Fótbolti

Umfjöllun: Jafnt í Vígslunni er presturinn blessaði völlinn

Það var þéttsetið á nýja Sparisjóðvellinum í kvöld þegar að Keflvíkingar vígðu nýja völlinn sinn og gátu loksins spilað sinn fyrsta alvöru heimaleik í sumar. Liðin sættust á jafntefli í þessum glæsilega vígsluleik en bæði lið fengu góð tækifæri til að gera útum leikinn. Það vakti athygli að fyrir leik birtist prestur á miðjum velli sem blessaði völlinn fyrir heimamenn.

Íslenski boltinn

Þjálfari Paragvæ allt annað en sáttur

Gerardo Martino landsliðsþjálfari Paragvæ sagði að dómarinn sem dæmdi leik liðsins gegn spánverjum hafa tekið mark af hans mönnum er liðin áttust við í fjórðungsúrslitum HM í gær.

Fótbolti

Heinze vill Maradona áfram sem þjálfara

Gabriel Heinze leikmaður Argentínu vill að Diego Maradona, þjálfari landsliðsins, haldi áfram með liðið en Argentínumenn eru nú á heimleið eftir að hafa fengið skell á móti þjóðverjum í gær.

Fótbolti

Gerrard vill nota marklínutækni

Steven Gerrard, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, vill ólmur taka inn tækni sem kemur í veg fyrir að dómarar leiksins missi af mörkum líkt og gerðist í leik Englendinga og Þjóðverðja.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo orðinn pabbi

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er orðinn faðir en hann birti yfirlýsingu á Facebook síðu sinni í morgun þar sem hann sagði lítinn dreng hafa komið í heiminn.

Fótbolti

Umboðsmaður Maicon ósáttur

Umboðsmaður Maicon sem spilar með leikmanns Inter, er allt annað en sáttur við félagið en framtíð leikmannsins hefur verið í óvissu eftir að Jose Mourinho hætti sem þjálfari og tók við Real Madrid.

Fótbolti

Rooney var heill á HM

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur sagt að hann hafi verið í góðu standi allt Heimsmeistaramótið en fjölmiðlar voru duglegir að tala um að hann væri ekki fullkomlega heill og það væri ástæðan fyrir lélegri frammistöðu leikmannsins.

Enski boltinn

Chelsea með Torres og Kaka á óskalistanum

Kaka, leikmaður Real Madrid, er talinn vera á leið til Chelsea sem og framherji Liverpool Fernando Torres. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur sannfært Roman Abrohimovic, eiganda liðsins, um að hann verði að styrkja liðið.

Enski boltinn

Given vill halda Robinho hjá City

Shay Given, leikmaður Manchester City, vill trúa því að Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho gefi ensku deildinni annað séns og spilið með liðinu á næstu leiktíð. City lánaði Robinho í fyrra til Santos í heimalandinu þar sem hann sló í gegn líkt og hann gerði á HM í sumar.

Enski boltinn

Van Persie ekki alvarlega meiddur

Meiðsli Robin van Persie á olnboga eru ekki alvarleg og verður hann orðinn klár í slaginn þegar að Holland mætir Úrúgvæ í undanúrslitum HM á þriðjudagskvöldið.

Fótbolti

Maradona hughreystur af dóttur sinni - myndband

Diego Maradona landsliðsþjálfari Argentínu viðurkenndi í gær að Þýskaland hafi verið betri aðilinn í leik liðanna í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku. Þýskaland vann leikinn, 4-0, og mætir Spáni í undanúrslitum.

Fótbolti

Fabregas: Ekkert unnið enn

Cesc Fabregas ætlar ekki að fagna sigri of snemma þrátt fyrir gott gengi Spánverja á HM í Suður-Afríku. Spánn vann í dag Paragvæ, 1-0, í fjórðungsúrslitum HM og mætir Þýskalandi í undanúrslitum á miðvikudagskvöldið.

Fótbolti

Maradona gæti hætt á morgun

Diego Maradona landsliðsþjálfari Argentínu segir að hann hafi ekki íhugað stöðu sína sérstaklega en að hann gæti þess vegna hætt á morgun.

Fótbolti

Löw: Nánast fullkominn leikur

Joachim Löw sagði að leikur sinna manna í þýska landsliðinu hafi verið nánast fullkominn er þeir gerðu sér lítið fyrir og slátruðu afar sterku landsliði Argentínu, 4-0.

Fótbolti