Erlent

Tilraunasprengja sem gleymdist að fjarlægja

Komið hefur í ljós að böggullinn sem fannst við bandaríska sendiráðið í Osló í morgun var tilraunasprengja sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins höfðu gleymt að fjarlægja. Sprengjan var fest undir bíl sem var stöðvaður við öryggisleit í sendiráðinu. Þegar sprengjunnar varð vart greip um sig nokkur ótti og svæðið var rýmt í 500 metra radíus. Vopnaðir lögreglumenn gættu svæðisins. Tveimur tímum síðar, eða rétt fyrir klukkan tólf að íslenskum tíma, var hættuástandi aflýst.

Erlent

Hættuástandi aflýst í Osló

Hættuástandi hefur verið aflýst í miðborg Oslóar þar sem óttast var að sprengju hefði verið komið fyrir í morgun. Lögreglan skrifaði skilaboð á twitter um að allir þeir sem höfðu farið af svæðinu mættu snúa þangað aftur, eftir því sem fram kemur í Verdens Gang.

Erlent

Skæð flensa herjar á landsel

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa greint nýja tegund innflúensu í landsel, sem talið er að geti smitast í bæði menn og dýr. Flensan er kölluð því óþjála nafni H3N8 og talið er að hún hafi valdið dauða fjölda sela á Nýja Englandi á síðasta ári. Vísindamenn telja mögulegt að flensan hafi smitast úr fuglum. Þeir telja að þessi flensan sé til marks um að sífellt sé hætta á að mannskæð flensa geti brotist út.

Erlent

Særður björn ógnar öryggi

Lögregla og Náttúruvernd ríkisins í Noregi leita nú að særðu bjarndýri í Saltdal í norðurhluta landsins og hafa beðið almenning á svæðinu að hafa varann á.

Erlent

Tímósjenkó í forystuframboð

Stjórnarandstöðuflokkarnir í Úkraínu hafa ákveðið að sameinast um Júlíu Tímósjenkó sem forystuframbjóðanda sinn í þingkosningum í haust.

Erlent

Segir Ísraela hafa yfirburði

Bandaríski forsetaframbjóðandinn Mitt Romney segir Ísraela hafa menningarlega yfirburði gagnvart Palestínumönnum og segir velgengni Ísraela í efnahagsmálum staðfesta það.

Erlent

Gæsluvarðhald í hálft ár enn

Rússneska kvennapönksveitin Pussy Riot neitar ásökunum um að hafa verið með óspektir á almannafæri, en þarf að dúsa í hálft ár áfram í gæsluvarðhaldi.

Erlent

Sprengjum rignir enn yfir íbúa Aleppo

Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu.

Erlent

Skelfing í Úganda eftir ebólu-smit

Ebólu-faraldur geisar nú í Úganda. Forseti landsins, Yoweri Museveni, ávarpaði þjóð sína í dag. Hann biðlaði til fólksins um að gæta ýtrustu varúðar í kringum annað fólk og forðast handabönd, faðmlög og kossa.

Erlent

The Hobbit verður þríleikur

Nýsjálenski kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Jackson tilkynnti í dag að hann væri nú að undirbúa þriðja kaflann í kvikmyndaröðinni um The Hobbit. Jackson lauk nýverið við tökur á tveimur kvikmyndum sem byggja á skáldsögunni.

Erlent

Holmes birt ákæra

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 12 á miðnætursýningu nýjustu Batman-kvikmyndarinnar í Colorado hefur nú formlega verið ákærður fyrir glæpina. Ákæran er í 142 liðum. Ekki er búið að ákveða hvort að farið verður fram á dauðarefsingu yfir honum.

Erlent

Notuðu meira rafmagn en leyfilegt er

Talið er að nokkur ríki á Indlandi hafi notað meira rafmagn en leyfilegt er þegar rafmagnslaust varð í norðurhluta landsins seint í nótt, með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hefur tekist að koma rafmagni á meirihluta svæðisins. Orkumálaráðherra landsins segir að rannsókn væri hafi á biluninni og niðurstöðu væri að vænta innan tveggja vikna. Þetta er mesta rafmagnsleysi sem orðið hefur á Indlandi síðastliðin áratug.

Erlent

Hildarleikur á Balkanskaga

Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu, sem geisaði á árunum 1992 til 1995, var hluti af átökunum sem fylgdu upplausn gömlu Júgóslavíu. Eftir að Króatía og Slóvenía höfðu slitið sig laus og fengið sjálfstæði sitt staðfest fylgdi Bosnía þar á eftir með sjálfstæðisyfirlýsingu á vordögum 1992. Staðan var þó talsvert flóknari í Bosníu þar sem þar voru þrjú meginþjóðarbrot, Bosníakar (Bosníumúslímar), Króatar og Serbar, sem bárust á banaspjótum.

Erlent

Bardagar geisa í sex hverfum Aleppo

Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni.

Erlent