Erlent

Xi Jinping nýr leiðtogi í stað Hu Jintao

Hu Jintao, forseti Kína, lét í gær af embætti leiðtoga Kommúnistaflokksins í Kína. Reiknað var með að hann segði sig úr fleiri embættum, þar á meðal sem yfirmaður herráðsins.

Erlent

Þúsundir mótmæla víða í Evrópu

Þúsundir launþega, víða að úr Evrópu, taka þátt í verkföllum og opinberum mótmælum í dag til þess að mótmæla auknu atvinnuleysi og niðurskurði á fjárlögum víða í ríkjum.

Erlent

Fjöldi sykursjúkra muni tvöfaldast

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að 346 milljónir manna um allan heim séu sykursjúkir. Þessi tala mun líklega meir en tvöfaldast fyrir 2030 ef ekki er að gert. Á hverju ári látast 3.4 milljónir manna vegna of hás blóðsykurs. Nærri 80% þeirra sem látast af völdum sykursýki búa í mið- eða lágtekjuríkjum.

Erlent

Rannsaka fjölda óleystra morðmála á ný

Dönsk lögregluyfirvöld eru vongóð um að ná að leysa mörg óleyst morðmál frá fyrri árum. Rannsókn hefur verið hafin á ný í tólf málum hið minnsta eftir að ný tækni varpaði ljósi á nothæf lífsýni í málsgögnum í geymslu. Af mörgum þeirra mátti greina erfðaefni sem gæti varpað nýju ljósi á mál, eða sannað sekt grunaðra.

Erlent

Framhjáhald veldur fjaðrafoki í hernum

John Allen, yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan, sætir nú rannsókn í tengslum við framhjáhald Davids Petraeus. Í síðustu viku sagði Petraeus af sér sem yfirmaður CIA vegna framhjáhaldsins.

Erlent

Greiðslu úr neyðarsjóði frestað

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa samþykkt að Grikkir fái frest til ársins 2016, eða tveimur árum lengur en áður hafði verið krafist, til þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir í efnahagsmálum svo hægt verði að hefjast handa við að draga úr skuldabyrði gríska ríkisins.

Erlent

Líkamsleifar Yasser Arafat grafnar upp í dag

Vinna er hafin við að grafa upp líkamsleifar Yasser Arafat fyrrum leiðtoga Palestínu í Ramallah á Vesturbakkanum. Ástæðan fyrir þessu er að mikil vafi leikur á dánarorsök Arafats og raunar hefur hún aldrei fengist á hreint.

Erlent

Grikkir fá tveggja ára frest í viðbót

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hafa samþykkt að gefa Grikkjum tveggja ára frest í viðbót, eða til ársins 2016, til að mæta kröfunum um niðurskurð í rekstri hins opinbera í Grikklandi.

Erlent

Ætluðu að ráðast á Karl prins

Lögreglan á Nýja Sjálandi hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa verið að skipuleggja árás á Karl Bretaprins og Camillu Parker Bowles eiginkonu hans.

Erlent

Um 70% af Feneyjum eru undir vatni

Íbúar í borginni Feneyjum glíma nú við verstu flóð í sögu sinni á undanförnum 150 árum. Um 70% af borginni liggja undir vatni og jafnvel á sjálfu Markúsartorginu er ekki nóg að ganga um í stígvélum til að halda fótunum þurrum.

Erlent