Enski boltinn

Lampard með sýkingu í hálsi - missir af Hollandsleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur bæst í hóp miðjumanna enska landsliðsins sem missa af vináttulandsleiknum á móti Hollandi á Wembley á miðvikudaginn. Hann er veikur, glímir við sýkingu í hálsi, og hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins.

Meðal miðjuleikmanna sem eru úr leik hjá enska landsliðinu fyrir umræddan leik eru Steven Gerrard, Michael Carrick og Jack Wilshere.

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, hefur nú úr þessum miðjumönnum að velja: Gareth Barry (Manchester City), Tom Cleverley (Manchester United), Stewart Downing (Liverpool), Adam Johnson (Manchester City), James Milner (Manchester City), Scott Parker (West Ham United) og Ashley Young (Manchester United).

Lampard hefur skorað í tveimur síðustu leikjum Englendinga í undankeppninni, á móti Wales og Sviss, en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Hann hefur alls skorað 22 mörk í 86 landsleikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×