Enski boltinn

Given vill halda Robinho hjá City

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Robinho á góðri stundu.
Robinho á góðri stundu.

Shay Given, leikmaður Manchester City, vill trúa því að Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho gefi ensku deildinni annað séns og spilið með liðinu á næstu leiktíð. City lánaði Robinho í fyrra til Santos í heimalandinu þar sem hann sló í gegn líkt og hann gerði á HM í sumar.

„Ég veit ekki hver staða hans er núna en hann var frábær á Heimsmeistaramótinu og því getur enginn neitað. Það sem skiptir þó mestu máli að hann er leikmaður Manchester City," sagði Given í viðtali við Daily Mail.

„Ég myndi elska að sjá hann spila aftur fyrir City. Hann sannaði hvað hann er góður í Suður-Afríku."

Given segir að það hafi verið gott fyrir hann að fara til Santos.

„Það hjálpaði honum að fara til Santos og finna sitt gamla form. Hann er svo búinn að sýna það núna hvers vegna hann er talinn meðal þeirra bestu í heimi. Hann er ungur og á nóg eftir," sagði Given.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×