Enski boltinn

Yaya Toure: Þetta er draumur

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Yaya Toure hlakkar til að spila með bróðir sínum hjá City.
Yaya Toure hlakkar til að spila með bróðir sínum hjá City.
Manchester City fékk á dögunum til liðs við sig Yaya Toure frá Barcelona en hann er yngri bróðir Kolo Toure sem spilar einnig með liðinu.

Yaya Toure skrifaði undir fimm ára samning við City og segist hlakka mikið til þess að spila með eldri bróðir sínum.

„Þetta er draumur sem er orðinn að veruleika. Mig hefur alltaf langað til þess að spila í sama liði og bróðir minn svo ég er mjög ánægður að þetta skuli vera komið í gegn," sagði Yaya Toure ánægður með félagsskiptin.

„Þetta eru góðar fréttir fyrir fjölskylduna og ég er mjög hrifinn af ensku deildinni. Vonandi næ ég að standa mig fyrir félagið," sagði Toure.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×