Fótbolti Ancelotti: Ég hef ekki talað við Tevez Carlo Ancelotti, þjálfari franska liðsins Paris Saint-Germain, fær væntanlega til sín Carlos Tevez á næstunni en allt bendir nú til þess að franska liðið kaupi argentínska sóknarmanninn frá Manchester City. Kia Joorabchian, umboðsmaður Carlos Tevez, ræddi við forráðamenn PSG í dag en franska liðið virðist vera það eina sem hefur efni á því að kaupa Tevez. Fótbolti 19.1.2012 18:30 Sjáið Pepe stíga ofan á Messi - harðlega gagnrýndur á Spáni Spænskir fjölmiðlar voru allt annað en hrifnir af hegðun Pepe, leikmanns Real Madrid í leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í gær en Real Madrid varð þá enn einu sinni að sætta sig við tap á móti erkifjendunum. Fótbolti 19.1.2012 18:00 Beckham samdi við LA Galaxy á ný Í nótt var gengið frá nýjum tveggja ára samning David Beckham við LA Galaxy. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda hefur hann margoft sagt að honum og fjölskyldu hans líður vel í Bandaríkjunum. Fótbolti 19.1.2012 17:30 AZ Alkmaar sló Ajax út úr hollenska bikarnum Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar eru komnir áfram í átta liða úrslit hollenska bikarsins eftir 3-2 sigur á Ajax í dag. Leikurinn var spilaður að nýju eftir að leikmenn AZ yfirgáfu völlinn í kjölfar árásar á markvörð liðsins þegar liðin mættust 21. desember síðastliðinn. Fótbolti 19.1.2012 16:30 Kjartan Henry æfir með Coventry Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður í KR, er nú staddur í Coventry í Englandi þar sem hann æfir með liðinu til reynslu. Íslenski boltinn 19.1.2012 16:00 Mawejje lánaður til félags í Suður-Afríku Miðjumaðurinn Tonny Mawejje er á leið frá ÍBV þar sem hann hefur verið lánaður til suður-afríska félagsins Golden Arrows. Íslenski boltinn 19.1.2012 14:45 Coleman ráðinn landsliðsþjálfari Wales Knattspyrnusamband Wales hefur staðfest að Chris Coleman hafi verið ráðinn þjálfari velska landsliðsins og verður hann þar með eftirmaður Gary Speed sem lést seint á síðasta ári. Enski boltinn 19.1.2012 14:19 Dalglish staðfestir áhuga Liverpool á Joao Carlos Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, staðfesti á blaðamannafundi í dag að hann hafi áhuga á að fá miðjumanninn unga Joao Carlos í sínar raðir. Enski boltinn 19.1.2012 12:15 Lokeren komst áfram en Birkir datt út úr bikarnum í fyrsta leik Sporting Lokeren komst í kvöld áfram í undanúrslit belgíska bikarsins en það gekk ekki eins vel hjá Íslendingaliðunum Standard Liege og Germinal Beerschot sem eru bæði úr leik. Seinni leikur átta liða úrslitanna fóru fram í kvöld. Fótbolti 18.1.2012 23:12 Barcelona vann enn einn sigurinn á Real Madrid Barcelona lenti 0-1 undir en vann engu að síður 2-1 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins en leikurinn í kvöld fór fram á heimavelli Real Madrid. Fótbolti 18.1.2012 22:58 Henry gæti misst af Manchester United leiknum Thierry Henry meiddist á æfingu með Arsenal í vikunni og er tæpur fyrir leikinn á móti Manchester United um næstu helgi. Henry hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins með misjöfnum árangri en Arsenal tapaði þeim síðari á móti Swansea á sunnudaginn. Enski boltinn 18.1.2012 21:15 Lionel Messi frumsýnir nýja takkaskó í El Clasico í kvöld Lionel Messi hefur verið á skotskónum það sem af er þessu tímabili með Barcelona en argentínski snillingurinn er ekkert hræddur við að skipta um takkaskó. Messi ætlar nefnilega að frumsýna nýja skó í El Clasico á kvöld þar sem Barcelona mætir Real í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska bikarsins. Fótbolti 18.1.2012 20:15 Eggert Gunnþór og félagar úr leik í enska bikarnum Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves duttu út úr enska bikarnum í kvöld eftir 0-1 tap á heimavelli