Erlent

Ættleiðingarfrumvarpið samþykkt

Efri deild rússneska þingsins samþykkti samhljóða í morgun umdeilt frumvarp sem felur í sér bann við ættleiðingu rússneskra barna til Bandaríkjanna.

Erlent

Ölvaður ók stolnum bíl á flugbrautinni

Breti var handtekinn á Schiphol flugvellinum í Amsterdam í morgun eftir að hann keyrði ölvaður á stolnum bíl á flugbrautinni. Maðurinn var á leiðinni heim til sín þegar hann ýtti á öryggishnapp við eitt hliðið, rauk út og stal bíl sem var í eigu eins flugvallarstarfsmanns.

Erlent

Þrjú börn létust í umferðarslysí í Englandi

Þrjú börn létust í umferðarslysis á M6 hraðbrautinni í Staffordskíri í Englandi á hádegi í dag. Að sögn breska ríkissjónvarpsins hafa tvær konur verið fluttar á slysadeild mikið slasaðar. Miklar umferðartafir hafa verið á hraðbrautinni síðustu daga vegna rigningar í landinu.

Erlent

Hélt miðnætturmessuna tveimur tímum fyrr

Þúsundir kristinna pílagríma eru nú í Betlehem til þess að fagna fæðingu frelsararans. Að venju var haldin messa í hinni sautjánhundruð ára gömlu fæðingarkirkju frelsarans, sem stendur þar sem talið er að Jesús hafi komið í heiminn.

Erlent

Tveir slökkviliðsmenn myrtir

Tveir slökkviliðsmenn voru myrtir og tveir aðrir særðust þegar þeir brugðust við brunaútkalli í bænum Webster í New York ríki í gær.

Erlent

Mandela á spítala yfir jólin

Nelson Mandela, fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku, verður á spítala um jólin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem forsetaembættið sendi fjölmiðlum í dag. Mandela, sem er orðinn 94 ára, var lagður inn á spítala fyrir tveimur vikum og hefur gengist undir meðferð vegna lungnasýki og gallsteinaaðgerð. Suður-Afríkubúar eru farnir að hafa verulegar áhyggjur af heilsu hans, eftir því sem fréttastofa BBC greinir frá.

Erlent

Upptökur frá jólahaldi árið 1902

Fólki gefst nú færi á að kynna sér jólahald eins og það var í Bretlandi árið 1902. Sérfræðingar við Lundúnarsafn hafa uppgötvað nokkrar upptökur frá Wall-fjölskyldunni þar sem heyra frá jólasöngva.

Erlent

Monti mun ekki gefa kost á sér

Mario Monti, sem leitt hefur sérfræðingaríkisstjórn á Ítalíu í rúmt ár, mun ekki bjóða sig fram í þingkosningunum þar í landi í febrúar næstkomandi þrátt áskoranir þess efnis.

Erlent

Konunglegt brúðkaup í Svíþjóð

Sænska kongunsfjölskydlan færði sænsku þjóðinni gleðitíðindi í dag þegar hún tilkynnti að Madeleine prinsessa og unnusti hennar Christopher O'Neill ætli að gifta sig í júní næstkomandi.

Erlent

Ný stjórnarskrá samþykkt

Egyptar samþykktu nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Boðað verður til þingkosninga innan þriggja mánaða.

Erlent

Var með 96 snáka í töskunni

Egypskur karlmaður var handtekinn í gærkvöldi á flugvellinum í Cairó en tollverðir fundu 96 snáka í farangri hans. Maðurinn var við það að ganga um borð í flugvélina sem var á leið til Sádí Arabíu þegar þetta uppgötvaðist.

Erlent

Eldflaugar Norður-Kóreu drífa til Bandaríkjanna

Nýlegt eldflaugarskot Norður-Kóreumanna sýnir að flaugar þeirra geta drifið meira en tíu þúsund kílómetra. Þetta fullyrða stjórnvöld í Suður-Kóreu. Þetta þýðir flaugarnar geta verið ógn við íbúa á vesturströnd Bandaríkjanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur sagt eldflaugaskotið brot á samkomulagi sem í gildi er.

Erlent

Hundrað dauðsföll á viku

Yfir hundrað dauðsföll, þar sem skotvopn hafa komið við sögu, hafa orðið í Bandaríkjunum á rétt rúmri viku. Þetta kemur fram á vef Huffington Post. Á föstudag fyrir rúmri viku lét óður byssumaður til skarar skríða í Sandy Hook barnaskólanum í Connecticut. 26 manns, mest allt sex og sjö ára gömul börn, létu lífið í árásinni. Síðan þá hefur verið hart deilt um skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum.

Erlent

Páfinn náðaði bryta sinn

Benedikt sextándi páfi náðaði í dag fyrrverandi bryta sinn, Paolo Gabriele, sem var dæmdur í átján mánaða fangelsi í október síðastliðnum fyrir að koma leynilegum minnisblöðum til fjölmiðla.

Erlent