Fótbolti

Scolari líklegur til að stýra Brasilíu á HM 2014

Luiz Felipe Scolari, verður að öllum líkindum næsti þjálfari landsliðs Brasilíu. Fjölmiðlar í Brasilíu telja miklar líkur á því að hann taki við liðinu. Scolari stýrði liðinu til sigurs á HM árið 2002 og hann var þjálfari Portúgala sem komst í undanúrslit á EM 2004 og HM árið 2006. Mano Menezes, sem var þjálfari landsliðs Brasilíu, var rekinn á dögunum og er búist við því að Scolari verði kynntur til sögunnar á morgun – föstudag.

Fótbolti

Benítez vill að Torres rífi í járnin í lyftingasalnum

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Chelsea, er á þeirri skoðun að Fernando Torres framherji liðsins þurfi að rífa í lóðin í lyftingasalnum til þess að ná fyrri getu. Torres hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann kom til Chelsea frá Liverpool fyrir um 10 milljarða kr. í lok janúar á síðasta ári.

Enski boltinn

Tvö tíu marka tímabil á sama árinu

Alfreð Finnbogason hefur raðað inn mörkum á árinu 2012 og hefur náð klassísku takmarki markaskorarans á tveimur stöðum – með Helsingborg í Svíþjóð og Heerenveen í Hollandi. Fréttablaðið skoðar í dag frammistöðu þessa sjóðheita markaskorara úr Kópavo

Fótbolti

Rúrik og félagar úr leik | Arnór í undanúrslit

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem tapaði 1-0 gegn Bröndby í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Arnór Smárason og félagar í Esbjerg lögðu Lyngby 2-1 á útivelli og eru komnir í undanúrslit.

Enski boltinn

Mancini: Við vorum heppnir

Það tók meistara Man. City talsverðan tíma að brjóta vörn Wigan niður í kvöld en það hafðist um miðjan síðari hálfleik og öll þrjú stigin fóri til Manchester.

Enski boltinn

Rodgers hrósar aðlögunarhæfni Gerrard

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er á sínu fjórtánda ári hjá félaginu en hefur sjaldan þurft að fara í gegnum jafnmiklar breytingar á leikstíl liðsins og þegar Brendan Rodgers tók við stjórnartaumnum í haust.

Fótbolti

Zico flúinn frá Írak

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Zico er hættur sem þjálfari knattspyrnulandsliðs Íraks en hann hefur verið þjálfari liðsins í fimmtán mánuði.

Fótbolti

Marca: PSG býður Mourinho óútfyllta ávísun

Spænskir fjölmiðlar skrifa nú daglega um framtíð Jose Mourinho hjá Real Madrid og miklar vangaveltur eru í gangi að hann fari frá félaginu í vor. Til viðbótar berast fréttir af því að að franska félagið Paris Saint-Germain sé tilbúið að gera allt til þess að fá hann til sín.

Fótbolti

Rósa og Telma í raðir Mosfellinga

Miðjumaðurinn Rósa Hauksdóttir, sem leikið hefur með Fram undanfarin tvö ár, er gengin í raðir Aftureldingar. Þá hefur Telma Hjaltalín Þrastardóttir snúið á heimaslóðir eftir dvöl hjá Val.

Íslenski boltinn

UEFA gæti gert miklar breytingar á Meistaradeildinni

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist vera langt komið með að gefast upp á Evrópudeildinni því sambandið veltir nú fyrir sér að gera miklar breytingar á Evrópukeppnunum. Þetta kemur fram í viðtali við Michel Platini í frönsku blaði.

Fótbolti

Cech styður ákvörðun Abramovich

Roman Abramovich eigandi Chelsea tók mjög umdeilda ákvörðun í síðustu viku þegar hann rak knattspyrnustjóra liðsins Roberto Di Matteo úr starfi. Abramovich hefur nú fengið stuðning frá Petr Cech, markverði Chelsea, sem segir að eitthvað hafi þurft að gerast til þess að snúa gengi Chelsea við.

Enski boltinn

Arsenal ætlar ekki að greiða háa fjárhæð fyrir Huntelaar

Klaas-Jan Huntelaar er einn af þeim framherjum sem stórlið í Evrópu hafa áhuga á að fá í sínar raðir þegar opnað verður fyrir leikmannamarkaðinn í janúar á næsta ári. Hollenski framherjinn hefur leikið vel með Schalke í Þýskalandi en forráðamenn liðsins segja að engin formleg tilboð hafi komið í leikmanninn.

Enski boltinn

Benítez segist vera heppinn að hafa fengið tækifæri hjá Chelsea

Rafael Benitez, sem nýverið tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Chelsea, segir að hann sé heppinn að hafa fengið starfið. "Ég er heppinn að hafa fengið tækifæri að þjálfa lið í fremstu röð, ég hafði úr mörgu að velja, en ég taldi þetta besta kostinn fyrir mig,“ segir Benítez en Chelsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Enski boltinn

Stórleikir í enska boltanum í kvöld

Það er risakvöld fram undan í enska boltanum en þá fara fram einir átta leikir. Stórleikur kvöldsins er viðureign Tottenham og Liverpool og spurning hvort Gylfi Þór Sigurðsson fái tækifæri með Spurs í kvöld en hann hefur mátt sætta sig við ansi mikla bekkjarsetu upp á síðkastið.

Enski boltinn