Fótbolti

Helgin í enska gerð upp á Sjónvarpsvef Vísis

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helst aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Enski boltinn

Chelsea má ekki misstíga sig

Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram.

Fótbolti

Andrea Pirlo: AC Milan leyfði mér ekki að fara til Chelsea

Andrea Pirlo, miðjumaður Juventus, verður í sviðsljósinu annað kvöld þegar Juve tekur á móti Chelsea í gríðarlega mikilvægum leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Pirlo sagði frá því í viðtali í Daily Mail að litlu hefði munað að hann hefði orðið leikmaður Chelsea fyrir nokkrum árum.

Fótbolti

Shevchenko sagði nei

Andriy Shevchenko sagði nei við því að taka við úkraínska landsliðinu í fótbolta en honum var boðið þjálfarastaðan þrátt fyrir að hafa enga reynslu af þjálfun. Oleg Blokhin hætti óvænt með landsliðið á dögunum og tók þess í stað við Dynamo Kyiv.

Fótbolti

Jesper Jensen sleit aftur krossband

Danski miðjumaðurinn Jesper Jensen verður ekki með Skagamönnum í Pepsi-deild karla næsta sumar en í ljós hefur komið að hann er með slitið krossband. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Íslenski boltinn

Veigar Páll yfirgefur Stabæk og er á heimleið til Íslands

Veigar Páll Gunnarsson mun leika fótbolta á Íslandi á næsta keppnistímabil en hinn 32 ára gamli framherji hefur ákveðið að snúa heim úr atvinnumennsku. Veigar staðfestir þetta í samtali við TV2 í Noregi. "Þetta var mjög erfið ákvörðun en ég hef ákveðið að flytja heim til Íslands,“ sagði Veigar en hann á eitt ár eftir að samningi sínum við Stabæk sem endaði í neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti

Jafnt hjá West Ham og Stoke

West Ham náði ekki að komast upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þar sem að liðið mátti sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Stoke City.

Enski boltinn

Frimpong lánaður til Charlton eins og Eggert Gunnþór

Emmanuel Frimpong, miðjumaður Arsenal, mun spila með Charlton út árið 2012 en hann hefur verið lánaður til enska b-deildarfélagsins fram í janúar. Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson kom til Charlton á láni frá Úlfunum á dögunum.

Enski boltinn

Rio Ferdinand gæti elt Anelka og Drogba til Kína

Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, er að renna út á samningi næsta sumar og er enn ekki viss hvað hann ætlar að gera. Guardian hefur þó heimildir fyrir því að hann sé alvarlega að hugsa um að yfirgefa Old Trafford í sumar.

Enski boltinn

Carragher: Liverpool getur náð Meistaradeildarsæti

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, hefur fulla trú á því að liðið geti náð Meistaradeildarsæti í vor þrátt fyrir slaka byrjun í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann 3-0 sigur á Wigan um helgina og er nú átta stigum frá Meistaradeildarsæti.

Enski boltinn

Eins og svart og hvítt

Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum.

Fótbolti

Sundbolti í Japan | Myndband

Það virðist vera sama mottó í japönsku fótboltadeildinni og í ameríska fótboltanum. Leikjum er ekki frestað. Sama hvernig veðrið er sem og aðstæðurnar.

Fótbolti

Ragnar skoraði í sigri FCK

Ragnar Sigurðsson skoraði annað marka FC Kaupmannahafnar sem vann 2-1 heimasigur á Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rúrik Gíslason lék einnig allan leikinn með FCK.

Fótbolti

Hönefoss bjargaði sér en Úlfarnir í umspil

Hönefoss, lið Arnórs Sveins Aðalsteinssonar og Kristjáns Arnar Sigurðssonar, verður áfram meðal liða í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta ári. Íslendingaliðið Sandnes Ulf þarf að leika tvo umspilsleiki gegn b-deildarliðinu Ullensaker/Kisa.

Fótbolti

Allardyce hefur áhuga á Anelka

Sam Allardyce, stjóri West Ham, hefur greint frá því að hann sé mjög áhugasamur um að semja við framherjann Nicolas Anelka sem leikur með Shanghai Shenhua í Kína.

Enski boltinn