Erlent

Fellibylurinn Sandy ríður yfir Jamaíka

Vitað er um eitt mannsfall þegar fellibylurinn Sandy reið yfir Jamaíka í nótt. Skólar og flugvellir eru lokaðir á eyjunni vegna Sandy og útgöngubann er í helstu borgum og bæjum Jamaíka.

Erlent

Risafrétt Trump reyndist prump

Risafréttin sem athafnamaðurinn Donald Trump boðaði um Barack Obama Bandaríkjaforseta í gærdag reyndist vera stormur í vatnsglasi svo vægt sé til orða tekið.

Erlent

Schäuble og Draghi segja Stournaras bulla

Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, fullyrti á þingi í gær að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu samþykkt að Grikkland fengi tveggja ára viðbótarfrest til að koma ríkisfjármálum sínum í lag.

Erlent

Berlusconi er kominn með nóg

Silvio Berlusconi ætlar ekki að sækjast eftir forsætisráðherraembættinu þegar Ítalir kjósa á næsta ári. Þetta staðfesti hann í dag. Berlusconi sagði að hér eftir yrði það hlutverk hans að styðja við bakið á ungu fólki sem geti skipt sköpum í stjórnmálum.

Erlent

Sá sem skipulagði skotárásina á Malala nafngreindur

Bandaríska fréttastofan CBS greinir frá því í dag að pakistönsk yfirvöld hafa tæplega tvítugan karlmann grunaðann um að hafa skipulagt fólskulega skotárás á hina fjórtán ára gömlu Malala Yousufzai sem var skotin margsinnis í byrjun október.

Erlent

Trump greiðir 5 milljónir dala fyrir persónuupplýsingar Obama

Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump hefur skorað á Barack Obama, Bandaríkjaforseta, að birta persónuupplýsingar sínar. Í staðinn mun Trump styrkja góðgerðarsamtök um fimm milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur sex hundruð og þrjátíu milljónum króna.

Erlent

Sandy nálgast Jamaica

Íbúar Jamaica búa sig nú undir komu fellibylsins Sandy. Fjölmargir hafa leitað sér skjóls í sérstökum neyðarskýlum sem komið hefur verið upp á suðurströnd landsins.

Erlent

Mætti í sína eigin kistulagningu

Kistulagning í norðausturhluta Brasilíu fór úr skorðum á dögunum eftir að hinn látni mætti á svæðið og tilkynnti ástvinum að hann væri sannarlega á lífi.

Erlent

Hryllingsmynd sýnd fyrir mistök

Mikið óðagot myndaðist við kvikmyndahús í Nottingham í gær. Foreldrar höfðu fjölmennt með börn sín á sýningu nýjustu Madagascar teiknimyndarinnar. Um 25 fjölskyldur voru í kvikmyndasalnum þegar sýningin hófst.

Erlent

Lést eftir hákarlaárás

Þrjátíu og níu ára gamall brimbrettakappi lést eftir hákarlaárás við strendur Santa Barbara í Kaliforníu í gær. Vinur mannsins varð vitni af árásinni og dró hann í land.

Erlent

Ban Ki-moon dansaði Gangnam Style-dansinn

Suður-kóreski söngvarinn Psy hefur heldur betur slegið í gegn á síðustu mánuðum eftir að lagið Gangnam Style varð vinsælt um allan heim. Á dögunum heimsótti Psy höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York og hitti meðal annars samlanda sinn og framkvæmdastjórann Ban Ki-moon. Hann fékk framkvæmdastjórann virðulega til að taka Gangnam Style-dansinn á meðan fjöldinn allur af ljósmyndurum og fréttamönnum horfðu á.

Erlent

Navalní hreppti fyrsta sætið

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur óspart hæðst að og gert lítið úr stjórnarandstæðingum, sem eiga ekki sæti á þingi en hafa hvað eftir annað efnt til fjölmennra mótmælafunda gegn honum í Moskvu og víðar um land.

Erlent

Enn munar mjóu á frambjóðendunum

Þeir Barack Obama og Mitt Romney þurfa að leggja hart að sér til að ná eyrum óákveðinna kjósenda á miðjunni þær tvær vikur sem eftir eru fram að forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Erlent

Átökum að linna í Beirút

Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi.

Erlent

Rændi mann sem féll á lestarteina

Dómstóll í Svíþjóð dæmdi í dag 28 ára gamlan Túnisbúa, Nadar Khiarui, í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rænt mann sem féll á lestarteina í Stokkhólmi.

Erlent