Fótbolti

Lampard óttast ekki að verða rekinn

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, segist ekki óttast það að verða rekinn eftir enn eitt tap liðsins í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton mátti þola 2-0 tap gegn West Ham í fallbaráttuslag og liðið er án sigurs í deildinni síðan í október á síðasta ári.

Fótbolti

Man United samdi við tvo leik­menn í dag

Lið Manchester United í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta styrkti leikmannahóp sinn til muna í dag þegar liðið samdi við tvo leikmenn. Önnur kemur á láni frá franska liðinu París Saint-Germain á meðan hin kemur frá Kanada.

Enski boltinn

Markalaust í þúsundasta leik Klopps

Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag, í þúsundasta leik Jürgens Klopp sem knattspyrnustjóri. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar á fyrri hluta tímabils og eru því líklega bæði ósátt með úrslitin.

Enski boltinn

Manchester United vill fá Kane í sumar

Nú þegar Harry Kane, stjörnuframherji Tottenham Hotspur, nálgast sitt seinasta samningsár hjá félaginu fara hin ýmsu félög að hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja krækja í þennan markahæsta landsliðsmann Englands frá upphafi.

Enski boltinn

Vialli kvaddur, Napoli best í Evrópu og þjálfari rekinn í tvo daga

Mínútuþagnirnar fyrir leiki hafa verið svo margar í ítölsku deildinni eftir að nýtt ár gekk í garð að það liggur við að þær nái saman heilum fótboltaleik að lengd. Tilefnið hefur enda verið fráfall eins dáðasta sonar – og föður – ítalska boltans, Gianluca Vialli. Mannsins sem komist hefur næst því að tengja saman knattspyrnuheimana England og Ítalíu.

Fótbolti

Adam hafði val og valdi Val

Adam Ægir Pálsson, stoðsendingakóngur síðustu leiktíðar í Bestu deildinni í fótbolta, er genginn í raðir Vals eftir að hafa síðast verið samningsbundinn Víkingum.

Íslenski boltinn

Öruggir sigrar hjá Fram og Val

Fram og Valur unnu afar örugga sigra er liðin mættu til leiks í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í kvöld. Valsmenn unnu 3-0 sigur gegn Leikni og Fram vann 5-1 sigur gegn Fjölni.

Fótbolti