á móti b-deildarliði Birmingham. Eggert Gunnþór var í byrjunarliðinu en sigurmark Birmingham kom eftir að Eggerti hafði verið skipt útaf vellinum. Enski boltinn 18.1.2012 19:30 Ísland áfram í 104. sæti á FIFA-listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið situr sem fastast í 104. sæti listans, sæti á eftir Makedóníu og sæti á undan Mósambík. Ísland er í 43. sæti af 53 Evrópuþjóðum. Fótbolti 18.1.2012 14:15 Óskar Pétursson framlengir við Grindavík til 2015 Óskar Pétursson, markvörður knattspyrnuliðs Grindavíkur, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2015. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindvíkinga. Íslenski boltinn 18.1.2012 13:30 Hallbera Guðný í atvinnumennsku - samdi við Piteå Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur gengið frá samningi við sænska knattspyrnuliðið Piteå. Á heimasíðu félagsins kemur fram að Hallbera sé nýjasta púslið í lið Piteå sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári eftir að hafa hafnað í 10. sæti af 12 liðum á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 18.1.2012 13:00 Chelsea kaupir þrjá bræður frá Luton Chelsea hefur gengið frá kaupum á tvíburabræðrunum tólf ára Rio og Cole auk þrettán ára bróður þeirra Jay DaSilva frá Luton Town. Fari svo að leikmennirnir spili fyrir Chelsea nær kaupverðið um milljón pundum eða sem nemur um 192 milljónum íslenskra króna. Enski boltinn 18.1.2012 10:15 Michael Owen komið með sitt eigið App Michael Owen er einn þekktasti knattspyrnumaður heims þó svo að hann hafi ekki mikið spilað með liði sínu, Manchester United, undanfarið vegna meiðsla. Hann hefur þó greinilega nýtt tímann vel því kappinn er kominn með glænýtt svokallað "App“ fyrir iPhone, iPod Touch og iPad. Enski boltinn 17.1.2012 23:30 Ferguson segir Solskjær geta höndlað pressuna á Old Trafford Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherja félagsins, kjörinn til þess að höndla þá pressu sem fylgi starfi knattspyrnustjóra Mancehster United. Solskjær leiddi Molde nýverið til sigurs í norsku deildinni á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins. Enski boltinn 17.1.2012 20:30 Í beinni: QPR - MK Dons | Heiðar á bekknum Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign QPR og MK Dons í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn 17.1.2012 19:36 Fyrsti bikarsigur QPR í 17 tilraunum - Bolton komst áfram Heiðar Helguson kom inná sem varamaður í síðari hálfleik þegar QPR vann 1-0 sigur á MK Dons í 3. umferð enska bikarsins í kvöld. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton sem vann 2-0 sigur á Macclesfield Town. Enski boltinn 17.1.2012 19:29 Brasilíumaðurinn Henrique á leið til QPR Heiðar Helguson fær aukna samkeppni í framlínu QPR á næstunni en enska félagið hefur komist að samkomulagi við Sao Paulo í Brasilíu um félagaskipti framherjans Henrique. Óvíst er hvort Henrique komi til liðsins á láni eða verði keyptur til félagsins. Enski boltinn 17.1.2012 17:30 FIFA rekur á eftir Brasilíu vegna HM 2014 Forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eru ósáttir með hve langan tíma tekur að samþykkja HM-frumvarpið svonefnda úr smiðju FIFA í brasilíska þinginu. Meðal þess sem Brasilíumennirnir eru ósáttir við er að leyfa áfengissölu á leikjum keppninnar auk þess sem fólk eldra en 65 ára fær ekki ódýrari miða á leiki keppninnar samkvæmt reglunum. Fótbolti 17.1.2012 16:00 Henry biðst afsökunar á óvönduðu orðavali Thierry Henry, sóknarmaður Arsenal, hefur beðist afsökunar á að blóta stuðningsmanni að loknu 3-2 tapi gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Henry, sem gekk til liðs við Arsenal á tveggja mánaða lánssamningi fyrr í mánuðinum, viðurkenndi að hafa misst stjórn á skapi sínu þegar stuðningsmaður