Fótbolti

Balotelli: Skoraði mörkin fyrir mömmu

Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala sem tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með 2-1 sigri á Þjóðverjum í Varsjá í kvöld. Hann tileinkaði mörkin aldraðri móður sinni.

Fótbolti

Gylfi Orra: Dómarar vilja ekki að menn taki út refsingu fyrir þeirra mistök

"Gagnrýnin á störf dómara hefur ekki verið neitt öðruvísien undanfarin ár. Mér finnst sem betur hafa verið minna um hana en undanfarin ár sem ég tel vera merki um að dómarahópurinn hafi staðið sig mjög vel í sumar", sagði Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar sambandsins í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn

Balotelli skoraði tvívegis og Ítalir komnir í úrslit

Ítalir eru komnir í úrslit á Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu en liðið lagði Þjóðverja að velli 2-1 í undanúrslitaleiknum í Varsjá í kvöld. Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í fyrri hálfleik en Mesut Özil minnkaði muninn í viðbótartíma úr vítaspyrnu.

Fótbolti

Gary Lineker gagnrýnir "meðferðina" á Beckham

Gary Lineker, knattspyrnuspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, gegnrýndi það á twitter-síðu sinni í dag hvernig farið var með David Beckham í kringum valið á breska Ólympíuliðinu. Beckham var valinn í úrtakshópinn en í morgun kom svo í ljós að hann verður ekki valinn í breska landsliðið.

Fótbolti

Hundrað ár liðin frá fyrsta leik í Íslandsmótinu í fótbolta

Í dag, 28. júní, eru liðin nákvæmlega 100 ár frá fyrsta leiknum sem fram fór í Íslandsmóti í knattspyrnu. Þennan dag árið 1912 mættust Fram og KR, sem þá hét reyndar Fótboltafélag Reykjavíkur, í kappleik á Melavellinum. Úrslit leiksins urðu jafntefli, 1-1, og var það Framarinn Pétur J. Hoffmann Magnússon sem skoraði fyrsta markið. Þetta kemur fram á KSÍ.is.

Íslenski boltinn

Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA

Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti

Barcelona keypti Jordi Alba frá Valencia

Það fjölgaði í dag í hópi leikmanna frá Barcelona og Real Madrid í spænska landsliðinu í fótbolta því Börsungar tilkynntu þá á heimasíðu sinni að þeir væru búnir að kaupa landsliðsbakvörðinn Jordi Alba frá Valencia CF. Barcelona borgar 14 milljónir evra fyrir leikmanninn og hann gerir fimm ára samning við félagið.

Fótbolti

Luka Modric: Ég fer frá Tottenham

Króatinn Luka Modric segir í viðtali við spænska blaðið Marca að hann sé á förum frá Tottenham en þessi snjalli miðjumaður hefur verið sterklega orðaður við spænsku meistarana í Real Madrid.

Enski boltinn

Beckham ekki valinn í Ólympíulið Breta

David Beckham verður ekki með breska fótboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í London en hann staðfesti þetta í yfirlýsingu sem hann sendi Associated Press. Þetta kemur nokkuð á óvart en flestir bjuggust örugglega að Beckham yrði með breska liðinu á leikunum.

Fótbolti

Alan Shearer: England á enga möguleika að vinna HM 2014

Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, hefur enga trú á því að enska landsliðinu takist að verða Heimsmeistari eftir tvö ár. Hann segir að liðið sé milljón mílum á eftir bestu knattspynuþjóðum heims en Englendingar féllu út úr átta liða úrslitum EM eftir tap í vítakeppni á móti Ítalíu.

Fótbolti