Fótbolti

Fyrstu Evrópuleikirnir með marklínu-dómarara í kvöld

Það verður fimm manna dómarasveit sem mætir til leiks þegar Evrópudeildin fer af stað í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem sérstakir marklínu-dómarar verða á alvöru leikjum á vegum FIFA en gerðar hafa verið tilraunir með fimm dómara á mótum yngri landsliða.

Fótbolti

Eiður Smári ekki farinn að tala frönsku - myndband

Eiður Smári Guðjohnsen er mikill tungumálamaður eins og þekkt er en hann þarf þó einhvern tíma til að fara að tala frönsku í viðtölum við fjölmiðla. Á heimasíðu AS Monaco má finna myndband með viðbrögðum leikmanna liðsins eftir 2-0 sigur á Paris Saint-Germain í fyrsta leik Eiðs Smára um síðustu helgi.

Fótbolti

Everton verður án Neville fram að jólum

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur staðfest að fyrirliðinn Phil Neville þurfi ekki að gangast undir hnéaðgerð eins og gert var ráð fyrir í fyrstu eftir tæklingu Dickson Etuhu í leik gegn Fulham á dögunum.

Enski boltinn

Eistland er búið að vinna alla landsleiki ársins

Íslenska kvennalandsliðið mætir því eistneska í undankeppni HM á Laugardalsvellinum í kvöld. Það er lítið vitað um eistneska landsliðið sem er í 78. sæti á Styrkleikalista FIFA eða 59 sætum neðar en íslenska liðið.

Fótbolti

Evra: Ef stuðningsmenn okkar púa á Tevez þá púa ég líka

Patrice Evra og Carlos Tevez voru miklir vinir þegar sá síðarnefndi lék með Manchester United og þrátt fyrir að það hafi ekkert breyst utan vallar er franski bakvörðurinn alveg tilbúinn að taka þátt í púinu á Tevez verði Argentínumaðurinn orðinn góður af meiðslunum fyrir Manchester-slaginn á sunnudaginn.

Enski boltinn

Zico ráðinn sem knattspyrnustjóri Olympiakos

Brasilíska goðsögnin Zico hefur tekið við stjórnartaumunum hjá grísku meisturunum í Olympiakos sem leika í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Temuri Ketsbaia hætti óvænt sem stjóri félagsins á dögunum eftir nokkurra mánaða veru hjá félaginu.

Fótbolti

Margrét Lára: Það Þarf líka að vinna þessa leiki

Kvennalandslið Íslands mætir Eistlandi í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Fyrirfram má áætla að íslenska liðið sé sterkara og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir segir kærkomið að fá þennan leik á þessum tímapunkti eftir að hafa mætta nokkrum af sterkustu þjóðum heims.

Íslenski boltinn

Franco formlega genginn í raðir West Ham

Landsliðsframherjinn Guillermo Franco frá Mexíkó skrifaði formlega undir eins árs samning við West Ham í dag en leikmaðurinn hefur verið án félags síðan samningur hans við Villarreal rann út í lok síðasta tímabils.

Enski boltinn

Neill að ganga í raðir Everton

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er varnarmaðurinn Lucas Neill loksins að fara að ná lendingu í sínum málum en hann hefur verið án félags síðan samningur hans við West Ham rann út í byrjun sumars.

Enski boltinn

Wenger ánægður með Eduardo

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með Króatíumanninn Eduardo sem skoraði sigurmark Arsenal gegn Standard Liege í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Carragher: Við vorum ekki góðir

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, sagði að sínir menn hafði ekki spilað neitt sérstaklega vel þegar að liðið vann 1-0 sigur á ungverska liðinu Debrecen í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Zlatan: Barca var betra

Zlatan Ibrahimovic sagði eftir leik Barcelona og Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld að Börsungar hafi verið betri aðilinn í leiknum sem lauk með markalausu jafntefli.

Fótbolti