móðgaði hann. Enski boltinn 17.1.2012 15:30 Newcastle að kaupa framherja frá Freiburg Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Newcastle vera að ganga frá kaupum á sóknarmaninnum Papiss Cisse sem hefur leikið með Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 17.1.2012 15:06 Blatter: Platini yrði flottur forseti FIFA Svisslendingurinn Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins. segir að Michel Platini yrði góður kostur sem eftirmaður sinn þegar hann lætur af embætti árið 2015. Platini gegnir nú stöðu forseta UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Fótbolti 17.1.2012 13:00 Giggs og Beckham vilja spila á Ólympíuleikunum Ryan Giggs og David Beckham eru meðal þeirra leikmanna sem hafa staðfest við enska knattspyrnusambandið að þeir hafi áhuga á að spila á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári. Fótbolti 17.1.2012 11:30 Maradona skorinn upp vegna nýrnasteina Diego Maradona hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Dubai eftir að hafa verið skorinn upp vegna nýrnasteina. Í yfirlýsingu frá Al Wasl, félaginu sem Maradona stýrir, kemur fram að hann hafi fengið að yfirgefa sjúkrahúsið og safna kröftum á heimili sínu. Fótbolti 16.1.2012 22:45 Joe Hart: Þetta var ekki fallegt Joe Hart, markvörður Manchester City hélt hreinu á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og sá til þess að mark Edin Dzeko í fyrri hálfleik nægði City-liðinu til þess að vinna leikinn og ná þriggja stiga forskoti á Manchester United á toppnum. Enski boltinn 16.1.2012 22:18 Granero hjá Real Madrid: Vill helst komast til Liverpool José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki mikla trú á spænska miðjumanninum Esteban Granero og umboðsmaður leikmannsins er byrjaður að blaðra um það í fjölmiðlum að leikmaðurinn vilji komast í burtu frá Santiago Bernabéu. Enski boltinn 16.1.2012 20:30 « ‹ ›
Ancelotti: Ég hef ekki talað við Tevez Carlo Ancelotti, þjálfari franska liðsins Paris Saint-Germain, fær væntanlega til sín Carlos Tevez á næstunni en allt bendir nú til þess að franska liðið kaupi argentínska sóknarmanninn frá Manchester City. Kia Joorabchian, umboðsmaður Carlos Tevez, ræddi við forráðamenn PSG í dag en franska liðið virðist vera það eina sem hefur efni á því að kaupa Tevez. Fótbolti 19.1.2012 18:30
Sjáið Pepe stíga ofan á Messi - harðlega gagnrýndur á Spáni Spænskir fjölmiðlar voru allt annað en hrifnir af hegðun Pepe, leikmanns Real Madrid í leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í gær en Real Madrid varð þá enn einu sinni að sætta sig við tap á móti erkifjendunum. Fótbolti 19.1.2012 18:00
Beckham samdi við LA Galaxy á ný Í nótt var gengið frá nýjum tveggja ára samning David Beckham við LA Galaxy. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda hefur hann margoft sagt að honum og fjölskyldu hans líður vel í Bandaríkjunum. Fótbolti 19.1.2012 17:30
AZ Alkmaar sló Ajax út úr hollenska bikarnum Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar eru komnir áfram í átta liða úrslit hollenska bikarsins eftir 3-2 sigur á Ajax í dag. Leikurinn var spilaður að nýju eftir að leikmenn AZ yfirgáfu völlinn í kjölfar árásar á markvörð liðsins þegar liðin mættust 21. desember síðastliðinn. Fótbolti 19.1.2012 16:30
Kjartan Henry æfir með Coventry Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður í KR, er nú staddur í Coventry í Englandi þar sem hann æfir með liðinu til reynslu. Íslenski boltinn 19.1.2012 16:00
Mawejje lánaður til félags í Suður-Afríku Miðjumaðurinn Tonny Mawejje er á leið frá ÍBV þar sem hann hefur verið lánaður til suður-afríska félagsins Golden Arrows. Íslenski boltinn 19.1.2012 14:45
