Fótbolti

Chelsea tók toppsætið af United með 2-1 sigri á Old Trafford

Chelsea vann 2-1 útisigur á Manchester United í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í Manchester. Chelsea-maðurinn Joe Cole skoraði eina mark fyrri hálfleiks og varamennirnir Didier Drogba (Chelsea) og Federico Macheda (United) skoruðu síðan sitthvort ólöglega markið í seinni hálfleiknum. Manchester pressaði mikið í lokin en Chelsea-vörnin hélt út og fór heim með öll stigin þrjú.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo getur ekki horft á Meistaradeildina

Það var mjög sár tilfinning fyrir Portúgalann Cristiano Ronaldo þegar Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á dögunum. Cristiano Ronaldo hafði farið alla leið í úrslitaleikinn með Manchester United undanfarin tvö ár en var nú úr leik strax í sextán liða úrslitunum.

Fótbolti

Didier Drogba er á bekknum hjá Chelsea á móti United

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki með Didier Drogba í byrjunarliði Chelsea í toppslagnum á móti Manchester United sem hefst klukkan 11.45 á Old Trafford í Manchester. Joe Cole, Deco, Florent Malouda og Nicolas Anelka eru fremstu menn liðsins í leiknum í dag.

Enski boltinn

Nani: Við njótum álagsins

„Það er mjög mikilvægt að við höldum okkur fyrir framan keppinautana og gefum þeim ekki aukna hvatningu," segir portúgalski kantmaðurinn Nani hjá Manchester United fyrir stórleikinn gegn Chelsea.

Enski boltinn

West Ham kvartar yfir Fulham

West Ham hefur lagt fram formlega kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar vegna þess að Roy Hodgson, stjóri Fulham, ákvað að tefla fram veikara liði í tapleiknum gegn Hull síðasta laugardag.

Enski boltinn

Sir Alex: Ancelotti gert góða hluti

Sir Alex Ferguson fer óhefðbundna leið í sálfræðistríðinu fyrir stórleik Manchester United og Chelsea á morgun. Hann hrósar kollega sínum Carlo Ancelotti og segir hann hafa gert góða hluti hjá Chelsea.

Enski boltinn

Hargreaves og O'Shea í hópnum hjá United á móti Chelsea

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi fyrir stórleik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun að miðjumaðurinn Owen Hargreaves og varnarmaðurinn John O'Shea yrði í leikmannahópnum en þeir hafa báðir verið lengi frá vegna meiðsla.

Enski boltinn

Ryan Babel: Þetta var heimskulegt hjá mér

Ryan Babel, leikmaður Liverpool, fékk að líta rauða spjaldið strax á 30. mínútu þegar Liverpool-liðið tapaði 1-2 á útivelli á móti Benfica í Evrópudeildinni í gær. Babel setti þá höndina í andlit Luisao eftir að þessi stóri og mikli varnarmaður Benfica hafði sparkað niður Fernando Torres á ruddalegan hátt.

Enski boltinn

Lars Ivar Moldskred er búinn að semja við KR

Norski markvörðurinn Lars Ivar Moldskred hefur samið við KR út leiktíðina en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Moldskred er 32 ára markmaður með reynslu úr norsku úrvalsdeildinni þar sem að hann spilaði með Molde, Lillestrøm og Strømsgodset.

Íslenski boltinn

Fabio semur við Man. Utd til 2014

Brasilíski bakvörðurinn Fabio da Silva hefur skrifað undir nýjan samning við Man. Utd sem er til ársins 2014. Þessi tvítugi leikmaður hefur spilað 13 leiki með aðalliðinu síðan hann kom til félagsins árið 2008.

Enski boltinn

Enginn Barthez með KR í gær

Ekkert varð af því að franski markvörðurinn Fabien Barthez spilaði með KR gegn Þrótti í gær. Frétt Vísis um það í gær var aprílgabb en eins og flestir ættu að vita var 1. apríl í gær.

Íslenski boltinn

Gríðarleg öryggisgæsla á HM í sumar

Lögreglumenn frá allt að 25 löndum verða við störf á HM í Suður-Afríku í sumar. Þess utan verður lögreglulið heimamanna vel mannað og öll þáttökulönd senda löggæslufólk á svæðið.

Fótbolti