Fótbolti

Filippo Inzaghi hjá AC Milan: Það fer bara allt úrskeiðis hjá okkur

Filippo Inzaghi og félagar í AC Milan eru í tómu tjóni á þessu tímabili sem sást vel í Meistaradeildinni í gær þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti svissneska liðinu FC Zurich. AC Milan hefur verið í miklum vandræðum síðan að Leonardo tók við af Carlo Ancelotti, núverandi stjóra Chelsea.

Fótbolti

Wenger búinn að setja met hjá Arsenal

Arsene Wenger er nú orðinn sá stjóri sem hefur verið lengst við stjórnvölinn hjá Arsenal. Wenger er nú búinn að sitja í stólnum í meira en þrettán ár og hefur með því bætt met George Allison sem var stjóri Arsenal frá 1934-1947.

Enski boltinn

Ólafur Jóhannesson búinn að skrifa undir nýjan samning

Ólafur Jóhannesson verður áfram karlalandsliðsþjálfari í knattspyrnu en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag. Ólafur tók við landsliðinu af Eyjólfi Sverrissyni í lok október 2007 eftir að hafa unnið fjóra stóra titla með FH frá 2004 til 2007. Hann mun stjórna landsliðinu út undankeppni EM 2012..

Íslenski boltinn

Mourinho: Þurfum bara að vinna heimaleikina okkar

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hjá Inter er ekki af baki dottinn eftir jafnteflið gegn Rubin Kazan í gærkvöld og þó svo að lið hans sé enn ekki búið að landa sigri eftir tvær umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Owen: Ég mun spila aftur fyrir enska landsliðið

Framherjinn Michael Owen hjá Manchester United hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans Fabio Capello hjá Englandi undanfarið en er þó sannfærður um að hann hafi það sem þurfti til þess að spila aftur fyrir landsliðið.

Enski boltinn

Benitez: Liverpool mun koma til baka á móti Chelsea

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er sannfærður um að sínir menn nái að bæta fyrir ófarirnar í Meistaradeildinni í gær þegar liðið mætir Chelsea á sunnudaginn. Liverpool-liðið var eins og áhorfandi í fyrri hálfleik í 0-2 tapinu á móti Fiorentina í gær.

Enski boltinn

Guðmundur næsti þjálfari Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur boðað til blaðamannafundar þar sem tilkynnt verður um ráðningu þjálfara meistaraflokks karla. Samkvæmt heimildum Vísis verður það Guðmundur Benediktsson, leikmaður KR.

Íslenski boltinn

Wenger: Við stjórnuðum leiknum allan tímann

Arsenal vann 2-0 sigur gegn Olympiakos í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld á Emirates-leikvanginum í Lundúnum. Robin van Persie og Andrei Arshavin skoruðu mörkin fyrir heimamenn sem hafa unnið báða leiki sína í riðlakeppninni til þessa.

Fótbolti

Tómas Ingi tekinn við HK - semur til þriggja ára

„Ég er búinn að nota síðustu ár til þess að fylgjast vel með boltanum hér á Íslandi og ná mér í tiltekin réttindi til þess að þjálfa. Það er svona vika síðan þetta kom fyrst upp með HK og þetta gekk því tiltölulega fljótt og vel fyrir sig.

Íslenski boltinn

Einhver vírus að ganga í Manchester United liðinu

Kóreumaðurinn Park Ji-sung getur ekki verið með Manchester United á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni á morgun þar sem hann er með vírus. Patrice Evra er hinsvegar orðinn góður af sínum veikindum. Það er því einhver vírus að ganga innan United-liðsins.

Enski boltinn