Coleman ráðinn landsliðsþjálfari Wales Knattspyrnusamband Wales hefur staðfest að Chris Coleman hafi verið ráðinn þjálfari velska landsliðsins og verður hann þar með eftirmaður Gary Speed sem lést seint á síðasta ári. Enski boltinn 19.1.2012 14:19
Dalglish staðfestir áhuga Liverpool á Joao Carlos Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, staðfesti á blaðamannafundi í dag að hann hafi áhuga á að fá miðjumanninn unga Joao Carlos í sínar raðir. Enski boltinn 19.1.2012 12:15
Lokeren komst áfram en Birkir datt út úr bikarnum í fyrsta leik Sporting Lokeren komst í kvöld áfram í undanúrslit belgíska bikarsins en það gekk ekki eins vel hjá Íslendingaliðunum Standard Liege og Germinal Beerschot sem eru bæði úr leik. Seinni leikur átta liða úrslitanna fóru fram í kvöld. Fótbolti 18.1.2012 23:12
Barcelona vann enn einn sigurinn á Real Madrid Barcelona lenti 0-1 undir en vann engu að síður 2-1 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins en leikurinn í kvöld fór fram á heimavelli Real Madrid. Fótbolti 18.1.2012 22:58
Henry gæti misst af Manchester United leiknum Thierry Henry meiddist á æfingu með Arsenal í vikunni og er tæpur fyrir leikinn á móti Manchester United um næstu helgi. Henry hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins með misjöfnum árangri en Arsenal tapaði þeim síðari á móti Swansea á sunnudaginn. Enski boltinn 18.1.2012 21:15
Lionel Messi frumsýnir nýja takkaskó í El Clasico í kvöld Lionel Messi hefur verið á skotskónum það sem af er þessu tímabili með Barcelona en argentínski snillingurinn er ekkert hræddur við að skipta um takkaskó. Messi ætlar nefnilega að frumsýna nýja skó í El Clasico á kvöld þar sem Barcelona mætir Real í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska bikarsins. Fótbolti 18.1.2012 20:15
Eggert Gunnþór og félagar úr leik í enska bikarnum Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves duttu út úr enska bikarnum í kvöld eftir 0-1 tap á heimavelli á móti b-deildarliði Birmingham. Eggert Gunnþór var í byrjunarliðinu en sigurmark Birmingham kom eftir að Eggerti hafði verið skipt útaf vellinum. Enski boltinn 18.1.2012 19:30
Ísland áfram í 104. sæti á FIFA-listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið situr sem fastast í 104. sæti listans, sæti á eftir Makedóníu og sæti á undan Mósambík. Ísland er í 43. sæti af 53 Evrópuþjóðum. Fótbolti 18.1.2012 14:15
Óskar Pétursson framlengir við Grindavík til 2015 Óskar Pétursson, markvörður knattspyrnuliðs Grindavíkur, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2015. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindvíkinga. Íslenski boltinn 18.1.2012 13:30
Hallbera Guðný í atvinnumennsku - samdi við Piteå Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur gengið frá samningi við sænska knattspyrnuliðið Piteå. Á heimasíðu félagsins kemur fram að Hallbera sé nýjasta púslið í lið Piteå sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári eftir að hafa hafnað í 10. sæti af 12 liðum á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 18.1.2012 13:00
Chelsea kaupir þrjá bræður frá Luton Chelsea hefur gengið frá kaupum á tvíburabræðrunum tólf ára Rio og Cole auk þrettán ára bróður þeirra Jay DaSilva frá Luton Town. Fari svo að leikmennirnir spili fyrir Chelsea nær kaupverðið um milljón pundum eða sem nemur um 192 milljónum íslenskra króna. Enski boltinn 18.1.2012 10:15
Michael Owen komið með sitt eigið App Michael Owen er einn þekktasti knattspyrnumaður heims þó svo að hann hafi ekki mikið spilað með liði sínu, Manchester United, undanfarið vegna meiðsla. Hann hefur þó greinilega nýtt tímann vel því kappinn er kominn með glænýtt svokallað "App“ fyrir iPhone, iPod Touch og iPad. Enski boltinn 17.1.2012 23:30
