Fótbolti

Ferrara gæti misst starfið um helgina

Það er afar heitt undir Ciro Ferrara, þjálfara Juventus. Juve féll úr leik í Meistaradeildinni í vikunni með skömm og talið er að forráðamenn Juve séu þegar farnir að leita að eftirmanni Ferrara.

Fótbolti

Sol gæti nýst United eins vel og Henke

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur fulla trú á því að varnarmaðurinn Sol Campbell gæti nýst Man. Utd vel. Rétt eins og Svíin Henke Larsson nýttist félaginu vel árið 2007 er hann kom til liðsins á síðustu metrum ferilsins.

Enski boltinn

Aquilani biður um þolnmæði

Ítalinn Alberto Aquilani fékk langþráð tækifæri í liði Liverpool gegn Fiorentina í Meistaradeildinni í gær. Hann átti engan stjörnuleik enda lítið spilað síðan hann kom til félagsins.

Enski boltinn

Hearts sektaði Eggert

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts, hefur verið sektaður af félaginu fyrir þátt sinn í átökunum sem brutust út eftir leik liðsins gegn Hamilton í skosku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti

Gerrard: Vorum ekki nógu góðir

Steven Gerrard segir að ástæðan fyrir því að Liverpool komst ekki áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu er sú að liðið hafi ekki verið nógu gott í keppninni.

Fótbolti

Donovan hugsanlega til Everton í janúar

Það virðist vera í tísku hjá LA Galaxy að lána leikmenn því nú er búist við því að Landon Donovan verði lánaður til Everton í janúar. Hann myndi þar með fylgja í fótspor félaga síns, David Beckham, sem fer til AC Milan um áramótin.

Enski boltinn

Duttu Rússarnir í það daginn fyrir Slóveníuleikinn?

Það kom verulega á óvart að Slóvenía skyldi slá Rússa út í umspilinu fyrir HM. Ef upplýsingar rússneskrar sjónvarpsstöðvar eru réttar þá er ástæðan drykkjuskapur leikmanna liðsins en sjónvarpsstöðin heldur því fram að leikmenn hafi verið vel við skál langt fram undir morgun daginn fyrir leik.

Fótbolti

Zidane: Ronaldo er einstakur

Zinedine Zidane, fyrrum leikmaður Real Madrid, var mættur á leik Marseille og Real Madrid í gær. Hann hreifst mjög af gamla liðinu sínu og þá sérstaklega af Cristiano Ronaldo.

Fótbolti

Vidic líklega með um helgina

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, fékk góðar fréttir í dag því fastlega er búist við því að varnarmaðurinn Nemanja Vidic spili með liðinu um helgina gegn Aston Villa.

Enski boltinn

Campbell orðaður við Man. Utd

Bresku slúðurblöðin greina frá því í dag að Sir Alex Ferguson íhugi að fá Sol Campbell til liðs við Man. Utd þar sem nánast allir varnarmenn liðsins eru meiddir.

Enski boltinn