Fótbolti

Enginn tapar fleiri boltum á Spáni en Messi

Barcelonamaðurinn Lionel Messi er að flestum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann hefur farið á kostum með Barcelona á þessu tímabili með 22 mörk og 9 stoðsendingar í fyrstu tuttugu umferðunum.

Fótbolti

Fortune: Antonio Valencia er lykilmaður fyrir United í titilbaráttunnni

Quinton Fortune, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Antonio Valencia verði lykilmaður fyrir Manchester United í baráttunni um enska meistaratitilinn. Antonio Valencia er 26 ára gamall Ekvador-maður sem hefur verið öflugur á hægri væng United-liðsins að undanförnu en United er nú búið að ná nágrönnum í Manchester City á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Özil vill klára ferillinn hjá Real Madrid

Mesut Özil, leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, er aðeins 23 ára gamall en hefur samt þegar sett stefnuna á það að klára ferilinn hjá spænska liðinu. Hann lét hafa það eftir sér í viðtali við þýska blaðið Kicker.

Fótbolti

Wenger: Allir leikir okkar hér eftir eins og bikarúrslitaleikir

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er aftur undir mikilli pressu eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu. Eftir markalaust jafntefli á móti Bolton í gær hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Arsenal er núna komið niður í söunda sæti en liðið hefur aldrei endaði neðar en í fjórða sæti í tíð Wenger.

Enski boltinn

Ásgeir Gunnar hættur hjá FH

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH en þetta kemur fram á Stuðningsmannasíðu félagsins. Ásgeir Gunnar sem verður 32 ára gamall í sumar hefur leikið með FH í áratug og spilað í ýmsum stöðum.

Íslenski boltinn

Terry mun ekki segja af sér sem fyrirliði enska landsliðsins

John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, er staðráðinn í að standa af sér erfiða tíma vegna ásakanna á hendur honum um kynþáttaníð. Hann mun því halda áfram ótrauður sem fyrirliði enska landsliðsins. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni sem þekkir vel til leikmannsins.

Enski boltinn

Arsenal aldrei tapað fjórum í röð undir stjórn Wenger

Þó svo að leikmenn og stuðningsmenn Arsenal hafi fundist það ansi súrt í broti að þurfa að sætta sig við markalaust jafntefli við Bolton var stigið þó kærkomið fyrir stjórann Arsene Wenger. Liðið hefur aldrei tapað fjórum deildarleikjum í röð undir hans stjórn.

Enski boltinn

Kristinn Freyr til Valsmanna

Kristinn Freyr Sigurðsson, 22 ára leikmaður úr Fjölni, gerði í dag fjögurra ára samning við Val og mun því spila með liðinu á komandi leiktíð í Pepsi-deild karla.

Íslenski boltinn

FIFA gæti leyft fjórðu skiptinguna

Alþjóðaknattspyrnusambandið ætlar að taka fyrir hugmynd um að bæta fjórðu skiptingunni við í framlengingum fótboltaleikja þegar knattspyrnulaganefnd sambandsins hittist í næsta mánuði. Fundurinn fer fram í Englandi 3. mars næstkomandi.

Fótbolti

Fimm mörk á fjórum dögum hjá Llorente

Fernando Llorente, leikmaður Athletic Bilbao og spænska landsliðsins, hefur verið sjóðheitur í þessari viku og skoraði tvö mörk fyrir framan landsliðsþjálfarann Vicente Del Bosque þegar Athletic Bilbao sló þriðju deildarliðið CD Mirandés úr úr bikarnum í gær.

Fótbolti