Fótbolti

Matthías: Urðum ekki lélegir á einni nóttu

FH-ingar eru ekki búnir að segja sitt síðasta í Pepsi-deildinni í sumar þrátt fyrir að allir hafi verið búnir að afskrifa þá fyrir fjórum vikum. Fjórir sigrar í röð hafa skilað þeim inn í toppslaginn á ný þótt KR-ingar séu enn langt á undan þeim.

Íslenski boltinn

Breytingarnar verða að koma ofan frá

Umræða um leikaraskap í knattspyrnunni koma upp með reglulegu milibili og er núverandi keppnistímabil í Pepsi-deild karla engin undantekning. Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar, segir vissulega um vandamál að ræða.

Íslenski boltinn

Mikilvægur sigur Selfoss á Akureyri

Selfoss vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í Pepsi-deild karla með 2-1 sigur á KA á Akureyri í kvöld. Selfyssingar eru í öðru sæti deildarinnar með sjö stiga forystu á BÍ/Bolungarvík, sem á að vísu leik til góða.

Íslenski boltinn

Birkir skoraði sjálfsmark

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar að lið hans, Viking, tapaði fyrir Odd Grenland, 4-2.

Fótbolti

Forráðamenn Real Madrid: Messi er ekki alveg saklaus

Forráðamenn Real Madrid segja hegðun Lionel Messi eftir að hann skoraði sigurmark sitt í Ofurbikarnum í vikunni eiga sinn þátt í því að upp úr sauð í leikslok. Leikmenn og þjálfari Barcelona kenndu José Mourinho og lærisveinum hans um hvernig fór en Real-menn hafa nú svarað því með nýjum ásökunum á hendur Barca-liðinu.

Fótbolti

Fyrstu umferð spænska boltans frestað

Fyrstu umferð í efstu og næstefstu deild spænsku deildarkeppninnar í knattspyrnu hefur verið frestað. Samtök atvinnuknattspyrnumanna á Spáni, AFE, höfðu áður hótað verkfalli fyrstu tvær leikhelgarnar.

Fótbolti

Mourinho sleppur líklega við refsingu fyrir að pota í auga Tito

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, átti stóran þátt í að magna upp hópslagsmálin í stórleik Barcelona og Real Madrid í spænska ofurbikarnum á miðvikudagaskvöldið þegar hann potaði viljandi í auga aðstoðarþjálfara Barcelona. Mourinho virðist hinsvegar ætla að sleppa við refsingu af því að dómari leiksins minntist ekkert á atvikið í skýrslu sinni.

Fótbolti

Guardiola jafnaði met Johan Cruyff hjá Barcelona

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, vann í gær sinn ellefta titil sem þjálfari félagsins og jafnaði þar með metið sem Hollendingurinn Johan Cruyff átti einn áður. Barcelona tryggði sér þá sigur í spænska Ofurbikarnum með 3-2 sigri á erkifjendunum í Real Madrid í seinni leik liðanna en þeim fyrri lauk með 2-2 jafntefli í Madrid.

Fótbolti

Schalke tapaði í Finnlandi

Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og hefur verið greint frá úrslitum nokkurra þeirra hér á Vísi í kvöld. Meðal annarra úrslita má nefna að þýska liðið Schalke tapaði fyrir finnska liðinu HJK Helsinki á útivelli í kvöld, 2-0.

Fótbolti