Fótbolti

Haukamenn "skjóta" aðeins á markaskorara sína á móti KR

Haukar náðu 2-2 jafntefli á móti Íslandsmeistaraefnunum KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla þökk sé mörkum frá Úlfari Hrafni Pálssyni og Pétri Sæmundssyni. Þeir voru báðir að skora í sínum fyrsta leik í efstu deild. Þeir Úlfar og Pétur fá skemmtileg skot í viðtölum á heimasíðu Hauka fyrir stórleikinn á móti FH á Vodafonevellinum í kvöld.

Íslenski boltinn

Fabio Capello ætlar að þjálfa enska landsliðið á EM 2012

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, ætlar að halda áfram með liðið fram að EM 2012. Ítalski þjálfarinn hefur beðið um að samningur sinn verði endurskrifaður þannig að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi eftir HM þar sem átti að ákveða það hvort að hann myndi halda áfram með liðið eða ekki.

Fótbolti

Bayern Munchen vann þýska bikarinn með stæl í kvöld

Bayern Munchen er þýskur bikarmeistari eftir sannfærandi 4-0 sigur á Werder Bremen í bikarúrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Bayern er þar með tvöfaldur meistari í Þýskalandi á þessu tímabili og getur fullkomnað þrennuna með því að vinna úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Inter eftir eina viku.

Fótbolti

Ari Freyr Skúlason með þrennu í sigri Sundsvall

Ari Freyr Skúlason var í miklu stuði með Sundsvall í sænsku b-deildinni í dag þegar hann skoraði þrennu í 5-2 heimasigri liðsins á Syrianska. Með þessum þremur stigum komst Sundsvall-liðið upp í 2. sæti deildarinnar sem skilar sæti í Allsvenskan í haust takist Ara og félögum að halda því.

Fótbolti

Didier Drogba tryggði Chelsea enska bikarinn og sögulega tvennu

Didier Drogba skoraði eina markið í 1-0 sigri Chelsea á Portsmouth í viðburðarríkum úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag. Markið skoraði Drogba beint úr aukaspyrnu á 58. mínútu og aðeins þremur mínútum eftir að Peter Cech varði víti frá Portsmouth manninum Kevin Prince-Boateng .

Enski boltinn