Fótbolti

Wenger: Sagna elskar Arsenal

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur engar áhyggjur af upphlaupi Bacary Sagna en leikmaðurinn sagðist vera mjög ósáttur við söluna á Van Persie og Song.

Enski boltinn

Kolbeinn: Erfitt að taka þessu

Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax og íslenska landsliðsins, segir að það verði skelfilegt fyrir sig að vera á hliðarlínunni næstu mánuðina. Í dag var greint frá því að hann verði frá næstu fjóra mánuðina vegna axlarmeiðsla.

Fótbolti

Cahill: Er á byrjunarreit með landsliðinu

Miðvörður Chelsea, Gary Cahill, viðurkennir að hann sé aftur kominn á byrjunarreit eftir mikið mótlæti síðustu mánuði. Hann missti af EM í sumar eftir að hann kjálkabrotnaði og hann hefur í kjölfarið dottið niður goggunarröðina hjá landsliðinu.

Enski boltinn

Fabregas: Ég er ekki heimskur

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas segist ekki vera neinn vitleysingur og hann hafi vel gert sér grein fyrir því að hans biði mikil barátta um sæti í Barcelona-liðinu.

Fótbolti

Zlatan: PSG getur unnið Meistaradeildina

Sjálfstraustið er í botni hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic eins og venjulega. Hann segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hans nýja félag, PSG, verði orðið eitt besta liðið í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Owen er klár í bátana

Framherjinn Michael Owen segist vera orðinn klár í að spila sinn fyrsta leik fyrir Stoke City þó svo hann sé ekki fullkomlega sáttur við standið á sér.

Enski boltinn

McClean: Hagaði mér heimskulega á Twitter

Írski landsliðsmaðurinn James McClean hefur viðurkennt að uppþot hans á Twitter hafi verið heimskulegt. McClean var ekki í írska liðinu í fyrsta leiknum í undankeppni HM og lét reiði sína í ljós á Twitter.

Fótbolti

Hazard: Er ekki að reyna að vera stjarna

Belginn ungi, Eden Hazard, hefur slegið í gegn hjá Chelsea í upphafi leiktíðar og lofar verulega góðu. Hann segist þó ekki vera að reyna að vera einhver stjarna heldur sé hann liðsmaður sem sé þó til í að stíga upp ef á þarf að halda.

Enski boltinn

Íslenska landsliðið er enn efst á lista Arons

Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur.

Fótbolti

Utan vallar: Upp með hausinn og áfram gakk!

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til.

Íslenski boltinn

Fyrrverandi forseti Barcelona kemur til varnar Cristiano Ronaldo

Joan Laporta, fyrrverandi forseti Barcelona, hefur komið til varnar Portúgalann Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid en mikið hefur verið rætt og skrifað um óánægju Ronaldo hjá spænsku meisturunum. Ronaldo kveikti reyndar undir þeirri umræðu með því að fagna ekki mörkum sínum í síðasta leik hans með Real Madrid.

Fótbolti

Brasilíumenn mæta á Wembley í febrúar

Englendingar halda upp á 150 afmæli knattspyrnusambandsins á næsta ári og hluti af hátíðarhöldunum verður að fá Brasilíumenn í heimsókn á Wembley. Enska sambandið tilkynnti í dag að England og Brasilía munu leika vináttulandsleik í febrúar.

Fótbolti

Arsenal sýnir Drogba áhuga

Didier Drogba gæti verið á leið aftur í enska boltann en honum líður víst ekki nógu vel í Kína og svo eru ekki allir stjórnarmenn ánægðir með ofurlaunin hans.

Fótbolti

Valencia: Dómarinn er trúður

Antonio Valencia, landsliðsmaður Ekvador og leikmaður Man. Utd, var brjálaður út í dómarann í landsleik Ekvador og Úrúgvæ. Valencia fékk rauða spjaldið í leiknum.

Fótbolti

Ekki stuðningsmönnum Liverpool að kenna

Það urðu vatnaskil í Hillsborough-málinu svokallaða í dag þegar David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, bað aðstandendur þeirra 96 fórnarlamba Hillsborough-slyssins opinberlega afsökunar fyrir hönd ríkisins.

Enski boltinn