Fótbolti

Öll mörkin úr ensku úrvalsdeildinni á Vísi

Það var nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta um helgina og að venju eru öll mörkin aðgengileg á Vísi. Stórleikur Chelsea og Manchester United er þar á meðal en sá leikur endaði 3-3 eftir að Chelsea hafði komist í 3-0. Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir Swansea er einnig að finna á sjónvarpshluta Vísis.

Enski boltinn

Bond: Endurkoma Luis Suarez hefur góð áhrif á Liverpool

Kevin Bond, aðstoðarþjálfari hjá Tottenham, telur að endurkoma Luis Suarez í leikmannahóp Liverpool, verði til þess að stemningin á Anfield verði í hæstu hæðum þegar Liverpool mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Suarez hefur lokið átta leikja keppnisbanni sem hann fékk í desember.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Gylfi Þór ætlar ekki að hanga á bekknum hjá Hoffenheim

"Það skiptir mestu máli að fá að spila fótbolta aftur, síðustu mánuðurnir í Þýskalandi voru erfiðir,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali sem Guðmundur Benediktsson tók við landsliðsmanninn í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Gylfi skoraði mark og lagði upp annað í 2-1 sigri Swansea gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti

Gleymi þessu marki aldrei

Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina og var maðurinn á bak við sjaldgæfan útisigur hjá Swansea City. Swansea lenti undir í leiknum en Gylfi skoraði jöfnunarmarkið og lagði síðan upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar.

Enski boltinn

Rooney: Við gefumst aldrei upp

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, telur að endurkoman gegn Chelsea fyrr í dag þegar liðið lenti þremur mörkum undir en náði síðan að jafna leikinn eigi eftir að reyndast liðinu dýrmætt.

Enski boltinn

Engar viðræður hafa verið á milli Barcelona og van Persie

Sögusagnir um að Robin van Persie, leikmaður Arsenal, sé á leiðinni til Spánar eftir núverandi tímabil hafa verið á kreiki í fjölmiðlum að undanförnu. Josep Maria Bartomeu, varaforseti knattspyrnuliðsins Barcelona, hefur nú sagt frá því í spænskum fjölmiðlum að það eigi ekki við nein rök að styðjast.

Enski boltinn

Áratugur síðan að Manchester United vann síðast á Brúnni

Andre Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea eiga ekki mikla möguleika á því að blanda sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn en þeir geta haft áhrif á þróun mála í toppbaráttunni. Chelsea fær Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge í dag þar sem Chelsea hefur ekki tapað mörgum stigum á undanförnum árum á móti erkifjendum sínum.

Enski boltinn

PSG stígur ekki feilspor undir stjórn Ancelotti

Paris Saint-Germain er áfram með þriggja stiga forskot á Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 3-1 sigur á Evian í gær. PSG hefur unnið fimm fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans Carlos Ancelotti.

Fótbolti

KR-ingar skoruðu níu mörk gegn ÍR - sjáið mörkin

KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í dag með því að vinna 9-0 stórsigur á ÍR í Egilshöllinni. Framarar fara einnig í undanúrslitin þrátt fyrir að þeir gerðu bara jafntefli við Leikni en Breiðhyltingar hefðu með sigri farið áfram á kostnað KR-inga.

Íslenski boltinn

Alfreð átti góða innkomu í lið Lokeren

Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður og átti þátt í því að Lokeren kom til baka og tryggði sér 3-1 sigur á Mons í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokeren er í 9. sæti deildarinnar eftir þennan sigur.

Fótbolti

"Loksins" skoraði Messi og "loksins" vann Barca

Barcelona var búið að spila þrjá leiki í röð án þess að vinna og Lionel Messi var ekki búinn að skora í þremur leikjum í röð. Þetta þykir fréttnæmt en biðin tók enda í kvöld þegar Barcelona vann 2-1 sigur á Real Sociedad.

Fótbolti

Birkir fiskaði víti í sigri Standard Liege

Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður og fiskaði vítaspyrnu í 2-0 útisigri Standard Liege á Lierse í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Standard Liege komst upp í annað sætið með þessum sigri.

Fótbolti