Erlent

Assad í fyrsta sinn á opinberum vettvangi síðan í júlí

Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti, birtist í landinu í fyrsta sinn opinberlega síðan í júlí þegar hann mætti í mosku í höfuðborginni Damaskus í gærmorgun. Með honum auk öryggisvarða voru forsætisráðherra landsins en varaforseti landsins var hvergi sjáanlegur.

Erlent

Assange með yfirlýsingu í dag

Búist er við því að Julian Assange, forsprakki Wikileaks, gefi út yfirlýsingu í dag á tröppum sendiráðs Ekvadors í Lundúnum klukkan eitt í dag. Mál hans hefur vakið harðar deilur en Assange, sem átti að framselja til Svíþjóðar frá Bretlandi, fékk á dögunum pólitískt hæli í Ekvador.

Erlent

Rússneskir prestar fyrirgefa Pussy Riot

Háttsettir prestar í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni báðu í dag um miskunn til handa liðsmanna Pussy Riot hljómsveitarinnar. Samkvæmt fréttavef AP þá er ekki talið líklegt að dómskerfið hlusti á bænir prestanna og mildi tveggja ára dóm sem konurnar þrjár hlutu í gær.

Erlent

Lokatilraun til bjargar laxinum

Stærsta verkefni við endurheimt vistkerfis í bandarískri sögu er hafið með niðurrifi tveggja stíflumannvirkja í Penobscot-ánni . Í fyrsta skipti í nær 200 ár nær fiskur að ganga upp á hrygningarsvæði sín. Um samvinnuverkefni orkufyrirtækja, stjórnvalda og almennings er að ræða. Svavar Hávarðsson kynnti sér framgang verkefnis sem leggur línuna í umhverfisvernd upp á nýtt.

Erlent

Brahimi tekinn við af Kofi Annan

Alsírski diplómatinn og fyrrum hermaðurinn Lakhdar Brahimi hefur tekið við sem erindreki Sameinuðu Þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi eftir að Kofi Annan sagði starfinu lausu.

Erlent

Fyrirskipar opinbera rannsókn á morðum á námuverkamönnum

Forseti Suður-Afríku hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á ofbeldinu sem átti sér stað við hvítagullsnámuna í Marikana í vikunni. Þá skutu lögreglumenn á þrjú þúsund námumenn sem voru í verkfalli og kröfðust hærri launa frá vinnuveitanda sínum, námufyrirtækinu Lonmin.

Erlent

Mikill viðbúnaður við dómshúsið í Moskvu

Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt.

Erlent

Skotárás í Suður Afríku

Lögreglan í Suður Afríku gerði í gær skotárás á verkamenn í landinu með þeim afleiðingum að 34 létust. Verkamennirnir voru að mótmæla launum í námum.

Erlent

Android skilur núna íslensku

Google tilkynnti í morgun ný tungumál sem bætast inn í Android Voice search. Meðal þeirra er nú íslenska, sem þýðir að farsímanotendur sem eiga síma með Android kerfi geta nú talað íslensku við símana sína.

Erlent

Pussy Riot í tveggja ára fangelsi

Allar konurnar í Pussy Riot voru í dag dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir óeirðir þegar þær héldu pönkmessu í kapellu í Moskvu í febrúar á þessu ári. Dómarinn greindi frá refsingunni núna rétt fyrir klukkan tvö. Hámarksrefsing er sjö ára fangelsi en saksóknari krafðist þriggja ára.

Erlent

Skákmeistari handtekinn við dómsuppsöguna

Fyrrum heimsmeistarinn í skák Garry Kasparov var handtekinn fyrir utan dómshúsið í Moskvu í dag þar sem stúlkurnar í Pussy Riot voru fundnar sekar um óeirðir. Kasparov var dreginn með valdi inn í sendiferðabíl þar sem lögreglumenn þjörmuðu að honum eins og sést á myndinni hér til hliðar.

Erlent

Sameinuðu þjóðirnar kalla eftirlitsmennina heim

Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að draga eftirlitsmenn sína í Sýrlandi brott úr landinu. Umboð eftirlitsmannanna rennur út á sunnudaginn og stefnt er að því að síðasti eftirlitsmaðurinn verði farinn úr landinu á föstudaginn næsta.

Erlent

Crowe mun fá pláss á Menningarnótt

Russell Crowe hafði ekki haft samband við höfuðborgarstofu í Reykjavík til að falast eftir tónleikastað, þegar Vísir spurðist fyrir um það í morgun. Á Twittersíðu sinni segir hann frá því að góðvinur sinn, kanadíski leikarinn og tónlistarmaðurinn Alan Doyle, er nú landinu og segir Crowe að þeir vilji halda stutta tónleika um helgina.

Erlent

Sat í fangelsi í 49 ár

Hin sjötíu ára gamla Betty Smithey var leyst úr fangelsi í Arizona í Bandaríkjunum í gær. Síðustu fjörutíu og níu hefur nú setið bak við lás og slá en hún var fundinn sek um að hafa banað fimmtán mánaða gömlu barni árið 1963.

Erlent

IKEA stefnir á hótelrekstur

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA stefnir nú á hótelrekstur. Talsmaður fyrirtækisins sagði sænskum fréttamiðlum í gær að markmið IKEA væri að reka rúmlega hundrað hótel í Evrópu.

Erlent

Dómur yfir Pussy Riot í dag

Dómur verður kveðinn upp yfir meðlimum pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot í dag. Stúlkurnar þrjár eru ákærðar fyrir óspektir og guðlast en þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar.

Erlent