Fótbolti

Nistelrooy frá í sex vikur

Ruud van Nistelrooy meiddist enn á ný í leik með Real Madrid í gær. Hann var nýbyrjaður að spila eftir níu mánaða fjarveru vegna erfiðra hnémeiðsla.

Fótbolti

Ólafur áfram hjá Brann

Allar líkur eru á því að Ólafur Örn Bjarnason verði áfram í herbúðum norska úrvalsdeildarfélagsins Brann á næstu leiktíð.

Fótbolti

Logi: Verð áfram með KR

„Ballinu lauk í dag, því miður. Það hefði verið gaman að hafa smá spennu í lokaumferðinni," sagði nokkuð svekktur þjálfari KR, Logi Ólafsson, eftir frábæran sigur hans liðs á Stjörnunni. Sigurinn dugði aftur á móti ekki til.

Íslenski boltinn

Gunnar Már: Við viljum ekki lenda neðstir

„Við vildum gera betur í síðasta heimaleiknum. Við reyndum í seinni hálfleik en við komum ekkert inn í leikinn fyrr en í seinni hálfleiknum. Við fáum þá ódýrt mark í andlitið," sagði Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis eftir 0-2 tap fyrir Blikum á Fjölnisvellinum í dag.

Íslenski boltinn

Chelsea óstöðvandi

Það er ekkert lát á góðu gengi Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann enn einn leikinn í dag þegar Tottenham kom í heimsókn. Lokatölur 3-0.

Enski boltinn

AC Milan og Inter með sigra - Samdoria á toppinn

Mílanóborgarfélögin AC Milan og Inter náðu bæði að vinna sína leiki í Serie A-deildinni í dag. AC Milan vann 1-0 sigur gegn Bologna á heimavelli en Hollendingurinn Clarence Seedorf skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn.

Fótbolti

Wolves upp úr fallsæti eftir sigur gegn Fulham

Nýliðar Wolves unnu 2-1 sigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á Molineux-leikvanginum í dag en staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Wolves. Kevin Doyle skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir heimamenn og David Edwards kom Wolves í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks.

Enski boltinn