Fótbolti

Martin: Vorum að reyna leika eftir klúðrið hjá Lennon og Hewson

Gary Martin var ánægður með stig Skagamanna í Garðabænum í kvöld. „Það eru ekki mörg lið sem ná í þrjú stig hér. Þeir eru með sterkt lið. Við hefðum þegið eitt stig fyrir leikinn og erum sáttir," sagði Martin en Skagamenn komu enn á ný sterkir til leiks í síðari hálfleik. Martin segir það enga tilviljun.

Íslenski boltinn

Litli og stóri mætast á morgun

Tvö sigursælustu liðin í spænsku bikarkeppninni í fótbolta mætast annað kvöld í úrslitaleik á Vicente Calderon vellinum, heimavelli Atletico Madrid. Barcelona hefur 25 sinnum unnið bikarinn en mótherjar þeirra á morgun, Athletic Bilbao 23 sinnum.

Fótbolti

Kostar 2,2 milljarða króna að reka Barton

Vandræðapésinn Joey Barton var í gær dæmdur í 12 leikja bann fyrir rauða spjaldið þegar Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn. Ef hann hefði látið vera að sparka í Sergio Aguero og reyna að skalla Vincent Kompany hefði hann sloppið með fjögurra leikja bann.

Enski boltinn

Guðjón skoraði í 2-0 sigri Halmstad

Guðjón Baldvinsson er áfram á skotskónum með sænska b-deildarliðinu Halmstad en hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 heimasigri á Brommapojkarna í kvöld. Halmstad er í 2. sæti deildarinnar á eftir Davíð Þór Viðarssyni og félögum í Östers IF.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 3-1

Fylkir vann sanngjarnan sigur á Val í fjörugum leik í Árbænum í kvöld. Árni Freyr Guðnason skoraði í tvígang fyrir Fylki áður en, Matthías Guðmundsson minnkaði muninn rétt fyrir hlé. Davíð Þór Ásbjörnsson tryggði stigin þrjú með gulli af marki undir lok leiks úr aukaspyrnu af löngu færi.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍA 1-1

Garðar Bergmann Gunnlaugsson reyndist hetja Skagamanna í Garðabænum í kvöld. Garðar kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og var ekki lengi að skora jöfnunarmark Skagamanna. Gestirnir fóru nokkuð sáttir heim að loknum hörkuleik þar sem Stjarnan var á heildina litið sterkari aðilinn.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Grindavík 3-3

Grindvíkingar komu til baka og sóttu stig á Selfossi með því að skora tvö mörk í lok leiksins og jafna í leik liðanna í 5. umferð Pepsi-deild karla. Óli Baldur Bjarnason skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson átti þrumuskot í stöngina rétt áður en leikurinn var flautaður af 3-3.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 0-2

Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik, 2-0, í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara í leiknum. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur.

Íslenski boltinn

Bjarni Guðjóns kominn upp fyrir þjálfarana sína á fyrirliða-listanum

Tölfræði twitter-síða KR-inga, KRstats, segir frá því í dag að Bjarni Guðjónsson sé kominn upp fyrir þjálfara sína, Rúnar Kristinsson og Pétur Pétursson, yfir fjölda leikja sem fyrirliði KR í efstu deild. Bjarni er á sínu þriðja ári sem fyrirliði en sigurleikurinn á móti FH í gær var hans 46. leikur sem fyrirliði KR-liðsins í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn

Kuyt spenntur fyrir Van Gaal

Hollendingurinn Dirk Kuyt væri ánægður með ef Liverpool myndi ráða Louis van Gaal til starfa, annað hvort sem knattspyrnustjóra eða yfirmann knattspyrnumála.

Enski boltinn

Meistararnir komnir í gang - myndir

Íslandsmeistarar KR unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld er FH kom í heimsókn. Þetta er þess utan annað árið í röð sem KR vinnur FH á heimavelli sem eru tíðindi enda hafði KR ekki unnið á FH á heimavelli í sjö ár þar til stíflan brast í fyrra.

Íslenski boltinn