Erlent

Niðurtalning í heimsenda hafin

Nú nálgast 21. desember óðfluga. Á þessum degi mun eitt af dagatölum Maya taka enda og eru margir sannfærðir um að tilvist mannsins muni þá taka stórfelldum breytingum.

Erlent

Minniháttar eldgos á Nýja Sjálandi

Minniháttar eldgos hófst í Tongariro-fjalli á norðureyju Nýja Sjálands í nótt. Um tíma náðu öskustrókurinn upp í um tveggja kílómetra hæð en hefur síðan fjarað út.

Erlent

Hafði kallað Makedóna slava

Aivo Orav, sendiherra Evrópusambandsins í Makedóníu, hefur beðist afsökunar á því að hafa sagt meirihluta landsmanna vera slava.

Erlent

Konur mega ekki verða biskupar

Bretland Enska biskupakirkjan felldi í gær naumlega tillögu um að konur gætu orðið biskupar í kirkjunni. Tuttugu ár eru síðan kirkjan samþykkti að konur gætu orðið prestar.

Erlent

Reynt að semja um vopnahlé

Fulltrúar Egypta hafa síðustu daga lagt mikla vinnu í að fá Ísraela og Palestínumenn til að semja um vopnahlé og gerðu sér vonir um að af því yrði í gær, nærri viku eftir að Ísraelar hófu loftárásir á Gasa. Ekkert samkomulag hafði náðst þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi.

Erlent

Afríkumenn safna ofnum fyrir kalda Norðmenn

Afríkubúar hafa hafið söfnun á ofnum fyrir íbúa Noregs vegna landlægs kulda þar í landi. Í myndbandi sem fylgir fréttinni er lag, svona í anda hjálpum þeim, þar sem íbúar Afríku skora á íbúa heimsálfunnar að aðstoða þessa íssköldu Norðmenn.

Erlent

Fullyrt að vopnahlé verði undirritað í kvöld

Vopnahlé virðist vera í burðarliðnum í átökum Ísraelsmanna og liðsmanna Hamas samtakanna á Gaza ströndinni. Þetta fullyrðir forseti Egyptalands sem leitt hefur friðarumleitanir. Fullyrt er að vopnahléið verði undirritað í kvöld en Ísraelsmenn hafa ekkert staðfest.

Erlent

Hillary Clinton á leið til Ísraels

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú á leið til Ísraels. Þar mun hún ræða við Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og leiðtoga palentínsku heimastjórnarinnar í Ramallah um ástandið á Gaza svæðinu.

Erlent

Hitabylgjur, þurrkar og mikil flóð víða

Breyti jarðarbúar ekki snarlega um stefnu varðandi losun gróðurhúsalofttegunda má búast við að andrúmsloft jarðar verði að meðaltali fjórum gráðum heitara í lok aldarinnar, eða jafnvel strax eftir hálfa öld eða svo.

Erlent

Hamas setur skilyrði

Seint í kvöld höfðu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið síðan á miðvikudag kostað nærri hundrað manns lífið. Um 50 þeirra voru almennir borgarar, þar á meðal tugir barna.

Erlent

Anderson Cooper illa brugðið

Honum var illa brugðið, Anderson Cooper, fréttamanni CNN sjónvarpsstöðvarinnar, þegar hann varð vitni að sprengingu í beinni útsendingu í gærkvöldi þegar hann var við fréttaflutning þar. Ástandið á Gaza verður alvarlegra með hverjum deginum sem líður en Cooper var að segja fréttir af tíu manns sem höfðu farist í sperngingu þegar hann heyrði hvellinn. Hann fullyrðir að þetta sé ein mesta sprenging sem hann hafi heyrt síðan hann kom þangað.

Erlent

Múhameðsteiknarinn alvarlega veikur

Hinn heimsfrægi danski teiknari Kurt Wetergaard, sem vað frægur fyrir að teikna afar umdeildar myndir af Múhameð spámanni, er mjög veikur. Fréttavefur danska ríkisútvarpsins segir að hann sé svo veikur að hann hafi þurft að aflýsa ferðum til London og New York. Ferðirnar átti hann að fara í til að kynna ævisögu sína. Bókin ber einfaldlega titilinn "Bókin að baki Múhameðsteikningunum“. Westergaard er 77 ára gamall. Hann hefur ítrekað fengið hótanir frá heitttrúuðum múslimum síðan að bókin kom út.

Erlent

Súkkulaði örvar heilastarfsemi

Franz Messerli, sérfræðingur í hjartasjúkdómum og kennari við Columbia háskóla, ritaði grein í læknaritið New England Journal of Medicine þar sem hann heldur því fram að súkkulaðiát auki líkur manna á því að hreppa Nóbelsverðlaun.

Erlent

Fundu 10.000 ára gamlan bústað í Skotlandi

Fornleifafræðingar í Skotlandi hafa fundið það sem talið er elsti bústaður manna í landinu. Bústaður þessi, sem fannst í South Queensferry, er talinn vera um 10.000 ára gamall eða frá Mesolitich tímabilinu.

Erlent

Ban Ki-moon hvetur til vopnahlés á Gazasvæðinu

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er nú á leið til Kaíró í Egyptalandi til að reyna að miðla málum milli Ísraelsstjórnar og Hamassamtakanna. Hann hvetur báða aðila til þess að semja um vopnahlé þegar í stað.

Erlent

SAS afboðar nokkrar flugferðir í dag

Þrátt fyrir að SAS flugfélaginu hafi tekist að semja við flest verkalýðsfélög starfsmanna sinna hefur félagið afboðað nokkrar flugferðir frá Kastrup til hinna Norðurlandanna í dag.

Erlent