Fótbolti

Anelka bíður eftir Drogba

Frakkinn Nicolas Anelka, sem er nú spilandi þjálfari kínverska liðsins Shanghai Shenhua, er vongóður um að vinur hans og fyrrum liðsfélagi hjá Chelsea, Didier Drogba, komi til félagsins í sumar.

Fótbolti

Gunnar Heiðar tryggði sínum mönnum jafntefli í Íslendingaslagnum

Gunnar Hreiðar Þorvaldsson tryggði Norrköping 2-2 jafntefli á móti Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmarkið mínútu fyrir leikslok. Skúli Jón Friðgeirsson og félagar í Elfsborg byrja tímabilið vel en Alfreð Finnbogason og félagar þurftu að sætta sig við jafntefli á heimavelli.

Fótbolti

Muamba útskrifaður af sjúkrahúsinu

Fabrice Muamba, leikmaður Bolton Wanderers sem hneig niður í bikarleik á móti Tottenham á dögunum, er allur á batavegi eins og hefur komið fram en það nýjasta sem er að frétta af Muamba er að hann fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í dag.

Enski boltinn

Þjálfari Lilleström líkir Birni Bergmann við Zlatan Ibrahimovic

Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström, fær mikið hrós frá þjálfara sínum eftir leik liðsins gegn Vålerenga í gærkvöld. Magnus Haslun, þjálfari Björns, gengur svo svo langt að líkja Skagamanninum við sænsku stórstjörnuna Zlatan Ibrahimovic sem leikur með AC Milan á Ítalíu. Leikurinn endaði 1-1.

Fótbolti

Diouf handtekinn um helgina

Senegalinn El-Hadji Diouf er síður en svo hættur að koma sér í vandræði utan vallar en hann var handtekinn um helgina eftir slagsmál á næturklúbbi.

Enski boltinn

Verður á brattann að sækja í upphafi móts

Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari Fylkis, hefur staðið í ströngu á sínu fyrsta undirbúningstímabili með liðið. Meiðsli í leikmannahópnum hafa plagað liðið og hefur Fylkismönnum ekki gengið nógu vel í undirbúningsmótunum nú eftir áramót.

Íslenski boltinn

Kristín Ýr hetja Avaldsnes

Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði liði Avaldsnes 3-2 sigur á Altamuren í norsku B-deildinni í dag.

Fótbolti

Jafntefli í fjörugum leik

Björn Bergmann Sigurðarson og Pálmi Rafn Pálmason spiluðu báðir allan leikinn fyrir Lilleström sem gerði jafntefli við Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni síðdegis.

Fótbolti