Fótbolti

Þetta fá íslensku félögin í styrk frá UEFA og KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið það út hvað íslensku félögin fá í árlegan styrk frá sambandinu en peningarnir koma bæði frá UEFA í gegnum tekjur af Meistaradeild UEFA 2010/2011 sem og frá framlagi frá KSÍ til þeirra félaga sem áttu ekki rétt á styrknum frá UEFA. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KSÍ.

Íslenski boltinn

John Terry ekki í hópnum hjá Chelsea í kvöld

John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld þegar liðið mætir Everton í enska deildarbikarnum. Það hefur verið mikið umstang í kringum John Terry frá leiknum á móti Queens Park Rangers um helgina en það er þó ekki ástæðan fyrir því að Terry verður ekki með í kvöld.

Enski boltinn

Jafntefli gegn Noregi ekki nóg

Íslenska U-19 landslið karla er úr leik í undankeppni EM 2012 eftir 2-2 jafntefli gegn Noregi í dag. Ísland endaði í neðsta sæti riðilsins en samt hefði sigur dugað til að komast áfram.

Fótbolti

Tevez er sár og reiður

Fjölmiðlafulltrúi Carlos Tevez segir að leikmaðurinn sé sár og reiður vegna þeirra ásakana að hann hafi neitað að spila með félaginu.

Enski boltinn

Sleppur Veigar Páll við keppnisbann?

Norskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um umdeild atriði varðandi vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stabæk seldi sem kunnugt er Veigar Pál til Vålerenga í Osló og vakti það athygli hvernig staðið var að þeim viðskiptum. Á morgun mun norska knattspyrnusambandið taka ákvörðun um hvort ákæra verði lögð fram í málinu.

Fótbolti

Viljum enda árið vel

Ísland leikur í dag sinn síðasta leik á árinu er stelpurnar okkar mæta Norður-Írlandi í Belfast í undankeppni EM 2013. Ísland er taplaust í riðlinum og segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari að stefnan sé að kóróna frábært ár með landsliðinu með sigri.

Fótbolti

Clemente rekinn frá Kamerún

Spánverjinn Javier Clemente hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Kamerún. Brottreksturinn hefur legið í loftinu í margar vikur enda komst Kamerún ekki í úrslit Afríkubikarsins.

Fótbolti

Dalglish ánægður með Bellamy

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er hæstánægður með framherjann Craig Bellamy en Dalglish segir að leikmaðurinn hafi þroskast mikið frá því hann var síðast hjá félaginu.

Enski boltinn

Þrefalda refsingin afnumin næsta sumar

Eitt af því sem truflar knattspyrnuáhugamenn hvað mest er hin svokallaða þrefalda refsing. Það er þegar dæmt er víti á leikmann, hann fær rautt spjald og fer í bann. Það finnst mörgum allt of grimmt.

Fótbolti

Engin flugeldasýning hjá Man. Utd

Man. Utd, Arsenal, Cardiff City og Crystal Palace komust öll áfram í enska deildarbikarnum í kvöld. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, skipti út öllu sínu liði fyrir leikinn gegn D-deildarliði Aldershot en það kom ekki að sök þar sem gæði Aldershot eru takmörkuð.

Enski boltinn