Fótbolti

Barton æfir með aðalliði Newcastle á nýjan leik

Joey Barton miðvallarleikmaður Newcastle United æfði með aðalliði félagsins á nýjan leik í gær. Barton, sem hefur fengið grænt ljós á frjálsa sölu frá félaginu, æfði einn í síðustu viku en óánægju gætti hjá stjórnarmönnum Newcastle vegna framkomu hans á Twitter.

Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Blackburn æfir með AEK

Franski miðjumaðurinn Herold Goulon æfir um þessar mundir með Eiði Smára Guðjohnsen og Elfari Frey Helgasyni hjá AEK Aþenu. Goulon var fenginn til Blackburn þegar Sam Allardyce réð þar ríkjum en fékk fá tækifæri undir stjórn Steve Kean og látinn fara að loknu síðasta tímabili.

Fótbolti

Gabriel Obertan semur við Newcastle

Franski kantmaðurinn Gabriel Obertan er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Obertan skrifaði undir fimm ára samning við félagið en kaupverðið er talið vera þrjár milljónir punda eða sem nemur um 567 milljónum íslenskra króna.

Enski boltinn

Landsleik Englands og Hollands aflýst

Enska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa æfingaleik Englands og Hollands sem fram átti að fara á Wembley á miðvikudagskvöld. Ástæðan eru óeirðirnar í London undanfarna þrjá daga.

Enski boltinn

Grétar Rafn: Mæti ekki með hálfum huga

Grétar Rafn Steinsson segir í viðtali í Fréttablaðið að hann geti ekki tekið þátt í næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna vandamála hans utan vallar. Það sé gert „með sorg í hjarta“ en hann muni gefa aftur kost á sér í liðið eftir áramót.

Íslenski boltinn

Draumamark hjá Gunnari Heiðari

Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði stórglæsilegt mark fyrir Norrköping á útivelli gegn Halmstad um helgina. Gunnar Heiðar tók boltann á lofti fyrir utan teig og klippti hann í netið.

Fótbolti

Beckenbauer: Mario Götze er okkar Messi

Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer er yfir sig hrifinn af Mario Götze hjá þýsku meisturunum í Borussia Dortmund. Götze er 19 ára gamall og er í landsliðshóp Þjóðverja í vináttulandsleiknum á móti Brasilíu í vikunni.

Fótbolti

Daily Mail: Carlos Tevez búinn að missa fyrirliðabandið hjá City

Carlos Tevez mætti í fyrsta sinn á æfingu hjá Manchester City í dag eftir að hafa fengið 21 dags frí hjá Roberto Mancini eftir Copa America keppnina. Framtíð Argentínumannsins hjá félaginu hefur verið í miklu uppnámi allt þetta ár eftir að hann lét óánægju sína í ljós og heimtaði það að vera seldur.

Enski boltinn

Rooney: Við tókum City-liðið í kennslustund

Wayne Rooney, framherji Mancehester United, var ánægður með ungu strákana á móti Manchester City í gær og er á því að Manchester United hafi gefið, nágrönnum sínum og væntanlegum erkifjendum á komandi tímabili, skýr skilboð með því að vinna 3-2 sigur í leik liðanna um Samfélagsskjöldinn á Wembley.

Enski boltinn

Fjórar íslenskar stelpur í byrjunarliðinu í tapi Kristianstad

Elísabet Gunnarsdóttir og liðsmenn hennar í Kristianstad töpuðu 1-3 á útivelli á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli á heimavelli Kristianstad fyrir átta dögum. Kristianstad er áfram í sjötta sæti deildarinnar en er nú aðeins einu stigi á undan Linköping.

Fótbolti

Táningur til Arsenal á 12 milljónir punda

Alex Oxlade-Chamberlain, 17 ára leikmaður Southamption í ensku C-deildinni, er í læknisskoðun hjá Arsenal. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu og er kaupverðið talið vera tólf milljónir punda eða sem nemur um 2,2 milljörðum íslenskra króna.

Íslenski boltinn

Markvarðavandræði hjá KR-ingum

Hannes Þór Halldórsson markvörður KR-inga var einn fimm leikmanna sem dró sig út úr landsliðshópi Íslands sem leikur æfingaleik gegn Ungverjum ytra á miðvikudag. Hannes glímir við meiðsli á hendi.

Íslenski boltinn

Gaupahornið - Guðmundur rússneski

Guðjón Guðmundsson hitti einn heitasta stuðningsmann KR-inga, Guðmund Kr. Kristjánsson, á KR-vellinum. Guðmundur skoðar ættartré allra leikmanna KR og snýr einnig nöfnum leikmanna yfir á rússnesku.

Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson og skilgreining á krísu

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks hefur hvatt tvo íþróttafréttamenn til þess að fletta upp orðinu krísa í íslenskri orðabók undanfarnar vikur. Hörður Magnússon tók hann á orðinu og fletti því upp í Pepsi-mörkunum á Stöð2 Sport í gærkvöldi.

Íslenski boltinn