandi. Þá fórust 11 ísraelskir íþróttamenn og einn þýskur lögreglumaður. Breska blaðið Sunday Times segir að hryðjuverkahópurinn Svarti september hafi staðið á bakvið árásirnar sem hafi alla tíð verið kallaðar München blóðbaðið.

Erlent

Ný vatnsuppspretta í Namibíu

Nýfundin vatnsuppspretta í Namibíu gæti enst landinu næstu aldir. Fundurinn mun hafa góðar afleiðingar á þróun í einu þurrasta landi Afríku sunnan við Sahara.

Erlent

Gervimarglytta ákveðið afrek í hjartarannsóknum

Vísindamenn hafa skapað gervimarglyttu sem syndir af sjálfsdáðum. Eftirmyndin var gerð úr sílíkoni og hjartavöðvafrumum sem voru ræktaðar úr rottum. Með rafstraum tókst þeim að fá dýrið til að synda eins og raunveruleg marglytta.

Erlent

Salt eykur líkur á krabbameini í maga

Ný rannsókn á vegum Alþjóðlega krabbameinssjóðsins hefur staðfest fyrri rannsóknir um að of mikið af salt í mat valdi krabbameini í maga. Sjóðurinn vill að matvælaframleiðendur upplýsi neytendur nánar um saltinnhaldið í matvælum sínum.

Erlent