Ferguson segir Solskjær geta höndlað pressuna á Old Trafford Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherja félagsins, kjörinn til þess að höndla þá pressu sem fylgi starfi knattspyrnustjóra Mancehster United. Solskjær leiddi Molde nýverið til sigurs í norsku deildinni á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins. Enski boltinn 17.1.2012 20:30
Í beinni: QPR - MK Dons | Heiðar á bekknum Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign QPR og MK Dons í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn 17.1.2012 19:36
Fyrsti bikarsigur QPR í 17 tilraunum - Bolton komst áfram Heiðar Helguson kom inná sem varamaður í síðari hálfleik þegar QPR vann 1-0 sigur á MK Dons í 3. umferð enska bikarsins í kvöld. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton sem vann 2-0 sigur á Macclesfield Town. Enski boltinn 17.1.2012 19:29
Brasilíumaðurinn Henrique á leið til QPR Heiðar Helguson fær aukna samkeppni í framlínu QPR á næstunni en enska félagið hefur komist að samkomulagi við Sao Paulo í Brasilíu um félagaskipti framherjans Henrique. Óvíst er hvort Henrique komi til liðsins á láni eða verði keyptur til félagsins. Enski boltinn 17.1.2012 17:30
FIFA rekur á eftir Brasilíu vegna HM 2014 Forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eru ósáttir með hve langan tíma tekur að samþykkja HM-frumvarpið svonefnda úr smiðju FIFA í brasilíska þinginu. Meðal þess sem Brasilíumennirnir eru ósáttir við er að leyfa áfengissölu á leikjum keppninnar auk þess sem fólk eldra en 65 ára fær ekki ódýrari miða á leiki keppninnar samkvæmt reglunum. Fótbolti 17.1.2012 16:00
Henry biðst afsökunar á óvönduðu orðavali Thierry Henry, sóknarmaður Arsenal, hefur beðist afsökunar á að blóta stuðningsmanni að loknu 3-2 tapi gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Henry, sem gekk til liðs við Arsenal á tveggja mánaða lánssamningi fyrr í mánuðinum, viðurkenndi að hafa misst stjórn á skapi sínu þegar stuðningsmaður móðgaði hann. Enski boltinn 17.1.2012 15:30
Newcastle að kaupa framherja frá Freiburg Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Newcastle vera að ganga frá kaupum á sóknarmaninnum Papiss Cisse sem hefur leikið með Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 17.1.2012 15:06
Blatter: Platini yrði flottur forseti FIFA Svisslendingurinn Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins. segir að Michel Platini yrði góður kostur sem eftirmaður sinn þegar hann lætur af embætti árið 2015. Platini gegnir nú stöðu forseta UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Fótbolti 17.1.2012 13:00
Giggs og Beckham vilja spila á Ólympíuleikunum Ryan Giggs og David Beckham eru meðal þeirra leikmanna sem hafa staðfest við enska knattspyrnusambandið að þeir hafi áhuga á að spila á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári. Fótbolti 17.1.2012 11:30
Maradona skorinn upp vegna nýrnasteina Diego Maradona hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Dubai eftir að hafa verið skorinn upp vegna nýrnasteina. Í yfirlýsingu frá Al Wasl, félaginu sem Maradona stýrir, kemur fram að hann hafi fengið að yfirgefa sjúkrahúsið og safna kröftum á heimili sínu. Fótbolti 16.1.2012 22:45
Joe Hart: Þetta var ekki fallegt Joe Hart, markvörður Manchester City hélt hreinu á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og sá til þess að mark Edin Dzeko í fyrri hálfleik nægði City-liðinu til þess að vinna leikinn og ná þriggja stiga forskoti á Manchester United á toppnum. Enski boltinn 16.1.2012 22:18
Granero hjá Real Madrid: Vill helst komast til Liverpool José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki mikla trú á spænska miðjumanninum Esteban Granero og umboðsmaður leikmannsins er byrjaður að blaðra um það í fjölmiðlum að leikmaðurinn vilji komast í burtu frá Santiago Bernabéu. Enski boltinn 16.1.2012 20:30