Fótbolti

Ítalir komnir heim með öngulinn í rassinum

Um 100 stuðningsmenn ítalska landsliðsins tóku á móti liðinu er það kom heim eftir sneypuför til Suður-Afríku. Stemningin var aðeins önnur fyrir fjórum árum síðan er þúsundir manna tóku á móti þá nýkrýndum heimsmeisturum.

Fótbolti

Liverpool ræðir við Deschamps

Forráðamenn Liverpool fara um víðan völl þessa dagana í leit að nýjum knattspyrnustjóra. Nú berast fréttir af því að félagið hafi sett sig í samband við Marseille með það fyrir augum að fá að ræða við þjálfara félagsins, Didier Deschamps.

Enski boltinn

Beckenbauer biður Englendinga afsökunar

Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer hefur beðist afsökunar á gagnrýni sinni á enska landsliðið. Beckenbauer sagði að Englendingar hefðu verið heimskir að vinna ekki riðilinn sinn á HM.

Fótbolti

Cannavaro vill yngja upp í landsliðinu

Hinn 36 ára gamli Fabio Cannavaro er hættur að leika með ítalska landsliðinu. Hann vill að þróun ítalska knattspyrnusambandsins breytist og það fari nú að einbeita sér að yngri mönnum.

Fótbolti

Lahm: Vítaspyrnur myndu henta okkur vel

Phillipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja, segir að það myndi henta liðinu vel að fara í vítaspyrnukeppni gegn Englandi. Báðar þjóðir gera mikið úr vítaspyrnukeppnum í dag en þjóðirnar mætast í 16-liða úrslitunum á HM.

Fótbolti

Xavi: Viljum að Chile sæki

Xavi er ánægður með að þjálfari Chile, Marcelo Bielsa, ætlar ekki að spila upp á jafntefli í kvöld. Það dugir þó Chile til að komast áfram en tapi liðið gætu Svisslendingar farið áfram á þeirra kostnað.

Fótbolti

Allegri er nýr þjálfari AC Milan

AC Milan er búið að ráða nýjan þjálfara en félagið tilkynnti í dag að samið hafi verið við Massimiliano Allegri til tveggja ára. Allegri verður kynntur til leiks á blaðamannafundi á næstu dögum.

Fótbolti

Ballack aftur til Leverkusen

Michael Ballack er kominn aftur til Bayer Leverkusen þar sem hann gerði garðinn frægan áður en hann reri á stærri mið. Ballack skrifaði undir tveggja ára samning í morgun.

Fótbolti

James skilur ekki mikilvægi Þjóðverjaleiksins

Flestir knattspyrnuáhugamenn bíða afar spenntir eftir leik Englands og Þýskalands í sextán liða úrslitum HM enda eru leikir þessara þjóða ávallt sérstaklega áhugaverðir. Í hugum stuðningsmanna þessara landa verða leikirnir ekki stærri en England gegn Þýskalandi.

Fótbolti

Chamakh vill fá Gourcuff til Arsenal

Framherjinn Marouane Chamakh, sem Arsenal keypti á dögunum frá Bordeaux, segir að fyrrum félagi sinn hjá Bordeaux, Yoann Gourcuff, yrði frábær arftaki Fabregas ef hann færi frá Arsenal.

Enski boltinn

Robinho reynir að komast frá Man. City

Brasilíumaðurinn Robinho hefur ítrekað að hann hafi engan áhuga á því að snúa aftur til Man. City og umboðsmenn hans vinna að því hörðum höndum þessa dagana að koma honum frá félaginu.

Fótbolti

Samningamál ekki að trufla Löw

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, mun ekki láta vangaveltur um framtíð hans með þýska landsliðið trufla undirbúning landsliðsins fyrir leikinn gegn Englandi í sextán liða úrslitum HM.

Fótbolti

Fabregas: Kemur ekki til greina að fara heim

Cesc Fabregas, leikmaður Spánar, segir það ekki koma til greina að klúðra HM í leiknum gegn Chile. Flestir spáðu Spánverjum sigri í mótinu en óvænt tap gegn Sviss í fyrsta leik setti allt í uppnám hjá liðinu.

Fótbolti