Íslenski boltinn

Björgólfur áfram hjá KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgólfur Takefusa í leik með KR.
Björgólfur Takefusa í leik með KR. Mynd/Stefán

Björgólfur Takefusa hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR en hann var markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í ár. Þetta kom fram á heimasíðu KR í dag.

Björgólfur gekk fyrst í raðir KR árið 2006 en hann hafði þá leikið með Þrótti og Fylki.

Hann skoraði alls sextán mörk með KR í sumar og hlaut gullskóinn fyrir í annað skiptið á ferlinum.

Björgólfur hefur verið mjög iðinn við að skora allan sinn feril og hefur skorað alls 66 mörk í 117 leikjum í efstu deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×