Erlent

Hampa lögleiðingu hampsins í Washington

Lög um lögleiðingu kannabisefna tóku gildi í Washington-ríki í Bandaríkjunum í gær og komu hundruð manna saman af því tilefni undir Geimnálinni í Seattle og nýttu sér þetta nýfengna frelsi. Íbúar ríkisins samþykktu lögin í almennri atkvæðagreiðslu í síðasta mánuði, en hið sama gerðu íbúar Colorado og eru þetta einu tvö ríkin þar sem almenn neysla er leyfð. Í Colorado taka lögin gildi eftir áramót.

Erlent

Funduðu um Sýrland

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funduðu með erindreka SÞ um málefni Sýrlands í gær. Harðir bardagar geisa nú í Damaskus og uppreisnarmenn ná fleiri hverfum á sitt vald. Óttast er að stjórnvöld gætu beitt efnavopnum.

Erlent

Berlusconi aftur á leið í pólitík á Ítalíu

Allar líkur eru á því að Silvio Berlusconi sé aftur á leið í pólitík á Ítalíu. Þetta er ein helsta fréttin í ítölskum fjölmiðlum í dag en talið er að Berlusconi verði forsætisráðherraefni flokks síns, Frelsisflokksins.

Erlent

Fann móður sína eftir 47 ár

Tæplega fimmtugur kráareigandi í Huleva á suðurströnd Spánar, Quieuq Olivert, hefur loks haft uppi á móður sinni eftir 47 ára aðskilnað.

Erlent

Kate Middleton er laus af sjúkrahúsinu

Katrín Middleton hertogaynjan af Cambridge hefur verið útskrifuð af King Edward sjúkrahúsinu í London. Þar hefur hún legið undanfarna daga vegna alvarlegrar morgunógleði í kjölfar þess að hún er orðin ólétt.

Erlent

Óttast að efnavopnin verði notuð

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í gær áhyggjur sínar af því að efnavopnum yrði beitt í lokaátökunum um yfirráð í Sýrlandi. Hún segir fall stjórnar Assads óhjákvæmilegt.

Erlent

Marijúana löglegt í Washington ríki frá miðnætti

Á miðnætti í nótt verður það löglegt að nota marijuana í Washington ríki. Þetta er fyrsta ríki Bandaríkjanna til að lögleiða marijúana en það hefur verið löglegt að nota fíkniefnið til lækninga í Washington frá árinu 1998.

Erlent

Játaði morðið í Færeyjum

Króati, sem héraðsdómur í Færeyjum sakfelldi í fyrradag fyrir morð, játaði í gær á sig verknaðinn, en til þess tíma hafði hann haldið fram sakleysi sínu.

Erlent

Mikil átök við forsetahöllina í Kaíró

Til mikilla átaka kom fyrir utan forsetahöllina í Kaíró í Egyptalandi í gærkvöldi milli stuðningsmanna Morsis forseta landsins og stjórnarandstæðinga. Fjórir létu lífið í þessum átökum og fleiri hundruð særðust.

Erlent

Ellefu saknað eftir árekstur

Umfangsmiklar björgunaraðgerðir standa nú yfir í Norðursjó en hollenska strandgæslan hefur bjargað þrettán manns úr tuttugu og fjögurra manna áhöfn á skipi sem sökk fyrr í kvöld. Ellefu er enn saknað, segir á vef BBC.

Erlent

Sendiherra Serbíu framdi sjálfsvíg

Fulltrúum á utanríkisráðherrafundi NATO ríkjanna í Brussel er brugðið eftir að sendiherra Serbíu hjá Atlantshafsbandalaginu, Branislav Milinkovic framdi sjálfsvíg á flugvellinum í Brussel.

Erlent

Þjarkað um loftslagsmál í Doha

„Enginn er ónæmur fyrir loftslagsbreytingum, hvorki fátækir né ríkir,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á átjándu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin er í Doha, höfuðborg Katar.

Erlent

Rússar segja NATO ofmeta hættuna

Utanríkisráðherrar NATO samþykkja að staðsetja Patriot-loftvarnaflaugar í Tyrklandi. Rússar segja NATO ofmeta hættuna á hugsanlegri árás frá Sýrlandi.

Erlent

Milljónir í sekt fyrir Simpsons

Tyrknesk sjónvarpsstöð var sektuð í vikunni fyrir að sýna nýjasta hrekkjavökuþátt Simpson-fjölskyldunnar. Hann var talinn móðgandi og vera á mörkum guðlasts.

Erlent