Fótbolti

Roy Hodgson býst ekki við að Liverpool berjist um titilinn

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur ekki sett stefnuna á það að lið hans berjist um enska meistaratitilinn á þessu tímabili þar sem að hann hefur ekki haft nógu mikinn tíma til að vinna með liðið. Roy Hodgson tók við stjórastöðunni af Rafael Benitez í sumar og fyrsti leikur liðsins á tímabilinu er gegn Arsenal á Anfield í dag.

Enski boltinn

Wenger: Gott að byrja á móti Liverpool á Anfield

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sett stefnuna á að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2004 en liðið byrjar tímabilið á að heimsækja Liverpool á Anfield í dag. Arsenal vann alla þrjá leiki sína á móti Liverpool á síðasta tímabili.

Enski boltinn

Gylfi lagði upp jöfnunarmark Reading í gær

Gylfi Þór Sigurðsson reyndist Reading enn á ný mikilvægur í ensku b-deildinni þegar hann lagði upp jöfnunarmark liðsins á móti Portsmouth í gær. Jöfnunarmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikslok þegar það stefndi í 1-0 sigur Portsmouth.

Enski boltinn

Rúnar: Margir leikmenn voru ekki að spila af eðlilegri getu

„Það er voðalítið hægt að segja eftir svona leik en ég vil bara óska FH-ingum til hamingju með frábæran sigur. Það var blóðugt að lenda 2-0 undir á tveimur vítaspyrnum sem ég er ekki búinn að sjá aftur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-0 tap KR fyrir FH í bikaúrslitaleiknum í kvöld.

Íslenski boltinn

Sepp Blatter talar um að útrýma jafnteflum á HM

Sepp Blatter, forseti FIFA, segir það í umræðunni innan Alþjóðafótboltasambandsins að hætta með jafntefli á HM í fótbolta en þess í stað verði gripið til vítaspyrnukeppni eftir 90 mínútur eða að menn endurveki gullmarkið í framlengingu.

Fótbolti

Peter Cech og Didier Drogba byrja báðir hjá Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur tilkynnt byrjunarlið Chelsea fyrir leikinn á móti West Brom á eftir. Það vekur athygli að bæði Peter Cech og Didier Drogba eru í liðinu en þeir hafa verið að glíma við meiðsli og hafa lítið tekið þátt í undirbúningstímabilinu.

Enski boltinn

Nýliðar Blackpool á toppnum eftir stórsigur á útivelli

Nýliðar Blackpool og Aston Villa unnu stærstu sigrana þegar enska úrvalsdeildin fór af stað í dag en þrjú efstu liðin frá því á síðasta tímabili, Chelsea (í kvöld), Arsenal (á morgun) og Manchester United (á mánudaginn), eiga enn eftir að spila sinn í leik í 1. umferðinni.

Enski boltinn