Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Íran

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd/Google
Jarðskjálfti af stærðinni 7,8 varð í Íran um klukkan 11 í morgun.

Upptök skjálftans voru nálægt landmærum Pakistan og fannst skjálftinn víða, þar á meðal í Delí, höfuðborg Indlands.

Tölur um mannfall eru enn nokkuð óljósar en fréttastofur landsins hafa sagt tölu látinna að minnsta kosti fjörutíu, en búist er við að hún eigi eftir að hækka.

Skjálftinn stóð nokkuð lengi yfir, hátt í mínútu að sögn fréttasjónvarpsstöðvar í Delí, og ónefndur embættismaður í Íran sagði í samtali við Reuters að skjálftinn væri sá öflugasti í fjörutíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×