Erlent

Óttast hörð viðbrögð við nýrri CIA skýrslu

Öryggisráðstafanir hafa verið hertar í sendiráðum og öðrum starfsstöðvum Bandaríkjastjórnar vítt og breitt um heiminn vegna þess að von er á nýrri skýrslu sem sögð er varpa ljósi á harkalegar yfirheyrsluaðferðir bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

Erlent

Ójafnræði í heiminum sagt tefja fyrir efnahagsvexti

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, hefur í nýrri skýrslu sem birt er í dag komist að þeirri niðurstöðu að svokölluð lekahagfræði, eða brauðmolakenning, þar sem gert er ráð fyrir því að fátækari íbúar heimsins hagnist á því að hinir ríku verði sífellt ríkari, standist ekki.

Erlent

Afganskar hersveitir taka við af NATO

Þrettán þúsund hermenn á vegum NATO og Bandaríkjanna verða áfram í Afganistan til að þjálfa og aðstoða heimamenn, en hætta beinni þátttöku í hernaðarátökum. Smám saman er svo ætlunin að fækka í erlenda fjölþjóðaliðinu.

Erlent

Greiða átti 200 þúsund dali

Suður-Afríkumenn voru langt komnir með að semja við mannræningjana í Jemen um að láta suðurafríska kennarann Pierre Korkie lausan þegar hann lést á laugardaginn í árás Bandaríkjamanna.

Erlent

21 látinn á Filippseyjum

Að minnsta kosti 21 er látinn og vegna fellibylsins Hagupit sem nú gengur yfir Filippseyjar. Mikil hætta er nú á flóðum og skriðuföllum. Íslendingur á svæðinu segir ástandið verst hjá þeim sem urðu illa úti þegar stærri stærri fellibylur reið yfir fyrir um ári síðan.

Erlent

Salmond vill á breska þingið

Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, hyggst bjóða sig fram til breska þingsins í næstu kosningum í Bretlandi í maí.

Erlent

Óeirðir brutust út við minningarathöfn

Heiftugar óeirðir brutust út í Grikklandi í dag þegar þúsundir Grikkja fylktu liði niður stræti Aþenu til að minnast fimmtán ára pilts sem skotinn var til bana af lögreglu 6.desember 2008.

Erlent