Enski boltinn

Steven Taylor sagður á leið til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Taylor, leikmaður Newcastle.
Steven Taylor, leikmaður Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, nýráðinn knattspyrnustjóri Liverpool, er sagður áhugasamur um að fá Steven Taylor, varnarmann Newcastle, til liðs við félagið.

Það er Sunday Mirror sem greinir frá þessu í dag en Liverpool er sagt reiðubúið að leggja fram tilboð upp á fimm milljónir punda í kappann.

Newcastle vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný í vor en forráðamenn félagsins hafa sagt að þeir ætli sér ekki að eyða miklu í leikmannakaup í sumar.

Taylor á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við Newcastle og mun vera áhugasamur um að fara til Liverpool en hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×